Sveitarstjórn

520. fundur 07. september 2018 kl. 08:59 - 08:59 Eldri-fundur

520. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 6. september 2018 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson, aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir, aðalmaður, Linda Margrét Sigurðardóttir, aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson, aðalmaður, Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, aðalmaður, Sigríður Bjarnadóttir, aðalmaður, Eiður Jónsson, 1. varamaður, Stefán Árnason, ritari og Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri.

Í upphafi fundar bauð oddviti Finn Yngva Kristinsson nýráðin sveitarstjóra velkominn til starfa.


Dagskrá:

1. Framkvæmdaráð - 73 - 1808004F
Fundargerð 73. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 1808011 - Staða framkvæmda 2018
Afgreiðsla framkvæmdaráðs er samþykkt.


2. Fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar - 36 - 1808002F
Fundargerð 36. fundar fjallskilanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 1808008 - Fjallskil 2018
Gefur ekki tilefni til ályktana.


3. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 291 - 1808005F
Fundargerð 291. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 1609004 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögur skipulagsnefndar um afgreiðslu einstakra athugasemda.


4. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 292 - 1808007F
Fundargerð 292. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
4.1 1609004 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögur skipulagsnefndar um afgreiðslu einstakra athugasemda.
Þá samþykkir sveitarstjórn að merking Tjarnavirkjunar (iðnaðarsvæðis I8) á aðalskipulagsuppdrætti skuli samræmd við merkingu virkjunarinnar á uppdrætti eldra skipulags.


5. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 293 - 1808009F
Fundargerð 293. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
5.1 1808007 - Hólsgerði - Ósk um breytingar á aðalskipulagi í landi Hólsgerðis
Gefur ekki tilefni til ályktana.
Sigríður Bjarmadóttir vék af fundi vegna vanhæfi meðan fjallað var um þennan lið.
5.2 1711002 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningar heimreiðar að heilsárshúsi í landi Eyrarlands
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt. Jón Stefánsson vék af fundi vegna vanhæfi meðan fjallað var um þennan lið.
5.3 1806020 - Leifsstaðabrúnir 15 - Umsókn um uppsetningu og rekstur gistiþjónustu í landi Leifsstaða
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar og mun framkvæmdaleyfi verði gefið út í samræmi við ofangreinda afgreiðslu nefndarinnar.
5.4 1706026 - Espigerði - Breytingartillaga á deiliskipulagi
Sveiarstjórn samþykktir tillögu skipulagsnefndar um afgreiðslu erindisins.


6. Norðurorka - fundargerð 224. fundar - 1808014
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

7. Eyþing - fundargerð 307. fundar - 1808022
Fundargerðin er lögð fram til kynningar. Sveitastjórn óskar eftir að fá umrædda skýrslu.

8. Eyþing - Tillaga um fjölgun fulltrúa í stjórn Eyþings - 1809001
Eyjafjarðarsveit stiður framkomna tillögu um fjölgun stjórnarmanna í stjórn Eyþings.

9. Skipan í nefndir, ráð og stjórnir 2018 - 2022, skv. samþykktum um stjórn og fundarsköp Eyjafjarðarsveitar. - 1806007
Skólanefnd:
Eftir var að skipa 2. varamann fyrir K-lista í skólanefnd. Samþykkt að 2. varamaður K-lista verði Ólafur Stefánsson.

Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd:
Steinar Ingi Gunnarsson 2. varamaður K-lista í landbúnaðar- og atvinnumálanefnd hefur flutt úr sveitarfélaginu. Samþykkt að skipa Ragnar Jónsson í hans stað.

Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar:
Samþykkt að skipa Lindu Margréti Sigurðardóttur sem varamann í Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar


Stjórn Skipulag- og byggingarfulltrúaembættis:
Aðalmaður Finnur Yngvi kristinsson
Varamaður Jón Stefánsson

10. Erindisbréf - Framkvæmdaráð - 1808017
Erindisbréfið er lagt fram til fyrri umræðu. Samþykkt að vísa því til síðari umræðu.

11. Erindisbréf - Menningarmálanefnd - 1808018
Erindisbréfið er lagt fram til fyrri umræðu. Samþykkt að vísa því til síðari umræðu.

12. Mál frá K-listanum 4. september 2018 - 1809002
Lagt fram minnisblað vegna fyrirspurnar frá fulltrúum K-listans.
Mál 1. Fyrir lá minnisblað frá skrifstofustjóra um málið að öðru leiti er því vísað til félagsmálanefndar.
Máli 2 og 3 er vísað til framkvæmdaráðs.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:15

Getum við bætt efni síðunnar?