Sveitarstjórn

536. fundur 07. október 2019 kl. 15:00 - 18:05 Fundarstofu 1, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jón Stefánsson
  • Halldóra Magnúsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason Skrifstofustjóri

Dagskrá:

1. Framkvæmdaráð - 87 - 1909005F 

Fundargerð framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

1.1 1801013 - Bakkatröð - staða framkvæmda

Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.2 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla

Gefur ekki tilefni til ályktana.

 

2. Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 30 - 1904003F 

Fundargerð 30. fundar landbúnaðar- og atvinnumálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

2.1 1904003 - Málefni er varða hunda og ketti

Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.2 1909008 - Starfsáætlun landbúnaðar- og atvinnumálanefndar

Gefur ekki tilefni til ályktana.

2.3 1909009 - Kynning á Moltu

Gefur ekki tilefni til ályktana.

 

3. Fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar - 40 - 1909004F 

Fundargerð 40. fundar fjallskilanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

3.1 1909021 - Hrossasmölun 2019

Gefur ekki tilefni til álytana.

3.2 1906004 - Fjallskil 2019

Sveitarstjóra er falið að kalla eftir upplýsingum frá formanni fjallskilanefndar um stöðu fjallskila í sveitarfélaginu. 

Annað gefur ekki tilefni til ályktana.

 

4. Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 173 - 1909003F 

Fundargerð 173. fundar félagsmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

4.1 1903019 - Jafnréttisáætlun og framkvæmdaáætlun 2019

Eyjafjarðarsveit fer að tillögu félagsmálanefndar og samþykkir uppfærða jafnréttisáætlun svo og framkvæmdaáætlun 2019 - 2023.

4.2 1909014 - Jafnréttisráð - Óskað eftir tilnefningum til Jafnréttisviðurkenningar 2019

Gefur ekki tilefni til álytana.

4.3 1909015 - Félagsmálanefnd - Rekstrarstaða sept. 2019

Gefur ekki tilefni til álytana.

4.4 1902012 - Verkefni Félagsmálanefndar

Gefur ekki tilefni til álytana.

 

5. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 310 - 1909008F 

Fundargerð 310. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

5.1 1909024 - Laugartröð bráðabirgðarlokun

Sveitarstjórn samþykkkir tillögu nefndarinnar og felur framkvæmdaráði að útfæra frekar þessa tillögu.

5.2 1909004 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar breyting 2019

Sigríður Bjarnadóttir lýsti sig vanhæfa og vék af fundi undir þessum lið. 

Sveitarstjórn samþykkir áð setja skipulagslýsinguna í kynningu skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með þeim breytingum sem skipulagsnefnd leggur til. 

5.3 1909033 - Vegagerðin - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Æsustaðavegar nr. 8382 af vegaskrá

Gefur ekki tilefni til ályktana.

5.4 1909026 - Vegagerðin - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu hluta Eyrarlandsvegar nr. 8494-01 af vegaskrá

Gefur ekki tilefni til ályktana.

5.5 1909025 - Vegagerðin - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu hluta Sölvadalsvegar nr. 827-01 af vegaskrá

Gefur ekki tilefni til ályktana.

5.6 1909036 - Ólafíugarður - umsókn um byggingarreit fyrir bílgeymslu 2019

Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

5.7 1810018 - Arnarholt deiliskipulag

Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

5.8 1603035 - Jarðstrengur í Eyjafirði - Kynning - Hólasandslína

Gefur ekki tilefni til ályktana.

5.9 1909032 - Deiliskipulagsbreyting í Bakkatröð

Jón Stefánsson lýsti sig vanhæfan og vék af fundi undir þessum lið. Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um afgreiðslu.

5.10 1901018 - Beiðni um heimild til að vinna deiliskipulag í landi Kropps

Linda Margrét Sigurðardóttir lýsti sig vanhæfa og vék af fundi undir þessum lið. 

Gefur ekki tilefni til ályktana.

 

6. Ungmennaráð Eyjafjarðarsveitar - 5 - 1909007F 

Fundargerð 5. fundar ungmennaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

6.1 1909023 - Samband íslenskra sveitarfélaga - Spurningar til ungmennaráða og hvatning til sveitarstjórna í tengslum við Skólaþing

Sveitarstjórn tekur undir afgreiðslu ungmennaráðs.

6.2 1909022 - Barnvænt samfélag - Vettvangur fyrir ungt fólk á Eyþings svæðinu

Gefur ekki tilefni til ályktana.

 

7. Fundargerðir stjórnar SBE 17.09.2019 - 1901024

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

8. Fundargerð AFE 18.09.2019 - 1908012

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

 

9. Bjarkey Sigurðardóttir - Ósk um lausn frá nefndarstörfum - 1909019

Bjarkey Sigurðardóttir óskar eftir lausn frá störfum sem varamaður í félagsmálanefnd og umhverfisnefnd. Samþykkt að skipa Katrínu Júlíu Pálmadóttur sem varamann í félagsmálanefnd í hennar stað. Skipun varamanns í umhverfisnefnd er frestað.

 

10. Norðurorka - Hitaveita í Eyjafjarðarsveit - 1901013

Sveitarstjórn er jákvæð fyrir því að setja þetta inn á fjárhagsáætlun næsta árs.

 

11. Ólafur Jónsson - Jarðgöng undir Tröllaskaga - 1909017

Sveitarstjórn hvetur til þess að kostir þess að gera jarðgöng undir Tröllaskaga séu skoðaðir ásamt öðrum mögulegum samgöngubótum.

 

12. Skólaakstur - kynning á breytingum - 1905002

Skólaakstur Hrafnagilsskóla var boðin út í september. Eitt tilboð barst og var það frá Sérleyfisbílum Akureyrar. Sveitarstjóra er falið að ganga frá samningi við tilbosgjafa.

 

13. Heimavöllur ehf - Beiðni vegna fyrirhugaðrar færslu þjóðvegar 821 við Hrafnagil - 1910002

Sveitarstjórn tekur undir beiðni Heimavallar og vísar erindinu til Vegagerðar og skipulagsnefndar.

 

14. Heimasíða, markaðs- og kynningarmál - 1810028

Sveitarstjóri kynnti tillögu um gerð stuttra kynningamynda um sveitarfélagið. Sveitarstjórn tekur vel í erindið og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar 2020. 

 

15. Fjárhagsáætlun 2020 og 2021-2023, fyrri umræða - 1909006

Samþykkt og er áætluninni vísað til síðari umræðu sem er áætluð 6. desember.

 

16. Samráðsfundir sveitarstjórnar og nefnda - skólanefnd - 1909010

Sveitarstjórn boðaði kjörna fulltrúa í skólanefnd til fundar um skólamál. Á fundinn mættu Anna Guðmundsdóttir og Sunna Axelsdóttir fulltrúar í skólanefnd. 

Rætt var um húsnæðismál skólanna, skoðunnarferð sem framkvæmdaráð, sveitarstjóri og formaður skólanefndar fóru til að skoða skóla og leikskóla. Einnig var rætt um næstu skref hvað varðar fyrirhugaðar skólabyggingar. Sveitarstjóra og formanni skólanefndar er falið að undirbúa íbúafund um skólamál og framtíðarsýn í skólastarfi. 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:05

 

Getum við bætt efni síðunnar?