Sveitarstjórn

531. fundur 30. apríl 2019 kl. 10:00 - 10:00 Eldri-fundur

531. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 24. apríl 2019 og hófst hann kl. 15:00.

Fundinn sátu:
Jón Stefánsson, Hermann Ingi Gunnarsson, Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, Sigurður Ingi Friðleifsson, Sigríður Bjarnadóttir, Rósa Margrét Húnadóttir, Karl Jónsson og Stefán Árnason.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri.

Dagskrá:

1. Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar 2018 - fyrri umræða - 1904006
A fundinn mætti Þorsteinn Þorsteinsson, endurskoðandi og fór yfir ársreikninginn. Samþykkt að vísa reikningnum til síðari umræðu.

2. Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 29 - 1904001F
Fundargerð 29. fundar landbúnaðar- og atvinnumálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
2.1 1904003 - Málefni er varða hunda og ketti
Gefur ekki tilefni til ályktana.

3. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 304 - 1904004F
Fundargerð 304. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðair bera með sér.
3.1 1904004 - Ytri-Varðgjá, landnr. 152838 - Umsókn um landskipti
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um afgreiðslu erindisins.
3.2 1706002 - Deiliskipulag Stokkahlöðum
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.3 1904010 - Jódísarstaðir - Deiliskipulag íbúðarbyggðar 2019
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um afgreiðslu málsins.
3.4 1607013 - 33 kV háspennustrengslögn, Rangárvellir - Hólsvirkjun, Fnjóskárdal. Lagnaleiðir.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um afgreiðslu erindisins.
3.5 1901018 - Beiðni um heimild til að vinna deiliskipulag í landi Kropps
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.6 1903010 - B. Hreiðarsson ehf - Beiðni um að lóð 215-354 verði skilgreind sem geymslusvæði
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.7 1904005 - Umsókn um lóð úr landi Halldórsstaða
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um afgreiðslu erindisins.
3.8 1904001 - Ármann Ketilsson - Beiðni um lóðarnúmer
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um afgreiðslu erindisins.

4. Fundargerðir Norðurorku - 1901007
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

5. Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga - 1901030
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

6. Heimasíða, markaðs- og kynningarmál - 1810028
Lagt fram til kynningar. Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

7. Símanotkun í grunnskóla - 1904014
Hermann Gunnarsson lýsti sig vanhæfan og vék af fundi undir þessum lið.
Sveitarstjórn tekur undir mikilvægi umræðu um símanotkun og vísar erindinu til umsagnar hjá skólanefnd, ungmennaráði og stjórnendum Hrafnagilsskóla.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:50

Getum við bætt efni síðunnar?