Sveitarstjórn

526. fundur 17. desember 2018 kl. 09:50 - 09:50 Eldri-fundur

526. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 14. desember 2018 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson, Halldóra Magnúsdóttir, Linda Margrét Sigurðardóttir, Hermann Ingi Gunnarsson, Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, Sigurður Ingi Friðleifsson, Sigríður Bjarnadóttir, Stefán Árnason og Finnur Yngvi Kristinsson.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri.

Dagskrá:

1. Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 27 - 1812003F
Fundargerð Landbúnaðar- og atvinnumálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 1810028 - Heimasíða, markaðs- og kynningarmál
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.2 1812007 - Rekstrarskilyrði grænmetisbænda
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.3 1812008 - Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar - Styrkumsókn
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
1.4 1808025 - Hugleiðingar um atvinnuuppbyggingu
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2. Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 172 - 1812001F
Fundargerð menningarmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 1804009 - Sögufélag Eyfirðinga - Umsókn um styrk vegna ábúenda- og jarðartals Stefáns Aðalsteinssonar
Afgreiðsla menningarmálanefndar samþykkt.

3. Erindisbréf nefnda og ráða - 1812009
Sveitarstjórn samþykkir töllögu sveitarstjóra um að samræma erindisbréf allra nefnda þannig að eftirfarandi grein sé í þeim öllum.

Nefndin skal fylgjast með fjárhagslegri afkomu þess rekstrar, sem hún hefur umsjón með. Hún skal a.m.k. fjórða hvern mánuð afla sér upplýsinga um rekstrarstöðu hvers viðfangsefnis og leita skýringa á frávikum frá fjárhagsáætlun ef um þau er að ræða. Þá skal nefndin fyrir lok febrúarmánaðar ár hvert hafa skilað til sveitarstjórnar ársskýrslu um störf sín á nýliðnu ári. Sveitarstjórn getur sett nefndum sveitarfélagsins samræmdar reglur um efnistök og niðurröðun efnis í ársskýrslu.

4. Fjárhagsáætlun 2019 og 2020 - 2022, síðari umræða - 1809039
Fyrir fundinum lá tillaga að fjárhagsáætlun ársins 2019 og 2020 ? 2022.
Þá lá einnig fyrir á minnisblaði tillaga að viðaukum við áætlun ársins 2018.
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkir að eftirfarandi forsendur verði lagðar til grundvallar álagningu útsvars, fasteigna- og sorphirðugjalda og lóðaleigu á árinu 2019:

Útsvarshlutfall fyrir árið 2018 verði óbreytt 14,52%.
Fasteignaskattur, A stofn 0,41 % (óbreytt)
Fasteignaskattur, B stofn 1,32 % samkv. lögum (óbreytt)
Fasteignaskattur, C stofn 1,20 % (óbreytt)
Holræsagjald 0,1 % (óbreytt)
Lóðarleiga 0,75% ( óbreytt )
Vatnsskattur er samkvæmt gjaldskrá Norðurorku.

Sorpgjald verður samkvæmt tillögu umhverfisnefndar og hækkar almennt sorpgjald um 3%. Álagning vegna dýraleifa hækkar um 10% Sjá fsk. 2
Rotþróargjald hækkar um 3%. Sjá fsk. 2

Gjalddagar fasteignagjalda verði 5, þ.e. 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí og 1. júní.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur um afslátt af fasteignagjöldum til tekjulítilla elli- og örorkulífeyrisþega. Sjá fsk. 3

Gjaldskrá heimaþjónustu er samkvæmt samþykkt félagsmálanefndar og tekur gildi 1. janúar 2019. Breyting á þeirri gjaldskrá er 1. ágúst ár hvert.

Gjaldskrá grunn- og leikskóla:
Gjaldskrár grunn- og leikskóla hækka í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs 1. ágúst 2019.

Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar verður samkvæmt fyrirliggjandi gjaldskrártillögu íþrótta- og tómstundanefndar. Sjá fsk, 2

Þá var samþykkt fjárfestingar- og viðhaldsáætlun í samræmi við fyrirliggjandi áætlun framkvæmdaráðs á árinu 2019 kr. 55,7 millj.


Niðurstöðutölur úr fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2018 í þús. kr.
Tekjur kr. 1.041.306
Gjöld án fjármagnsliða kr. 977.121
Fjármunatekjur og gjöld kr. ( 6.560 )
Rekstrarniðurstaða kr. 57.595
Veltufé frá rekstri kr. 104.527
Fjárfestingahreyfingar kr. 37.670
Afborganir lána kr. 16.853
Hækkun á handbæru fé kr. 50.004
Ekki er gert ráð fyrir nýjum lántökum.


Stærstu einstöku framkvæmdirnar eru:
? Bakkatröð gatnagerð.
? Malbikun og frágangur gatna.
? Lagfæringar íþróttamiðstöð.


Fundargerðir nefnda og önnur erindi sem borist hafa og vísað hefur verið til afgreiðslu fjárhagsáætlunar eru afgreidd á þann hátt sem áætlunin ber með sér.
Fjárhagsáætlunin 2019 er samþykkt samhljóða.

Fjárhagsáætlun 2020- 2022
Fyrirliggjandi fjárhagsáætlun er samþykkt samhljóða. Ekki er gert ráð fyrir verulegum breytingum á almennum rekstrargjöldum. Gert ráð fyrir fjárfestingum og mörkuðu viðhaldi á tímabilinu fyrir kr. 214 millj. Á áætlunartímabilinu er ekki gert ráð fyrir neinum nýjum lántökum. Langtímaskuldir verða greiddar niður um kr. 51,8 millj. og eru áætlaðar í árslok 2022 kr. 77,8 millj.

Viðaukar 2018
Fyrir lá sundurliðuð tillaga um viðauka við áætlun ársins 2018. Sjá fsk. 4
Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir viðaukum samtals kr. ( 13.157 ). Er þessu mætt með lækkun skammtímaskulda kr. 34 millj.

Sveitarstjórn þakkar nefndum og starfsmönnum fyrir gott samstarf við gerð fjárhagsáætlunar og sendir þeim öllum og fjölskyldum þeirra bestu óskir um gleðileg jól og farsældar á nýju ári.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:10

Getum við bætt efni síðunnar?