533. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 20. júní 2019 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Jón Stefánsson, Halldóra Magnúsdóttir, Linda Margrét Sigurðardóttir, Hermann Ingi Gunnarsson, Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, Sigurður Ingi Friðleifsson, Sigríður Bjarnadóttir, Stefán Árnason og Finnur Yngvi Kristinsson.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri.
Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá framkvæmdaleyfisumsókn vegna Svínabús í landi Trofna.
Var það samþykkt og verður 16. liður á dagskrá fundarins.
Dagskrá:
1. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 306 - 1905006F
Fundargerð 306. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 1901018 - Beiðni um heimild til að vinna deiliskipulag í landi Kropps
Linda Margrét Sigurðardóttir lýsti sig vanhæfa og vék af fundi undir þessum lið.
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.
1.2 1905022 - Umferðaröryggisáætlun Eyjafjarðarsveitar
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.3 1905023 - Stefna um stöðuleyfi
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.4 1905018 - Efnistaka á vatnasvæði Eyjafjarðarár - reglur
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 307 - 1906006F
Fundargerð 307. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 1905021 - Selhjalli ehf. - Umsókn um byggingarreit fyrir íbúðarhús að Öngulsstöðum 1
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn erindið.
2.2 1906009 - Heimavöllur ehf. - Ósk um leyfi fyrir lóð úr jörðinni Hvammi og lóðarnafninu Hvammur 2
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn erindið.
2.3 1906021 - Heimavöllur ehf. - Umsókn um tvær lóðir úr jörðinni Kroppi
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn erindið og afgreiðslu nefndarinnar.
2.4 1906020 - Háaborg - Umsókn um byggingarreit
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn erindið. Hermann Gunnarsson ítrekaði bókun sína á fundi skipulagsnefndar og greiddi atkvæði gegn umsókninni.
2.5 1905025 - Vegagerðin - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í Eyjafjarðará
Að tillögu skipulagsnefndar hafnar sveitarstjórn erindinu. Sveitarstjórn bendir á að opnar eru efnisnámur á svæðinu. Beiðni hefur borist um breyttar dagsetningar á fyrirhugaðri efnistöktu og er því vísað til skipulagsnefndar.
2.6 1905009 - Finnastaðabúið ehf. - Umsókn um byggingarreit
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn að erindið sé sett í grenndarkynningu og að heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar skv. 3. mgr. sömu greinar. Ef engin andmæli berast á grenndarkynningartímabili erindisins teljist það samþykkt.
2.7 1906001 - Brúnalaug - Ósk um nafnabreytingu í Brúnalaug 2
Að tillögu skipulagsnefndar er erindið samþykkt.
2.8 1905020 - Ósk um nafnabreytingu - Uppsalir land verði breytt í Uppsalir 2
Að tillögu skipulagsnefndar er erindið samþykkt.
2.9 1906007 - Litligarður - Ósk um nafnabreytingu í Litli-Garður
Að tillögu skipulagsnefndar er erindið samþykkt.
2.10 1905019 - Öxnafell - Ósk um breytingu á nafni í Öxnafell II
Að tillögu skipulagsnefndar er erindið samþykkt.
2.11 1906005 - Jódísarstaðir lóð 10 - Ósk um nafnabreytingu í Sóltún Jódísarstaðir 10
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.12 1905024 - Torfufell - Ósk um breytingu á nafni, í Torfufell 2
Að tillögu skipulagsnefndar er erindið samþykkt.
2.13 1905030 - Arnarhóll lóð - Ósk um nafnabreytingu í Arnarhól 2
Að tillögu skipulagsnefndar er erindið samþykkt.
2.14 1906010 - Hvammur lóð - Ósk um nafnabreytingu í Hvammur 1
Að tillögu skipulagsnefndar er erindið samþykkt.
2.15 1905032 - Akur lóð 152557 - Ósk um nafnabreytingu í Kvistás
Að tillögu skipulagsnefndar er erindið samþykkt.
2.16 1905022 - Umferðaröryggisáætlun Eyjafjarðarsveitar
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.17 1906024 - Hleiðargarður byggingarreitur fjós 2019
Að tillögu skipulagsnefndar er erindið samþykkt.
2.18 1905012 - Breiðablik - byggingarreitur 2019
Að tillögu skipulagsnefndar hafna sveitarstjórn erindinu.
2.19 1906023 - Árbakki - Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar
Að tillögu skipulagsnefndar er erindið samþykkt.
3. Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 147 - 1905007F
Fundargerð 147. fundar umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 1905027 - Skoðunarferð um Eyjafjarðarsveit
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.2 1904012 - Ágangur vargfugla í nágrenni Moltuverksmiðjunnar
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að taka málið upp við stjórnendur Moltu.
3.3 1905028 - Umhverfisdagur 2018
Gefur ekki tilefni til ályktana.
4. Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 172 - 1905005F
Fundargerð 172. fundar félagsmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
4.1 1809031 - Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög.
4.2 1902012 - Verkefni Félagsmálanefndar
Gefur ekki tilefni til ályktana.
