Sveitarstjórn

516. fundur 15. júní 2018 kl. 13:49 - 13:49 Eldri-fundur

516. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn á Þeistareykjum, 18. maí 2018 og hófst hann kl. 16:00.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson, aðalmaður, Jóhanna Dögg Stefánsdóttir, aðalmaður, Hólmgeir Karlsson, aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir, aðalmaður, Elmar Sigurgeirsson, aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir, aðalmaður, Sigurlaug Hanna Leifsdóttir, aðalmaður, Stefán Árnason, ritari og Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri.

Í upphafi fundar leitaði oddviti afbrigða til að taka á dagskrá styrkveitingu til samgönguminjasafnsins á Ystafelli. Var það samþykkt og verður erindið 7. liður á dagskrá.
Dagskrá:

1. Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 241 - 1804012F
Fundargerð 241. fundar skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

1.1 1804016 - Skólanámskrá leikskólans Krummakots, 2018
Afgreiðsla skólanefndar er samþykkt.

1.2 1610005 - Skipurit skólamála Eyjafjarðarsveitar
Afgreiðsla skólanefndar er samþykkt.

1.3 1803014 - Leikskólinn Krummakot - Skóladagatal 2018-2019
Afgreiðsla skólanefndar er samþykkt.

1.4 1804026 - Gjaldskrá leikskóla
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skólanefndar um afgreiðslu.


2. Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 143 - 1804011F
Fundargerð 143. fundar umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

2.1 1804007 - Umhverfisverðlaun 2017
Umhverfisverðlaun 2017 hlutu: Ábúendur í Villingadal fyrir fallegt umhverfi. Rannveig Guðnadóttir og Snorri R. Kristinsson eigendur Brúnahlíðar 8 fyrir fallegan og vel hirtan garð. Páll Snorrason fyrir lofsvert starf á sviði skógræktar.
Sveitarstjórn óskar verðlaunahöfum til hamingju og þakkar þeim þeirra framlag til umhverfismála.

2.2 1804021 - Skógarafurðir ehf. óska eftir samstarfi við sveitarfélög um land allt
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.3 1804008 - Framkvæmd refaveiða 2018
Gefur ekki tilefni til ályktana.


3. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 288 - 1805001F
Fundargerð 288. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

3.1 1805003 - Kotra - Vegtenging, fyrstu 50m
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um afgreiðslu og setur málið í grenndarkynningu þegar fyrir liggur að skilyrði skipulagsnefndar hafi verið uppfyllt.

3.2 1705021 - Umhverfisstofnun - Gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir fólkvanginn í Glerárdal
Gefur ekki tilefni til ályktana.

3.3 1609004 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030
Gefur ekki tilefni til ályktana.

3.4 1706026 - Espigerði - Breytingartillaga á deiliskipulagi
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um afgreiðslu.

3.5 1803006 - Þórustaðir II - Ósk um heimild til stækkunar á núverandi kartöfluvinnslu
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um afgreiðslu.

3.6 1801045 - Svönulundur - Ósk um byggingarreit
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um afgreiðslu.


4. Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar 2017, síðari umræða - 1804022
Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2017 tekin til síðari umræðu og samþykktur samhljóða.
Heildartekjur A og B hluta voru 1,016 m. kr., sem er um 3,9% hækkun frá fyrra ári, heildarútgjöld án fjármagnsliða, voru 948,6 m.kr en það er um 9,7% hækkun frá fyrra ári. Rekstrarniðurstaða A og B hluta fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 35,2 m.kr.
Ekki voru tekin ný lán á árinu 2017 en eldri lán voru greidd niður um 15,8 m.kr. Heildar skuldir og skuldbingar í árslok 2017 voru kr. 284 m.kr. og er skuldahlutfallið 28,3%. Skuldaviðmið er 15,6% en leyfilegt hámark er 150%. Fjárfestingar ársins námu 41,6 m.kr. Stærri viðhaldsverkefni (markað viðhald) var kr. 22,3 millj.

5. Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018 - 1805010
Kjörskrá vegna kosningar til sveitarstjórnar 26. maí 2018 lögð fram og staðfest.

6. Jarðstrengur í Eyjafirði - Kynning - Hólasandslína - 1603035
Skoðunarferð

7. Samgönguminjasafnið Ystafelli - 1805012
Tillaga um að veita Samgönguminjasafninu á Ystafell styrk kr. 250.000.- er samþykkt samhljóða. Styrkveitingunni verður mætt með lækkun á handbæru fé.

Í lok fundar þakkaði oddviti fráfarandi sveitarstjórn fyrir góða samvinnu á kjörtímabilinu. Undir það tóku aðrir sveitarstjórnarmenn.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:50

Getum við bætt efni síðunnar?