Sveitarstjórn

523. fundur 12. nóvember 2018 kl. 08:58 - 08:58 Eldri-fundur

523. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 8. nóvember 2018 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson, Linda Margrét Sigurðardóttir, Hermann Ingi Gunnarsson, Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, Sigurður Ingi Friðleifsson, Sigríður Bjarnadóttir, Rósa Margrét Húnadóttir, Stefán Árnason og Finnur Yngvi Kristinsson.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri.

Dagskrá:

1. Markaðsstofa Norðurlands - Arnheiður Jóhannsdóttir - 1811006
Á fundinn mætti Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsskrifstofu Norðurlands. Arnheiður kynnti hlutverk og verkefni Markaðsstofunnar.

2. Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 26 - 1810003F
Fundargerð landbúnaðar- og atvinnumálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 1810040 - Fjárhagsáætlun 2019 - Landbúnaðar- & atvinnumálanefnd
Afgreiðsla nefndarinnar samþykkt og vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun.
2.2 1810028 - Heimasíða, markaðs- og kynningarmál
Gefur ekki tilefni til ályktana.

3. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 296 - 1811001F
Fundargerð skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 1809034 - Umsókn um uppbyggingu svínahúss í landi Torfna
Jón Stefánsson lýsti sig vanhæfan og vék af fundi undir þessum lið.
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.
3.2 1810033 - Þórustaðir - Ósk um nafn á nýbyggingu
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um afgreiðslu og hafnar erindinu.
3.3 1810035 - Þjóðskrá Íslands - Staðfangaskráning á Kristnesi
Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og samþykkir erindið.
3.4 1810001 - Ábending til skipulagsnefndar
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.5 1809030 - Umferðamál
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.6 1811001 - Heimild til sveitarstjóra til að veita framkkvæmdarleifi vegna efnistöku úr Eyjafjarðará
Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og samþykkir erindið og tekur undir með nefndinni að vanda skal frágang efnistökustaðar.
3.7 1711002 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna lagningar heimreiðar að heilsárshúsi í landi Eyrarlands
Jón Stefánsson lýsti sig vanhæfan og vék af fundi undir þessum lið.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.8 1810018 - Arnarholt deiliskipulag
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

4. Framkvæmdaráð - 76 - 1811003F
Fundargerð framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
4.1 1801031 - Bakkatröð Grundun
Afgreiðsla framkvæmdaráðs er samþykkt.
4.2 1810038 - Fjárhagsáætlun 2019 - Framkvæmdaráð
Gefur ekki tilefni til ályktana.
4.3 1811003 - Kynning - heimasíða Eyjafjarðarsveitar
Gefur ekki tilefni til ályktana.

5. Framkvæmdaráð - 75 - 1810004F
Fundargerð framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
5.1 1810038 - Fjárhagsáætlun 2019 - Framkvæmdaráð - vettvangsferð
Gefur ekki tilefni til ályktana.

6. Eyþing - fundargerð 312. fundar - 1810045
Lagt fram til kynningar.

7. Óshólmanefnd - fundargerð þann 23.10.18 - 1810046
Varðandi 3. lið, umsögn vegna flugleisögumannvirkja samþykkir sveitarstjórn eftirfarandi:

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar setur sig ekki á móti framlengingu girðingar við suðurenda flugbrautar út að Eyjafjarðará enda eflir hún nauðsynlegt öryggi Akureyrarflugvallar. Sveitarstjórn bendir þó á að gera megi ráð fyrir að ís leggi á Eyjafjarðará á þessu svæði stóran hluta vetrar. Því þurfi Isavia að vera meðvitað um að með þessari útfærslu verður aðgengi gangandi vegfarenda að flugbrautinni mögulega ótakmarkað á tíma ísingar þrátt fyrir að girðing nái út að á.

Sveitarstjórn áréttar einnig að mikilvægt sé að umferðarleið haldist opin bæði meðan á framkvæmdum stendur sem og eftir að þeim lýkur. Leiðin er mikilvæg fyrir iðkendur útivistar og mikið notuð bæði af ríðandi- sem og gangandi vegfarendum og er því áríðandi að ný brú verði sett og stígur lagður til tengingar við gömlu þverbrautina áður en framkvæmdir hefjast.

8. Eyþing - óskað eftir aukafjárframlagi - 1810027
Afgreiðslu var frestað á síðasta fundi og sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga.
Í ljósi fyrirliggjandi upplýsinga samþykkir Eyjafjarðarsveit fyrirliggjandi beiðni. Sveitarstjórn undrast vinnubrögð stjórnar Eyþings um að ekki skuli hafa verið beðið eftir svari frá öllum sveitarfélögum áður en ákvörðun um ráðningu framkvæmdastjóra var tekin.

9. Skipan í nefndir, ráð og stjórnir 2018 - 2022, skv. samþykktum um stjórn og fundarsköp Eyjafjarðarsveitar. - 1806007
Óskað eftir skipan aðalmanns í skólanefnd í stað Lilju Sverrisdóttur.
Samþykkt að skipa Hafdísi Ingu Haraldsdóttur sem aðalmann í skólanefnd og að Katrín Ragnheiður Guðmundsdóttir taki sæti Hafdísar sem varamaður í nefdinni.

10. Erindisbréf - Umhverfisnefnd - 1808020
Erindisbréfið er tekið til síðari umræðu og samþykkt.

11. Erindisbréf - Fjallskilanefnd - 1808016
Erindisbréfið er tekið til síðari umræðu og samþykkt með þeirri breytingu á k lið 3. gr. að rágjafamiðstöð lanbúnaðarins falli brott en inn komi fagaðila. Þá er einnig samþykkt að bæta inn grein þar sem nefndinni er gert að skila ársskýrslu.

12. Fjárhagsáætlun 2019 og 2020 - 2022, fyrri umræða - 1809039
Farið yfir stöðu vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20

Getum við bætt efni síðunnar?