509. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 18. janúar 2018 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Jón Stefánsson, aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir, aðalmaður, Hólmgeir Karlsson, aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir, aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson, aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður, Stefán Árnason, ritari og Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri.
Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá ályktun Ferðamálafélags Eyjafjarðar. Var það samþykkt og verður 20. liður dagskrár.
Dagskrá:
1. Skjólbeltasjóður Kristjáns Jónssonar, fundargerð 12. janúar 2018. - 1801011
Fundargerð Skjólbeltasjóðs Kristjáns Jónssonar frá 12. janúar 2018, tekin til afgreiðslu og eftirfarandi bókað:
1. Gefur ekki tilefni til ályktana.
2. Hannes Blandon hefur óskað eftir lausn frá störfum í stjórn sóðsins og er það samþykkt. Samþykkt að skipa Sigríði Hrefnu Pálsdóttir í stjórn sóðsins.
3. Breyting á skipulagsskrá Skjólbeltasjóðs Kristjáns Jónssonar. Stjórn sjóðsins leggur til breytingar á 5. og 7. gr.. Breytingin felst í því að einstaklingar og félagasamtök í öllu sveitarfélaginu geti sótt um styrk úr sjóðnum. Áður var þetta bundið við fyrrum Öngulsstaðahrepp. Sveitarstjórn samþykkir þessa breytingu.
2. Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 168 - 1801003F
Fundargerð 168. fundar félagsmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liður bera með sér.
2.1 1801007 - Til umsagnar 26. mál frá nefndasviði Alþingis - frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir
Sveitarstjórn tekur undir bókun / umsögn nefndarinnar um frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk.
2.2 1801008 - Til umsagnar 27. mál frá nefndasviði Alþingis - frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga
Sveitarstjórn tekur undir bókun / umsögn nefndarinnar um frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.
2.3 1801010 - Ósk um styrk vegna "Konur upp á dekk! Hagnýt fræðsla og samræðuþing um stjórnmál"
Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar.
2.4 1711026 - Aflið-Systursamtök Stígamóta - Styrkumsókn fyrir 2018
Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar.
2.5 1711027 - Saman hópurinn - Styrkbeiðni 2018
Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar.
3. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 278 - 1712004F
Fundargerð 278. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liður bera með sér.
3.1 1711039 - Kaupangur - Inga Bára Ragnarsdóttir - umsókn um stöðuleyfi fyrir aðstöðuhús
Ekki er heimilt samkv. lögum að veita stöðuleyfi nema til eins árs. Sveitarstjórn samþykkir að veita stöðuleyfi til 31. desember 2018. Þá beinir sveitarstjórn þeim tilmælum til umsækjanda að þess verði gætt að ásýnd aðstöðunnar verði umhverfinu til sóma.
3.2 1712009 - Ytri-Hóll - Ósk um heimild til að skipta íbúðarhúsi og landspildu út úr landi Ytri-Hóls
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um afgreiðslu erindisins.
3.3 1609004 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030
Gefur ekki tilefni til ályktana.
4. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 279 - 1801002F
Fundargerð 279. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liður bera með sér.
4.1 1609004 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030
Á fundinn undir þessum lið mætti Ómar Ívarsson.
Eftirfarandi var bókað:
Varðandi lið 7b. Sveitarstjórn ákveður að landnýtingu og umfangi verði ekki breytt í skipulagi að svo stöddu. Óskað verður álits óshólmanefdar áður en ákvarðanir verða teknar.
Varðandi 8d. Sveitarstjórn bætir við bókun skipulagsnefndar og samþykkir hana svohljóðandi: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fjarlægðarmörkum nýbygginga frá landmerkjum skipulagtillögu verði haldið óbreyttum í skipulagstillögu og verði 35 metrar í stað 50 áður.
Varðandi lið 12c, samþykkir sveitarstjórn eftirfarandi. Almennt er óheimilt að vera með hross í rekstri á héraðsleiðum en sveitarstjórn getur ákveðið annaðð fyrirkomulag.
