Sveitarstjórn

519. fundur 17. ágúst 2018 kl. 08:48 - 08:48 Eldri-fundur

519. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 16. ágúst 2018 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson, aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir, aðalmaður, Linda Margrét Sigurðardóttir, aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson, aðalmaður, Sigríður Bjarnadóttir, aðalmaður, Kristín Kolbeinsdóttir, 2. varamaður, Stefán Árnason, ritari og Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, aðalmaður.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri.

Dagskrá:

1. Fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar - 35 - 1807001F
Fundargerð 35 fundar fjallskilanefndar tekin fyrir og afgreidd eins og einstakir liðir bera með sér.

1.1 1807018 - Gangnadagar 2018
Afgreiðsla fjallskilanefndar samþykkt.

2. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 290 - 1808001F
Fundargerð 290. fundar skipulagsnefndar tekin fyrir eins og einstakir liðir bera með sér.

2.1 1807011 - Leifsstaðabrúnir 9 - Óskað eftir leyfi fyrir fastri búsetu
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

2.2 1808001 - Umsókn um nafn á hús.
Halldóra Magnúsdóttir lýsti sig vænhæfa og vék af fundi undir þessum lið.

Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

2.3 1608005 - Tjarnavirkjun ehf. Umsókn um heimild til deili- og aðalskipulagsbreytingar
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

2.4 1609004 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.5 1806012 - Ingvi Stefánsson - Svínahús á Melgerðismelum
Jón Stefánsson lýsti sig vanhæfan undir þessum lið og vék af fundi.

Afgreiðsla skipulagsnefndar gefur ekki tilefni til ályktana.

2.6 1808002 - Kotra/Hjörleifur Árnason - Umsókn um stöðuleyfi
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

2.7 1808003 - Kotra/Pétur Karlsson - Umsókn um stöðuleyfi
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

3. Eyþing - fundargerð 306. fundar - 1807001
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

5. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 861. fundar - 1807006
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

6. Norðurorka - fundargerð 222. fundar - 1806027
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

7. Norðurorka - fundargerð 223. fundar - 1808005
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

4. Stjórn skipulags- og byggingarfulltrúaembættis Eyjafjarðar bs. - Fundargerð 5. júlí 2018 - 1807015
Fundargerðin er lögð fram til kynningar. Ársreikningur 2017 er samþykktur.

8. Vegamál í Eyjafjarðarsveit, tillaga að erindi til samgönguráðs og samgönguráðherra - 1808009
Fyrir fundinum lágu drög að erindi til samgönguráðs og samgönguráðherra um vegamál í Eyjafjarðarsveit. Samþykkt að senda fyrirliggjandi erindi til samgönguráðs og samgönguráðherra.

9. Beiðni um einfalda ábyrgð láns Norðurorku ehf hjá Lánasjóði sveitarfélaga - 1807020
Eyjafjarðarsveit samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Norðurorku hf. hjá Lánasjóði sveitarfélaga með útgreiðslufjárhæð allt að kr. 2.600.000.000, með lokagjalddaga þann 15. nóvember 2055, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir. Eignarhlutur Eyjafjarðarsveitar í Norðurorku hf. er 0,1181% og er hlutdeild sveitarfélagsins í þessari ábyrgð því kr. 3.070.881,-

Er lánið tekið til endurfjármögnun eldri skulda vegna fráveitu sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Jóni Stefánssyni kt. 120260-xxxx, oddvita Eyjafjarðarsveit veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Eyjafjarðarsveitar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

12. Ráðning sveitarstjóra Eyjafjarðarsvar. - 1806010
Fyrir fundinum lá tillaga um að ráða Finn Yngva Kristinsson kt. 280279-xxxx í starf sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar frá 1. september n.k. í stað Ólafs Rúnars Ólafssonar sem óskað ekki eftir endurráðningu.
Tillagan var samþykkt með 4 atkvæðum.
Fulltrúar K-listans sátu hjá við þessa afgreiðslu þar sem þeir telja aðra umsækjendur hæfari í þessa stöðu,

Finnur Yngvi er boðinn velkominn til starfa í Eyjafjarðarsveit.

10. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - Fundur með þverpólitískri nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu - 1807002
Lagt fram til kynningar.

11. Markaðsstofa Norðurlands - DMP, áfangastaðaáætlun Norðurlands - 1807005
Lagt fram til kynningar. Samþykkt að vísa erindinu til landbúnaðar- og atvinnumálanefndar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:15

Getum við bætt efni síðunnar?