Sveitarstjórn

528. fundur 15. febrúar 2019 kl. 09:40 - 09:40 Eldri-fundur

528. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 14. febrúar 2019 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson, Halldóra Magnúsdóttir, Linda Margrét Sigurðardóttir, Hermann Ingi Gunnarsson, Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, Sigurður Ingi Friðleifsson, Sigríður Bjarnadóttir, Stefán Árnason og Finnur Yngvi Kristinsson.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri.

Dagskrá:

1. Heimasíða, markaðs- og kynningarmál - 1810028
Á fundinn mætti Gunnar Thorberg og kynnti vinnu sína fyrir Eyjafjarðarsveit við markaðs- og kynningarmál. Sveitarstjórn þakkar Gunnari fyrir góða kynningu. Sveitarstjórn samþykkir að fresta frekari umfjöllun til næsta fundar.

2. Framkvæmdaráð - 81 - 1901004F
Fundargerð 81. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 1801031 - Bakkatröð Grundun
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.2 1901016 - Endurskoðun á deiliskipulagi Hrafnagilshverfis
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.3 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
Gefur ekki tilefni til ályktana.

3. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 300 - 1902002F
Fundargerð skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 1902003 - Þjóðskrá Íslands - Almannaskráning
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.2 1901024 - Safnmál 2019 - Fundargerðir SBE
Sveitarstjórn tekur undir álit skipulagsnefndar.
3.3 1809016 - Akureyri - Beiðni um umsögn á tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir Akureyrarflugvöll
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.
3.4 1901022 - Guðmundur S. Óskarsson - Ósk um heimild fyrir efnistöku
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um afgreiðslu og samþykkir erindið.
3.5 1901023 - Ósk um leyfi fyrir vinnu við aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi í landi Leifsstaða II
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um afgreiðslu og samþykkir erindið.
3.6 1902005 - Sigtún - Óskað eftir leyfi til að taka landspildu út úr Sigtúnum
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um afgreiðslu og samþykkir erindið.
3.7 1809034 - Umsókn um uppbyggingu svínahúss í landi Torfna
Jón Stefánsson og Ásta Arnbjörg Pétursdóttir lýstu sig vanhæfa og véku af fundi undir þessum lið. Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar að umsögn og verður hún send til Skipulagsstofnunar.
3.8 1901019 - Kotra - deiliskipulag íbúðarsvæðis Íb13
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar og samþykkir erindið.
3.9 1901018 - Beiðni um heimild til að vinna deiliskipulag í landi Kropps
Linda Margrét Sigurðardóttir lýsti sig vanhæfa og vék af fundi undir þessum lið. Sveitarstjórn samþykkir bókun skipulagsnefndar.

4. Eyþing - fundargerð 316. fundar - 1901021
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

5. Eyþing - fundargerð 315. fundar - 1901020
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Eftirfarandi bókun var samþykkt:
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar óskar eftir að stjórn Eyþings geri grein fyrir starfsmannamálum og skýri þær breytingar sem hafa verið undanfarið. Auk þess óskar sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar eftir að fá afhent minnisblað það sem tilgreint fundargerð 315. fundar, lið 6e.

6. Fundargerð 867. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga - 1901030
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

7. Fundargerðir SBE - 1901024
Fundargerðirnar og ársreikningur gefa ekki tilefni til ályktana.

8. Norðurorka - Hitaveita í Eyjafjarðarsveit - 1901013
Jón Stefánsson og Ásta Arnbjörg Pétursdóttir lýstu sig vanhæfa þegar fjallað var um hitveitu að fyrirhuguðu svínabúi að Torfum og véku af fundi undir þessum lið.
Sveitarstjóra og oddvita er falið að taka upp viðræður við Norðurorku ehf um hugsanlega stækkun á dreifikerfi hitaveitu í sveitarfélaginu.

9. Húsnæðisáætlun - 1801021
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra og skrifstofustjóra falið að vinna að gerð húsnæðisáætluninar.

10. Alþingi - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur), 356. mál - 1902002
Lagt fram til kynningar.

11. Markaðsstofa Norðurlands - Endurnýjun á samstarfssamingi, til ársloka 2021 - 1809042
Fyrirliggjandi samningur er samþykktur.

13. Siðareglur Eyjafjarðarsveitar - 1811009
Reglurnar yfirfarnar og samþykktar.

12. Eyþing - Fjármögnun samgönguáætlana - 1901027
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:55

Getum við bætt efni síðunnar?