Sveitarstjórn

514. fundur 13. apríl 2018 kl. 08:53 - 08:53 Eldri-fundur

514. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 12. apríl 2018 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson, aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir, aðalmaður, Hólmgeir Karlsson, aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir, aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson, aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður og Stefán Árnason, ritari.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri.

Dagskrá:

1. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 284 - 1803005F
Fundargerð 284. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

1.1 1709001 - Ósk um leyfi til uppbyggingar á landinu Fífilgerði land nr. 152597
Þar sem leyfi landeiganda vegstæðis liggur nú fyrir þá samþykkir sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi verði gefið út.

1.2 1803005 - Þórustaðir II - Ósk um bráðabirgðastöðuleyfi fyrir íbúðarhús
Að tillögi skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn að setja erindið í grenndarkynningu.

1.3 1608005 - Tjarnavirkjun ehf. Umsókn um heimild til deili- og aðalskipulagsbreytingar
Gefur ekki tilefni til ályktana.


2. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 285 - 1804002F
Fundargerð 285. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

2.1 1608005 - Tjarnavirkjun ehf. Umsókn um heimild til deili- og aðalskipulagsbreytingar
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn að auglýsa svo breytta skipulagstillögu skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

2.2 1804001 - Svertingsstaðir - Ósk um leyfi fyrir stækkun á byggingarreit við fjós
Sveitarstjórn samþykkir erindið

2.3 1803013 - Íslandsbærinn - Óskað umsagnar Eyjafjarðarsveitar
Sveitarstjórn samþykkir erindið

2.4 1609004 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.


3. Framkvæmdaráð - 72 - 1804004F
Fundargerð 72. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

3.1 1803017 - Handraðinn - Stofa gamla húsmæðraskólans að Laugalandi og munir hans
Afgreiðsla framkvæmdaráðs samþykkt.

3.2 1801038 - Eignasjóður - Framkvæmdaáætlun 2018
Afgreiðsla framkvæmdaráðs samþykkt.


4. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 858. fundar - 1804002
Fundargerðin er lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn óskar eftir frekari upplýsingum um 7. lið.

5. Norðurorka - fundargerð 219. fundar - 1803020
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

6. Eyþing - fundargerð 304. fundar - 1803019
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

7. Skýrsla flugklasans Air 66N 20. okt. 2017-20. mars. 2018 - 1804005
Lagt fram til kynningar.

8. Kolefnisjöfnun Eyjafjarðarsveitar, stefna og markmið. - 1702004
Lagt fram til kynningar

9. Kári Erik Halldórsson - Umsókn um byggingu á sumarhúsi í landi Guðrúnarstaða - 1611040
Fyrir liggur umsókn Kára Halldórssonar um byggingu á sumarhúsi í landi Guðrúnarstaða. Sveitarstjórn taldi á 497. fundi sínum ekki forsendur til að samþykkja umsókn þar sem ekki lá fyrir heimild ráðherra til undanþágu. Umsækjandi hefur nú lagt fram heimild ráðherra til undanþágu frá fjarlægðar mörkum. Með vísan til þess og annarra gagna málsins er erindið samþykkt.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:55

Getum við bætt efni síðunnar?