Sveitarstjórn

522. fundur 22. október 2018 kl. 09:33 - 09:33 Eldri-fundur

522. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 18. október 2018 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson, aðalmaður, Halldóra Magnúsdóttir, aðalmaður, Hermann Ingi Gunnarsson, aðalmaður, Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, aðalmaður, Sigurður Ingi Friðleifsson, aðalmaður, Sigríður Bjarnadóttir, aðalmaður, Rósa Margrét Húnadóttir, 1. varamaður, Stefán Árnason, ritari og Finnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri.

Í upphafi fundar leitaði oddviti afbrigða til að taka á dagskrá 3 mál.
1. Skipan fulltrúa í fulltrúaráð Eyþings. Var það samþykkt og verður 14. liður dagskrár.
2. Skipun varamanns í verkefnaráð Hólasandslínu. Var það samþykkt og verður 15. liður dagskrár.
3. Eyþing, aukaframlag. Var það samþykkt og verður 16. liður dagskrár.
4. Skipan í fulltrúa Eyjafjarðarsveitar í Óshólmanefnd. Var það samþykkt og verður 17. liður dagskrár.
Dagskrá:

1. Persónuvernd - kynning og innleiðing - 1801009
Á fundinn mætti Þorgeir Rúnar Finnsson, persónuverndarfulltrúi Eyjafjarðarsveitar og kynnti sig, sitt starf og helstu atriði hvað varðar persónuvernd og persónuverndarlög.

2. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 295 - 1810001F
Fundargerð 295. fundar skipulagsnefndar tekin fyrir og afgreidd eins og einstakir liðir bera með sér.

2.1 1805006 - Sýslum. á Norðurl.eystra óskar eftir umsögn vegna Silva hráfæði ehf. - Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar
Erindið er samþykkt.

2.2 1608005 - Tjarnavirkjun ehf. Umsókn um heimild til deili- og aðalskipulagsbreytingar
Sigríður Bjarnadóttir lýsti sig vanhæfa og vék af fundi undir þessum lið.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um afgreiðslu erindisins og samþykkir að gefið sé út framkvæmdaleyfi, enda liggi fyrir staðfesting á samningi framkvæmdaaðila við alla hlutaðeigandi landeigendur og auglýsing deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda.

2.3 1607013 - 33 kV háspennustrengslögn, Rangárvellir - Hólsvirkjun, Fnjóskárdal. Lagnaleiðir.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.4 1706026 - Espigerði - Breytingartillaga á deiliskipulagi
Sveitarstjórn samþykkir erindið.

2.5 1609004 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030
Sveitarstjórn samþykkir erindið og bókun skipulagsnefndar.

2.6 1810018 - Arnarholt deiliskipulag
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.7 1809030 - Umferðamál
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.8 1711002 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningar heimreiðar að heilsárshúsi í landi Eyrarlands
Gefur ekki tilefni til ályktana.


3. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 863. fundar - 1810015
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

4. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 864. fundar - 1810025
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

5. Eyþing - fundargerð 310. fundar - 1810017
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

6. Eyþing - fundargerð 311. fundar - 1810026
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

7. Skýrsla Flugklasans Air 66N 21. mars - 7. okt. 2018 - 1810019
Skýrslan er lögð fram til kynningar.

8. Erindisbréf - Umhverfisnefnd - 1808020
Erindisbréf er lagt fram til fyrri umræðu. Samþykkt að vísa því til síðari umræðu.

9. Erindisbréf - Fjallskilanefnd - 1808016
Erindisbréf er lagt fram til fyrri umræðu. Samþykkt að vísa því til síðari umræðu.

10. Beiðni um tímabundið leyfi frá störfum í sveitarstjórn. - 1810022
Fyrir lá erindi frá Lindu Margréti Sigurðardóttur, þar sem hún óskar eftir tímabundnu leyfi frá störfum í sveitarstjórn. Var það samþykkt og tekur Rósa Margrét Húnadóttir sæti Lindu Margrétar í sveitarstjórn á meðan hún er í leyfi.

