Sveitarstjórn

525. fundur 12. desember 2018 kl. 10:04 - 10:04 Eldri-fundur

525. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 11. desember 2018 og hófst hann kl. 14:30.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson, Halldóra Magnúsdóttir, Linda Margrét Sigurðardóttir, Hermann Ingi Gunnarsson, Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, Sigurður Ingi Friðleifsson, Sigríður Bjarnadóttir, Stefán Árnason og Finnur Yngvi Kristinsson.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason .

Dagskrá:

1. Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 244 - 1811016F
Fundargerð skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 1811029 - Námskeið fyrir skólanefndir 2018
Gefur ekki tilefni til alyktana.
1.2 1811028 - Leikskólinn Krummakot - Ósk um færslu á tveimur starfsdögum
Afgreiðsla skólanefndar er samþykkt.
1.3 1811016 - Leikskólinn Krummakot - starfsáætlun 2018
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.4 1811030 - Fréttir af starfi Hrafnagilsskóla, haust 2018
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.5 1811015 - Minnisblað vegna framkvæmda við skólahúsnæði
Sveitarstjórn samþykkti eftirfarandi bókun:
Verkefnið er á forræði framkvæmdaráðs og á fjárhagsáætlun ársins 2019 eru áætlaðar 7,5 millj til verkefnisins. Þessir fjármunir munu fyrst og fremst verða notaðir til skipulagsvinnnu,ráðgjafar og e.t.v.frumhönnunnar.Haft verður víðtækt samráð við skólasamfélagið og alla þá er verkefnið varðar. Málið er á dagskrá í upphafi árs 2019

2. Framkvæmdaráð - 80 - 1811015F
Fundargerð framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 1810038 - Fjárhagsáætlun 2019 - Framkvæmdaráð
Vísað til síðari umræðu um fjárhagsáætlun.

3. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 298 - 1811012F
Fundargerð skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 1810042 - Fjárhagsáætlun 2019 - Skipulagsnefnd
Fjárhagáætlun skipulagsnefndar er vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun 2019.
3.2 1603035 - Jarðstrengur í Eyjafirði - Kynning - Hólasandslína
Fyrirliggjandi umsögn er samþykkt.

4. Eyþing - fundargerð 314. fundar - 1811032
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

5. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 865 - 1812003
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

6. Norðurorka - fundargerð 228. fundar - 1812004
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

7. Óshólmanefnd - Samþykkt um friðland og útivistarsvæði í Óshólmum Eyjafjarðarár - 1811033
Lagt fram til kynningar.

8. Persónuverndarstefna Eyjafjarðarsveitar - 1811034
Persónuverndarstefna Eyjafjarðarsveitar kynnt til samþykktar hjá sveitarstjórn.
Persónuverndarstefna sveitarfélagsins er samþykkt.

9. Erindisbréf - Skólanefnd - 1808019
Erindisbréfið er tekið til síðari umræðu og samþykkt.

10. Umboð til kjarasamningsgerðar - 1812002
Samþykkt að veita sveitarstjóra heimild til að ganga frá kjarasamningsumboði til launanefndar sveitarfélaga.

11. Neytendasamtökin - Beiðni um styrkveitingu 2019 - 1812001
Erindinu er hafnað.

12. Fabey - Ósk um áframhaldandi styrk frá Eyjafjarðarsveit - 1811027
Sveitarstjórn hafnar erindinu.

13. Fjárhagsáætlun 2019 og 2020 - 2022, fyrri umræða - 1809039
Fjallað um vinnu við fjárhagsáætlun. Áætluninni er vísað til síðari umræðu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10

Getum við bætt efni síðunnar?