4.3 1903019 - Jafnréttisáætlun og framkvæmdaáætlun 2019
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að Jafnréttisáætlun Eyjafjarðarsveitar og framkvæmdaáætlun jafnréttismála.
4.4 1705015 - Ferliþjónusta / ferðaþjónusta fatlaðra og aldraðra
Gefur ekki tilefni til ályktana.
4.5 1809021 - Félagsráðgjafar skulu annast félagslega ráðgjöf, breyting á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga sem tekur gildi þann 1. október 2018
Gefur ekki tilefni til ályktana.
5. Fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar - 38 - 1906002F
Fundargerð 38. fundar fjallskilanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
5.1 1906004 - Fjallskil 2019
Varðandi varnargirðingu þá er sveitarstjóra falið að krefjast þess að MAST fjarlægi girðinguna innan 3 vikna að öðrum kosti verði girðingin fjarlægð á þeirra kostnað.
Annað í fundargerðinni er samþykkt.
6. Íþrótta- og tómstundanefnd Eyjafjarðarsveitar - 190 - 1906001F
Fundargerð 190. fundar íþrótta- og tómstundanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
6.1 1903012 - Kvennahlaup 2019
Gefur ekki tilefni til ályktana.
6.2 1903015 - Íþrótta- og tómstundanefnd - Tartan
Gefur ekki tilefni til ályktana.
6.3 1906003 - Heilsueflandi samfélag
Gefur ekki tilefni til ályktana.
6.4 1905029 - Ársskýrsla og ársreikningur 2018
Gefur ekki tilefni til ályktana.
6.5 1905026 - Ársreikningur og ársskýrsla 2018
Gefur ekki tilefni til ályktana.
7. Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 175 - 1906003F
Fundargerð 175. fundar menningarmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
7.1 1904015 - Handraðinn - Stofa gamla húsmæðraskólans að Laugalandi og munir hans
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að taka upp viðræður við Handraðan um hugsanlegan samning hvað varðar húsnæðið í Laugalandsskóla og vörslu muna.
7.2 1906002 - Styrkumsókn - Sesselía Ólafsdóttir f.h. Nykur Media og Callow Youth Produtctions Ltd.
Afgreiðsla menningarmálanefndar er samþykkt.
7.3 1904002 - Salarleiga - verðskrá
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
8. Framkvæmdaráð - 84 - 1906005F
Fundargerð 84. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
8.1 1810038 - Fjárhagsáætlun 2019 - Framkvæmdaráð
Gefur ekki tilefni til alyktana. Sveitarstjórn samþykkir heimild til eignasjóðs til að vinna að framkvæmdum í Bakkatröð samkvæmt áætlun II á fyrirliggjandi minnisblaði.
8.2 1906016 - Húsfélagið Meltröð - Styrkbeiðni vegna uppsetningu á tengistaurum fyrir rafbíla fjölbýlishúsa
Að tillögu framkvæmdaráðs hafnar sveitarstjórn erindinu.
8.3 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
Afgreiðsla framkvæmdaráðs er samþykkt.
9. Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 247 - 1906004F
Fundargerð 247. fundar skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
9.1 1906017 - Mat á nútímavæðingu Hrafnagilsskóla
Gefur ekki tilefni til ályktana.
9.2 1906018 - Hrafnagilsskóli - Staðan haustið 2019
Gefur ekki tilefni til ályktana.
9.3 1906019 - Leikskólinn Krummakot - Staðan haustið 2019
Gefur ekki tilefni til ályktana.
9.4 1811015 - Minnisblað vegna framkvæmda við skólahúsnæði
Gefur ekki tilefni til ályktana.
10. Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - 4 - 1905008F
Fundargerð ungmennaráðs tekin til afgreiðslu eins og eistakir iðir bera með sér.
10.1 1904014 - Símanotkun í grunnskóla
Sveitarstjóra er falið að láta gera könnun um hvernig reynslan er af banni við símanotkun nemenda á skólatíma þar sem það hefur verið reynt.
11. Fundargerðir Norðurorku fundir 233 - 235. - 1901007
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.
12. Fundargerð 871. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga - 1901030
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
13. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra - fundargerðir 205.-208. fundar ásamt ársreikningi 2018 - 1906006
Ársreikningur 2018 og fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.
14. Markaðsstofa Norðurlands - Framlag sveitarfélagsins næstu 3 árin (2020-2023) - 1905033
Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar.
15. Viðauki við fjárhagsáætlun 2019 - Krummakot - 1906022
Fyrir fundinum lá minnisblað frá sveitarstjóra varðandi viðauka við fjárhagsáætlun Krummakots. Samþykktur er viðauki kr. 2.000.000.- vegna reksturs 2019 og verður mætt með því að lækka eigið fé. Sveitarstjóra og oddvitum framboðanna er falið að vinna að málefnum leikskólans.
16. Torfur, Svínabú - framkvæmdaleyfisumsókn 2019 - 1906026
Jón Stefánsson og Ásta Arnbjörg Pétursdóttir véku af fundi vegna vanhæfi.
Framkvæmdaleyfi er veitt í samræmi við samþykkt deiliskipulag.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:55