11. Jafnréttisstofa - Skyldur sveitarstjórna samkvæmt jafnréttislögum - 1806001
Lagt fram til Kynningar.

12. Eyrarland 1 - Ósk um stækkun íbúðasvæðis - 1810024
Fyrir fundinum liggur erindi dags. 8. júlí 2018 frá Einari Jóhannssyni og Sólveigu Jóhannsdóttur vegna nýs aðalskipulags Eyjafjarðarsveitar sem nú er í lokavinnslu. Erindið barst innan auglýsts athugasemdafrests skipulagstillögu en fyrir misgrip fyrirfórst að afgreiða erindið með öðrum athugasemdum sem bárust. Sveitarstjórn afgreiðir einstakar athugasemdir sendenda á eftirfarandi hátt:
a) Sendendur fara fram á að íbúðarsvæði sem liggur sunnan landamerkja við Syðri-Varðgjá verði stækkað til suðurs, svo svæðið næði í suðri að gili sem er norðan bygginga á Eyrarlandi en sunnan Breiðabliks og Fosslands. Sendendur telja að óhagkvæmt sé að nýta umrætt svæði vegna reglna um fjarlægðarmörk og telja einnig nauðsynlegt að skipuleggja vegtengingu fyrir svæðið í heild. Sendendur taka einnig fram að umrædd stækkun nái einungis til lands sem er melhryggur og nýtist því ekki til landbúnaðar.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: Af lýsingu sendenda verður ráðið að um sé að ræða um 2,5 ha. stóran reit sem í auglýstri skipulagstillögu er merktur sem landbúnaðarland og liggur beint austur af Breiðabliki og suður af íbúðarsvæði ÍB14, sem sendendur vilja að verði felldur undir íbúðarsvæði ÍB14. Bæði norðan og sunnan umrædds reits liggja gilskorningar sem merktir eru sem skógræktar- og landgræðslusvæði í auglýstri skipulagstillögu, og verður ráðið af erindi sendanda að farið sé fram á að nyrðra gilið verði hluti íbúðarsvæðis ÍB14 en syðra gilið liggi utan íbúðarsvæðis ÍB14. Sveitarstjórn telur að eins og hér háttar til megi fallast á rök sendanda hvað það varðar að tillaga að stækkun nái til lands sem ekki geti nýst til landbúnaðar. Ennfremur telur sveitarstjórn að sökum smæðar sinnar og staðarhátta teljist umræddur reitur ekki gott landbúnaðarland skv. skilgreiningu í kafla 5.5 í auglýstri skipulagstillögu. Sveitarstjórn samþykkir að íbúðarsvæði ÍB14 verði stækkað til suðurs þannig að það nái allt að gili norðan bygginga á Eyrarlandi sem vísað er til í erindi sendanda.
b) Sendandi gerir athugasemd við að í greinargerð auglýstrar skipulagstillögu segi á bls 18 um byggð í Kaupangshverfi að „Fráveita skal tengjast hreinsistöð sem áætlað er að reisa undir brekkunum neðan þjóðvegar 1, norðan Leiruvegar“. Sendandi spyr hvort ekki hafi átt að fella þetta út ásamt Fjörubyggð.
Afgreiðsla sveitarstjórnar: Sveitarstjórn bendir á að umrædd hreinsistöð hafi ekki eingöngu verið hugsuð fyrir Fjörubyggð heldur einnig fyrir aðra byggð á umræddu svæði. Sveitarstjórn bendir einnig á að orðalagi um fráveitu byggðar á þessu svæði hafi þegar verið breytt vegna innsendra athugasemda. Í ljósi þessa telur sveitarstjórn ekki ástæðu til að breyta ákvæði sem erindi sendenda vísar til.

13. Heimasíða, markaðs- og kynningarmál - 1810028
Sveitarstjóri lagði fram áætlun um markaðs- og kynningarmál. Fjáveiting er á áætlun ársins 2018 fyrir uppfærslu á heimasíðu sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir tillögu sveitarstjóra um markaðs- og kynningarmál og er áætluðum útgjöldum 400.000kr.- vísað til Landbúnaðar- og atvinnumálanefndar.

14. Eyþing - skipun fulltrúa í fulltrúaráð Eyþings - 1810004
Samþykkt að skipa Jón Stefánsson verði fulltrúi Eyjafjarðarsveitar í fulltrúaráði Eyþings.

15. Verkefnaráð Hólasandslínu - varamaður - 1810029
Samþykkt að skipa Sigurð Inga Friðleifsson sem varamann í verkefnaráð Hólasandslínu.

16. Eyþing - óskað eftir aukafjárframlagi - 1810027
Afgreiðslu erindis frestað og sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.

17. Skipan í nefndir, ráð og stjórnir 2018 - 2022, skv. samþykktum um stjórn og fundarsköp Eyjafjarðarsveitar. - 1806007
Samþykkt að skipta Emilíu Baldursdóttur og Valdimar Gunnarsson sem fulltrúa Eyjafjarðarsveitar í Óshólmanefnd.

18. Fjárhagsáætlun 2019 og 2020 - 2022, fyrri umræða - 1809039
Fjárhagsáætlun 2019 og 2020 - 2022, fyrri umræða. Samþykkt og er áætluninni vísað til síðari umræðu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:40

Getum við bætt efni síðunnar?