Sveitarstjórn

510. fundur 09. febrúar 2018 kl. 12:50 - 12:50 Eldri-fundur

510. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 8. febrúar 2018 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson, aðalmaður, Hólmgeir Karlsson, aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir, aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður, Stefán Árnason, ritari, Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri og Hermann Ingi Gunnarsson, varamaður.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri.

Dagskrá:

1. Framkvæmdaráð - 69 - 1801007F
Fundargerð 69. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

1.1 1101011 - Hjóla- og göngustígur milli Hrafnagilshverfis og Akureyrar
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.2 1710030 - Gámasvæði - staða og frágangur
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.3 1801031 - Bakkatröð Grundun
Sveitarstjórn telur rétt að óska eftir áliti Vegagerðarinnar m.t.t. umferðaröryggis vegna úthlutunar lóða við Eyjafjarðarbraut vestri.

1.4 1801035 - Bakkatröð - Malbikun
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.5 1712010 - Bakkatröð 11 og 21 - Jarðvegssýni nóv. 2017
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.6 1801037 - Laugarborg - Framkvæmdir í eldhúsi 2018
Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.7 1801038 - Eignasjóður - Framkvæmdaáætlun 2018
Gefur ekki tilefni til ályktana.


2. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 280 - 1801004F
Fundargerð 280. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

2.1 1801001 - Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar - Fundargerð 1. fundar, 3. janúar 2018
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.2 1603035 - Jarðstrengur í Eyjafirði - Kynning - Hólasandslína
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.3 1709001 - Ósk um leyfi til uppbyggingar á landinu Fífilgerði land nr. 152597
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.4 1711006 - Hranastaðir - Beiðni um leyfi til að reisa hænsnahús í landi Hranastaða
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn erindið.

2.5 1801004 - Vökuland II - Beiðni um heimild til að skipta tveimur spildum út úr Vökulandi
Kristín Kolbeinsdóttir lýsti sig vanhæfa og vék af fundi undir þessum lið.
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn erindið. Það er þó háð því skilirði að þinglýst verði kvöð um umferðarétt að lóðunum.

2.6 1608005 - Tjarnavirkjun ehf. Umsókn um heimild til deili- og aðalskipulagsbreytingar
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn að auglýsa skipulagstillöguna skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.7 1712012 - Öngulsstaðir 2 - Ósk um samþykki sveitarstjórnar fyrir þinglýsingu á landspildu út úr jörðinni
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn erindið.

2.8 1712013 - Hleiðargarður - Beiðni um að lóð verði tekin út úr jörðinni Hleiðargarður
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn erindið. Það er þó háð því skilirði að þinglýst verði kvöð um umferðarétt að lóðinni.

2.9 1801015 - Þverá fasteign ehf - byggingarreitur fyrir tjaldskemmu í landi Þverár
Gefur ekki tilefni til ályktana.

3. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 281 - 1802001F
Fundargerð 281 fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

3.1 1801023 - Norðurorka - Beiðni um leyfi fyrir rafstreng að vatnsgeymi ofan við Hrafnagilshverfi
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn erindið.

3.2 1801033 - Akur - umsókn um leyfi til að þinglýsa lóð sem á stendur íbúðarhús 215-8283
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn erindið. Það er þó háð því skilirði að þinglýst verði kvöð um umferðarétt að lóðinni.

3.3 1801039 - Smáralækur - Umsókn um stöðuleyfi
Gefur ekki tilefni til ályktana.

3.4 1608005 - Tjarnavirkjun ehf. Umsókn um heimild til deili- og aðalskipulagsbreytingar
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn erindið.

3.5 1608005 - Tjarnavirkjun ehf. Umsókn um heimild til deili- og aðalskipulagsbreytingar
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt og er skipulagsstjóra og sveitarstjóra er falið að veita umsögn til Skipulagsstofnunar.

3.6 1801044 - Svönulundur - Ósk um leyfi til að gera heimreið
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

3.7 1801043 - Ósk um afstöðu sveitarstjórnar í húsamálum Holtsels
Sveitarstjórn tekur undir bókun skipulagsnefndar.

3.8 1801045 - Svönulundur - Ósk um byggingarreit
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

4. Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - 2 - 1801005F
Fudargerð ungmennaráðs er tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

4.1 1801006 - Til umsagnar 40. mál frá nefndasviði Alþingis
Sveitarstjórn tekur undir álit ungmennaráðs.

4.2 1801030 - Landsþing ungmennahúsa 2018
Gefur ekki tilefni til ályktana.

5. Byggingarnefnd Eyjafjarðarsvæðis - Fundargerð 108 - 1801027
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

6. Menningarmálanefnd - skipti á aðal- og varamanni í nefndinni - 1801028
Samúel Jóhannsson óskar eftir lausn frá setu sem aðalmaður í menningarmálanefnd. Erindið er samþykkt og tekur Samúel sæti sem varamaður í nefndinni. Samþykkt að Sigríður Rósa Sigurðardóttir taki sæti Samúels sem aðalmaður í menningarmálanefnd.

7. Uppgjör Brú lífeyrissjóður - 1801003
Afgreiðslu frestað.

8. Bakkatröð - staða framkvæmda - 1801013
Sveitarstjórn samþykkir að láta taka jarðvegssýni úr byggingarsvæði vestan Bakkatraðar við Eyjafjarðarbraut. Einnig verði tekin sýni úr landspildu sveitarfélagsins sem keypt var úr landi Grísarár.

9. AFE kynnisferð til Aqua future í Brönnöysund Noregi - 1802002
Sveitarfélagið lýsir yfir áhuga á að senda fulltrúa í ferðina.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45

Getum við bætt efni síðunnar?