Sveitarstjórn

512. fundur 05. mars 2018 kl. 10:38 - 10:38 Eldri-fundur

512. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 1. mars 2018 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson, aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir, aðalmaður, Hólmgeir Karlsson, aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir, aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður, Þór Hauksson Reykdal, varamaður og Stefán Árnason, ritari.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri.

Dagskrá:

1. Framkvæmdaráð - 70 - 1802006F
Fundargerð 70. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
Fundargerð 70. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

1.1 1801013 - Bakkatröð - staða framkvæmda
Lagt fram til kynningar.

1.2 1801038 - Eignasjóður - Framkvæmdaáætlun 2018
Gefur ekki tilefni til ályktana.


2. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 282 - 1802004F
Fundargerð 282. fundar skipulagsnefndar tekið til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
Fundargerð 282. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

2.1 1802004 - Akvafuture - Tillaga að matsáætlun fyrir allt að 20.000 tonna eldi í lokuðum sjókvíum í Eyjafirði
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og felur sveitarstjóra að ganga frá umsögn í samræmi við bókun nefndarinnar.

2.2 1802013 - Ólafíugarður - Ósk um nafn á lóð B 1, Hólshúsum, fastanr. 233-8749
Sveitarstjórn samþykkir erindið.

2.3 1802014 - Háaborg - Ósk um leyfi til að taka lóð undan jörðinni
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um afgreiðslu.

2.4 1802015 - Háagerði - Ósk um byggingarleyfi fyrir geymsluskemmu
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um afgreiðslu.

2.5 1801039 - Smáralækur - Umsókn um stöðuleyfi
Gefur ekki tilefni til ályktana.


3. Eyþing - fundargerð 302. fundar - 1802006
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

4. Fallorka ehf. - Beiðni um einfalda ábyrgð á láni frá Lánasjóði sveitarfélaga - 1802005
Fyrir er tekið erindi frá Fallorku, dótturfélags Norðurorku, þar sem óskað er eftir ábyrgð sveitarfélagsins á lán frá Lánasjóði Sveitarfélaga vegna uppbyggingar vatnsaflsvirkjunar og framleiðslu sem mun verða veitt inn á dreifikerfi Norðurorku. Með því eykst framboð raforku í landshlutanum og bætir svigrúm til að mæta almennt eftirspurn eftir raforku. Óskað er eftir hlutfallslegri ábyrgð sveitarfélagsins eftir eignarhluta þess í NO. NO er opinbert fyrirtæki, 100% í eigu sveitarfélaga.

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Fallorku ehf. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 650.000.000, með lokagjalddaga þann 5. desember 2032, í samræmi við skilmála að lánssamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánssamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Fallorka ehf. er 100% í eigu Norðurorku hf. Eignarhlutur Eyjafjarðarsveitar í Norðurorku hf. er 0,12% og er hlutdeild sveitarfélagsins í þessari ábyrgð því kr. 780.000, sjöhundruð og áttatíu þúsund.

Lánið er tekið til byggingar nýrrar 3,3 MW vatnsaflsvirkjunar í Glerá ofan Akureyrar, verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Andra Teitssyni kt. 241266-3709, framkvæmdastjóra Fallorku ehf., veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Eyjafjarðarsveitar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns. Þó skal tilkynning um vanefndir, sbr. 5. gr. lánssamnings send sveitarfélaginu beint og milliliðalaust.

5. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti - Þörf fyrir þriggja fasa rafmagn. Starfshópur um raforkuflutning í dreifbýli - 1802010
Lagt fram til kynningar, afgreiðslu frestað.

6. Sís - Ráðstefna um norrænt samstarf í menningarmálum í Malmö 8.-9. maí nk. - 1801036
Samþykkt að veita styrk til ferðarinnar fyrir flugi og gistingu allt að kr. 130.000.-

7. Samgönguáætlun 2018 Eyjafjarðarsveit - 1802011
Lagt fram til kynningar.

8. Fyrirkomulag heimaþjónustu og félagsleg málefni - 1801029
Langt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:25

Getum við bætt efni síðunnar?