518. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 28. júní 2018 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Jón Stefánsson, aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir, aðalmaður, Linda Margrét Sigurðardóttir, aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson, aðalmaður, Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, aðalmaður, Eiður Jónsson, 1. varamaður, Kristín Kolbeinsdóttir, 2. varamaður og Ólafur Rúnar Ólafsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Ólafur Rúnar Ólafsson Sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 289 - 1806002F
Fundargerð 289. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 1806023 - Kosning varaformanns og ritara,
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
1.2 1806012 - Ingvi Stefánsson - Svínahús á Melgerðismelum
Jón Stefánsson vék af fundi undir þessum lið.
Sveitarstjórn tekur undir með skipulagsnefnd að vert sé að fela skipulagsstjóra að rýna erindi málshefjanda betur, afla sjónarmiða hagsmunaaðila og greina hvort mögulegt er að vinna málið áfram, eftir atvikum, með því að breyta skipulagi.
1.3 1802015 - Háagerði - Ósk um byggingarleyfi fyrir geymsluskemmu
Sveitarsjórn er sammála niðurstöðu skipulagsnefndar í einstökum liðum og samþykkir umsókn málshefjanda, með þeirra athugasemd að heimild verði veitt til að reisa umbeðið mannvirki, enda færi umsækjandi byggingarreit til samræmis við reglur um fjarlægðarmörk, samanber afgreiðslu nefndarinnar í lið 1 a. (50 m frá landamerkjum).
1.4 1608005 - Tjarnavirkjun ehf. Umsókn um heimild til deili- og aðalskipulagsbreytingar
Sveitarsjórn er sammála niðurstöðu skipulagsnefndar í einstökum liðum og samþykkir afgreiðslu nefndarinnar.
1.5 1806015 - Kristnes - Ósk um leyfi fyrir byggingarreit
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar.
1.6 1806018 - Klauf - Ósk um staðfestingu á vegtengingu við Litla-Hamar 2
Hermann Ingi Gunnarsson vék af fundi undir þessum lið.
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar.
1.7 1806020 - Leifsstaðabrúnir 15 - Umsókn um uppsetningu og rekstur gistiþjónustu í landi Leifsstaða
Sveitarstjórn samþykktir afgreiðslu nefndarinnar.
1.8 1806019 - Sýslum. á Norðurl.eystra óskar eftir umsögn vegna Iceland Yurt ehf. - Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar
Sveitarstjórn samþykktir afgreiðslu nefndarinnar.
1.9 1806021 - Umsókn um stofnun lögbýlis, Kotra
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar.
2. Ráðning sveitarstjóra Eyjafjarðarsvar. - 1806010
Oddviti gerir tillögu um að staða sveitarstjóra Eyjafjarðasveitar verði auglýst laus til umsóknar. Efnisatriði auglýsingar verði í samræmi við umræður á fundinum.
Þar sem Ólafur Rúnar Ólafsson lýkur formlega starfi sveitarstjóra 30. júní nk. samþykkir sveitarstjórn að fela Jóni Stefánssyni oddvita og Stefáni Árnasyni skrifstofustjóra að annast verkefni sveitarstjóra. Oddviti fari með umboð sveitarstjóra, sæki fundi og undirriti bréf og sinni tilfallandi verkefnum þar til nýr sveitarstjóri kemur til starfa.
Jafnframt er samþykkt að oddvita verði greidd hæfileg þóknun fyrir þessi störf sín í samræmi við umfang þeirra.
3. Hjóla- og göngustígur milli Hrafnagilshverfis og Akureyrar - 1101011
Sveitarstjóri og oddviti lýsa stöðu málsins.
Sveitarstjórn samþykkir að veita sveitarstjóra umboð til að vinna verkið áfram og bjóða verkið út.
4. Persónuvernd - kynning og innleiðing - 1801009
Rædd er tillaga um að ráðinn verði sameiginlegur persónuverndarfulltrúi sem jafnframt yrði starfsmaður embættis Skipulags- og byggingafulltrúa Eyjafjarðar. Þannig yrði um að ræða samstarf fjögurra sveitarfélaga.
Samþykkt að vinna áfram að málinu á þessum grunni, enda verði það sameiginleg niðurstaða sveitarfélaganna að áformin séu hagfelld fyrir alla aðila.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:43