Sveitarstjórn

515. fundur 04. maí 2018 kl. 08:29 - 08:29 Eldri-fundur

515. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 3. maí 2018 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson, aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir, aðalmaður, Hólmgeir Karlsson, aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir, aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson, aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður, Stefán Árnason, ritari og Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri.

Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá að veita sveitarstjóra umboð til að leggja fram kjörskrá og var það samþykkt og verður það 8. liður dagskrár.
Dagskrá:

1. Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar 2017, fyrri umræða - 1804022
Á fundinn mætti Arnar Árnason, endurskoðandi frá KPMG og fór yfir reikninginn. Reikningnum er vísað til síðari umræðu.

2. Íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar - 185 - 1804008F
Fundargerð íþrótta- og t omstundanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

2.1 1803016 - Staða forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.2 1804012 - Ungmennafélagið Samherjar - Árskýrsla 2017
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.3 1802016 - Kvennahlaup 2018
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.4 1802017 - Íþrótta- og tómstundastyrkur 2018
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.5 1804010 - Hrókurinn - Styrkbeiðni v/20 ára afm. Hróksins, heimsóknir í öll sveitarfélög á Íslandi
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.


3. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 286 - 1804005F
Fundargerð 286. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

3.1 1609004 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030
Gefur ekki tilefni til ályktana.

3.2 1801045 - Svönulundur - Ósk um byggingarreit
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.


4. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 287 - 1804010F
Fundargerð 287. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

4.1 1804006 - Leifsstaðir - Umsókn um uppsetningu og rekstur þjónustu
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.

4.2 1603035 - Jarðstrengur í Eyjafirði - Kynning - Hólasandslína
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

4.3 1804017 - Silva hráfæði ehf. - Umsókn um rekstrarleyfi fyrir íbúðagistingu með veitingaleyfi án vínveitinga
Kristín Kolbeinsdóttir lýsti sig vanhæfa og vék af fundi.
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn erindið.

4.4 1804019 - Umsókn um malarnám við Torfur, 2018
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn erindið.

4.5 1804020 - Syðri-Varðgjá ehf. - Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn að setja erindið í grenndarkynningu.

4.6 1609004 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn að auglýsa tillögu að Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eins og hún er afgreidd úr nefndinni.

4.7 1804025 - Tillaga um að sveitarstjórn taki ákvörðun um heimild til efnistöku fyrir eigin landi á efnistökusvæði E27A
Sveitarstjórn samþykkir efnistöku í samræmi við afgeiðslu skipulagsnefndar.

4.8 1804018 - Svertingsstaðir - Ósk um leyfi fyrir byggingarreit fyrir geldneytahús
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn að setja erindið í grenndarkynningu


5. Styrkur til framboða sem bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum 2018 - 1805001
Sveitarstjórn samþykkir að veita styrki til löglegra framboða í Eyjafjarðarsveit vegna næstu sveitarstjórnarkosninga, kr. 150.000 á hvert framboð.
Einnig fá framboðslistarnir Félagsborg endurgjaldslaust og Laugarborg endurgjaldslaust fyrir einn íbúafund til kynningar á sínum málefnum.
Áætluð kostnaði kr. 400.000.- verði mætt með lækkun á handbæru fé.

6. Persónuvernd - kynning og innleiðing - 1801009
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu verkefnisins sem fyrirsjánlega hefur kostnað í för með sér. Ákvörðun um greiðslu kostnaðar verður tekin fyrir þegar áætlun liggur fyrir.

8. Framlagning kjörskrár vegna sveitarstjórnakosninga 26. maí 2018 - 1805002
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra að semja kjörskrá. Jafnframt er sveitarstjóra veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir og gera nauðsynlegar leiðréttingar á grundvelli athugasemda varðandi kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018, í samræmi við 10. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna.

7. Mannvirkjastofnun - Úttekt á Slökkviliði Akureyrar 2017 - 1804013
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10

Getum við bætt efni síðunnar?