Varðandi 17. lið.
Eftirfarandi tillaga var samþykkt:
"Reiðleiðin Hrafnagil / Melgerðismelar meðfram Eyjafjarðarbraut vestari flokkast sem héraðsleið. Sveitastjórn stefnir að setningu reglna um fyrirkomulag umferðar og rekstrar á reiðleiðum í Eyjafjarðarsveit. Umferðaröryggi mun vega þyngst en önnur atriði s.s. afstaða landeigenda,vilji hestamanna, landnytjar og náttúrufar ásamt fleirum atriðum verða höfð til hliðsjónar." Önnur ákvæði skipulagstillögunnar breytast til samræmis.
S.H.L samþykktr ekki tillöguna og ítrekaðar skoðun sína um að héraðsleið meðfram Eyjafjarðarbraut vestri verði breytt i stofnleið og á henni verði leifir rekstrar.
Samþykkt var eftirfarandi breyting á kafla 8.4 "Gerð er krafa um að Kröflulína 1 verði lögð í jörðu á skipulagstímabilinu, m.a. vegna flugöryggis við Akureyrarflugvöll, frá sveitarfélagsmörkum við Akureyri og til austurs upp fyrir ræktað land í Vaðlaheiði. Hugsanlegt er að slík framkvæmd verði samhliða framkvæmd við jarðstrengslögn vegna Hólasandslínu 3 (ætti að sýna sem jarðstreng á uppdrætti).Laxárlína 1 skal vera tekin niður þegar Hólasandslína 3 verður tekin í notkun."
Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir heimild Skipulagsstofnunar til að auglýsa skipulagstillögunar samkvæmt 3 málsgrein, 30 greinar laga nr. 123/2010.
4.2 1801001 - Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar - Fundargerð 1. fundar, 3. janúar 2018
Gefur ekki tilefni til ályktana þar sem skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu til næsta fundar.
4.3 1603035 - Jarðstrengur í Eyjafirði - Kynning - Hólasandslína
Gefur ekki tilefni til ályktana þar sem skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu til næsta fundar.
4.4 1709001 - Ósk um leyfi til uppbyggingar á landinu Fífilgerði land nr. 152597
Gefur ekki tilefni til ályktana þar sem skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu til næsta fundar.
4.5 1711006 - Hranastaðir - Beiðni um leyfi til að reisa hænsnahús í landi Hranastaða
Gefur ekki tilefni til ályktana þar sem skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu til næsta fundar.
4.6 1801004 - Vökuland II - Beiðni um heimild til að skipta tveimur spildum út úr Vökulandi
Gefur ekki tilefni til ályktana þar sem skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu til næsta fundar.
4.7 1608005 - Tjarnavirkjun ehf. Umsókn um heimild til deili- og aðalskipulagsbreytingar
Gefur ekki tilefni til ályktana þar sem skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu til næsta fundar.
4.8 1712012 - Öngulsstaðir 2 - Ósk um samþykki sveitarstjórnar fyrir þinglýsingu á landspildu út úr jörðinni
Gefur ekki tilefni til ályktana þar sem skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu til næsta fundar.
4.9 1712013 - Hleiðargarður - Beiðni um að lóð verði tekin út úr jörðinni Hleiðargarður
Gefur ekki tilefni til ályktana þar sem skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu til næsta fundar.
5. Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 142 - 1712003F
Fundargerð 142 fundar umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liður bera með sér.
5.1 1706030 - Áætlun til þriggja ára um refaveiðar fyrir árin 2017-2019
Gefur ekki tilefni til ályktana.
5.2 1706022 - Umhverfisverðlaun 2017
Tllaga nefndarinnar er samþykkt.
6. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 854. fundargerð - 1712002
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
7. Samband íslenskra sveitarfélaga - Samþykkt stjórnar um vernd og endurheimt votlendis - 1712003
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
8. Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar - Fundargerð 1. fundar, 3. janúar 2018 - 1801001
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
9. Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar - Fundargerð 4. fundar, 11. janúar 2018 - 1801016
Varðandi 3. lið fundargerðar er eftirfarandi bókað:
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu og að hún verði send umsagnaraðilum og kynnt almenningi og hagsmunaraðilum.
Þá vekur sveitarstjórn athygli á svari Samgöngustofu við áliti Isavia í bréfi dags 10. janúar 2010, mál 1308393.
10. Eyþing - fundargerð 301. fundar - 1712011
Fundargerð er lögð fram til kynningar.
11. Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - 1703020
Eftirfarandi tilnefningar voru samþykktar:
Umf. Samherjar, aðalmaður Oddur Hrafnkell Daníelsson, varamaður
Sólveig Lilja Einarsdóttir
Dalbjörg, aðalmaður Ísak Godsk Rögnvaldsson, varamaður: Skírnir Már Skaftason,
Hestamannafélagið Funi, aðalmaður, Hulda Siggerður Þórisdóttir, varamaður
Jakob Ernfelt Jóhannesson.
Hrafnagilsskóli, aðalmenn, Eva Líney Reykdal og Aldís Vaka Sindradóttir, varamenn,
Hinrik Örn Brynjólfsson og Gottskálk Leó Geirþrúðarson.
Fráfarandi fulltrúum ungmennaráðs eru þökkuð störf þeirra.
12. Uppgjör Brú lífeyrissjóður - 1801003
Fyrir fundinum lá uppgjör lífeyrisskuldbindinga. Uppgjörin beinast annars vegar að Eyjafjarðarsveit um 72,5 millj. og hins vegar að Tónlistarskóla Eyjafjarðar um 32,8 millj. og er hlutur Eyjafjarðarsveitar í þvi ca. 19,7 millj.
Umfjöllun um uppgjör gagnvart Eyjafjarðarsveit er frestað.
Efirfarandi bókun var samþykkt vegna uppgjörs Tónlistarskóla Eyjafjarðar:
"Brú lífeyrissjóður beinir kröfu að Tónlistarskóla Eyjafjarðar (TE) vegna uppgjör lífeyrisskuldbindinga.
Í sundurliðun uppgjörs vegna skuldbindinga og greiðslu launagreiðenda í jafnvægissjóð, lífeyrisauka og varúðarsjóð, er skuldbinding TE tæpar 33 mkr.
Rekstrarkostnaður TE hefur skipst milli aðildarsveitarfélaganna í hlutföllum sem liggja nálægt, fyrir Eyjafjarðarsveit 60%, og Hörgársveit og Grýtubakkahreppur 20% hvort sveitarfélag.
Sveitarstjórn veitir sveitarstjóra umboð til að ganga frá skuldbindingum TE fyrir þess hönd í samstarfi við samstarfssveitarfélögin sem standa að TE. Vegna þess hve skammur greiðslufrestur kröfunnar er, þykir sveitarstjórn rétt að setja fyrirvara um útreikning og réttmæti kröfunnar."
13. Handverkshátíð 2017 og skipun stjórnar fyrir 2018 - 1711033
Samþykkt að skipa: Dórótheu Jónsdóttur, Ólaf Rúnar Ólafsson og Halldóru Magnúsdóttur. Þá er óskað eftir því að Dalbjörg og UMF Samherjar skipi einn fulltrúa hvort félag í stjórnina.
Stefán Árnason gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn Handverkshátíðar. Hann hefur starfað við stjórn hátíðarinnar um langt árabil og lagt ómetanlegt lóð á vogarskálarnar. Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar þakkar Stefáni sérstaklega fyrir hans óeigingjarna framlag til hátíðarinnar gegnum árin.
14. Lóðir við Skólatröð - 1708005
Fyrir fundinum liggur yfirlýsing dags. 29. desember 2017 um riftun samnings, mótmæli auk annarra gagna.
