513. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 22. mars 2018 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Jón Stefánsson, aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir, aðalmaður, Hólmgeir Karlsson, aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir, aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður, Stefán Árnason, ritari og Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri.
Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá fundargerð 71. fundar framkvæmdaráð. Var það samþykkt og verður hún 4. liður dagskrár. Aðrir liðir dagskrár breytast í samræmi við það.
Dagskrá:
1. Íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar - 184 - 1802007F
Fundargerð íþrótta- tómstundanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 1802003 - Ársskýrsla Íþróttamiðstöðvar Eyjafjarðarsveitar
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.2 1712001 - Sjálfsbjörg - Sundlaugar okkar ALLRA! Úttekt á sundlaug Eyjafjarðarsveitar
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.3 1802017 - Íþrótta- og tómstundastyrkur 2018
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.4 1802016 - Kvennahlaup 2018
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 283 - 1803003F
Fundargerð 283. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 1803003 - Syðri-Varðgjá ehf. - Beiðni um að taka landspildu úr jörðinni
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um afgreiðslu. Fyrir liggur ósk um nafnið Kotra á spilduna og er það samþykkt.
2.2 1803005 - Þórustaðir II - Ósk um bráðabirgðastöðuleyfi fyrir íbúðarhús
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.3 1803006 - Þórustaðir II - Ósk um heimild til stækkunar á núverandi kartöfluvinnslu
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um afgreiðslur og verður erindið því sett í grenndarkynningu.
2.4 1803007 - Vatnsendi - Beiðni um afmarkaðar lóðir í landi Vatnsenda
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um afgreiðslu.
2.5 1709001 - Ósk um leyfi til uppbyggingar á landinu Fífilgerði land nr. 152597
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.6 1608005 - Tjarnavirkjun ehf. Umsókn um heimild til deili- og aðalskipulagsbreytingar
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.7 1803011 - Dvergsstaðir, ósk um landskipti
Hólmgeir Karlsson lýsti sig vanhæfan og vék af fundi undir þessum lið.
Sveitarstjórn samþykkir erindið enda liggur fyrir ósk frá eiganda Dvergsstaða um að spildan fái nafnið Silfurmelar.
3. Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 240 - 1803002F
Fundargerð 240. fundar skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 1610005 - Skipurit skólamála Eyjafjarðarsveitar
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.2 1801018 - Innleiðing grunnskóla í kjölfar álits Persónuverndar í Mentor máli
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.3 1803012 - Hrafnagilsskóli - Skóladagatal 2018-2019
Afgreiðsla skólanefndar samþykkt.
3.4 1803014 - Leikskólinn Krummakot - Skóladagatal 2018-2019
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.5 1803015 - Umfjöllun um samræmd próf 9. bekkjar
Gefur ekki tilefni til ályktana.
4. Framkvæmdaráð - 71 - 1803001F
Fundargerð 71. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
4.1 1801013 - Bakkatröð - staða framkvæmda
Afgreiðsla framkvæmdaráðs samþykkt.
4.2 1801038 - Eignasjóður - Framkvæmdaáætlun 2018
Afgreiðsla framkvæmdaráðs samþykkt.
4.3 1803008 - Fráveita Hrafnagilshverfi
Gefur ekki til ályktunar.
5. Eyþing - fundargerð 303. fundar - 1803001
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
6. UMSE - Ósk um styrk vegna 79. ársþings UMSE - 1803002
Samþykkt að veita styrk kr. 200.000.- og verður honum mætt með því að lækka eigið fé.
7. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti - Þörf fyrir þriggja fasa rafmagn. Starfshópur um raforkuflutning í dreifbýli - 1802010
Sveitarstjóra falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.
8. Norðurorka - Aðalfundur 2018 - 1803004
Lagt fram til kynningar. Samþykkt að Jón Stefánnson fari með umboð Eyjafjarðarsveitar á fundinum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:25