Frá því samkomulag var gert árið 2000 og 2001 um uppbyggingu á lóðum við Skólatröð hefur lóðarhafi ekki risið undir samningsefndum. Áskoranir sveitarstjóra til lóðarhafa eru í samræmi við áherslur sveitarstjórnar um skipulag og þróun byggðar og hafa verið ræddar meðal annars á 502. fundi sveitarstjórnar 14. september 2017 og 506. fundi sveitarstjórnar 16. nóvember 2017, þar sem aðalskipulag og byggðarþróun samkvæmt því var eina efni fundanna.
Yfirlýsing sveitarstjóra um riftun er því í samræmi við umræður og stefnumörkun sveitarstjórnar í þessu máli sem sveitarstjóra er falið að fylgja eftir í umboði sveitarstjórnar. Mótmæli lóðarhafa breyta ekki afstöðu sveitarstjórnar. Sveitarstjórn staðfestir einróma fyrirliggjandi riftun og felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
15. Ferliþjónusta / ferðaþjónusta fatlaðra og aldraðra - 1705015
Sveitarstjóri gerði grein fyrir málinu svo og því að unnið sé að drögum að reglum um ferliþjónustu. Drögin verða kynnt félagsmálanefnd innan fárra vikna.
16. Kolefnisjöfnun Eyjafjarðarsveitar, stefna og markmið. - 1702004
Lagt fram vinnuskjal dr. Brynjars Skúlasonar skógerfðafræðings með tillögum að efnistökum verkefnisins.
Sveitarstjórn þakkar Brynjari fyrir tillöguna. Samþykkt að fela sveitarstjóra að semja við dr. Brynjar um að leiða áframhaldandi vinnu við verkefnið.
17. Bakkatröð - staða framkvæmda - 1801013
Lagt fram til kynningar, afgreiðslu frestað og óskað er eftir því að sveitarstjóri og byggingarfulltrúi fari yfir stöðuna sbr. mál 1510014 og leggi fyrir næsta fund.
18. Persónuvernd - kynning - 1801009
Lagt fram til kynningar.
19. Fundardagar sveitarstjórnar vor 2018 - 1801017
Fyrirliggjandi tillaga um fundardaga samþykkt.
20. Uppbygging Akureyrarflugvallar fyrir millilandaflug og flugöryggi - 1801022
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar tekur undir bókun Ferðamálafélags Eyjafjarðar og skorar á samgönguyfirvöld og þingmenn kjördæmisins að bregðast við þannig að öruggt aðflug verði tryggt að Akureyrarflugelli úr báðum áttum.
Ályktun Ferðamálafélags Eyjafjarðar er efnislega eftirfarandi:
"Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar hvetur samgönguyfirvöld þegar í stað til að koma fyrir nauðsynlegum tækjabúnaði á Akureyrarflugvelli sem tryggir öruggt aðflug að vellinum úr báðum áttum.
Í dag er ferðaþjónustan á Íslandi að þróast í tvö svæði sem stöðugt gliðnar á milli. Annars vegar "heita svæðið" Suður- og Vesturland og hins vegar "kalda svæðið" Vestfirðir, Norðurland og Austurland. Í ljósi breyttrar ferðahegðunar erlendra ferðamanna er ljóst að VNA-svæðið nær ekki til sín þeirri aukningu sem greina má á SV-svæðinu, heldur hafa gistinætur frekar dregist saman.
Til að sporna við þessu er eitt stærsta hagsmunamálið að fá inn á svæðin beint áætlunarflug frá útlöndum. Að því hefur verið unnið hér á Norðurlandi í mörg ár og því skýtur það skökku við að loksins þegar úr fer að rætast skuli samgönguyfirvöld ekki standa betur að málum og tryggja að allur nauðsynlegur búnaður sé til staðar. Það er engu líkara en þau hafi sofið á verðinum.
Við hvetjum samgönguráðherra til að bregðast við þegar í stað og tryggja að Akureyrarflugvöllur verði fullbúinn tækjum og mannvirkjum til að hægt verði að efla ferðaþjónustuna á svæðinu."
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:20