Dagskrá:
1. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 308 - 1908003F
Fundargerð skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 1908002 - Skipulags- og matslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Þingeyjarsveitar vegna Hólasandslínu 3
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.
1.2 1901018 - Beiðni um heimild til að vinna deiliskipulag í landi Kropps
Linda Margrét Sigurðardóttir vék af fundi undir þessum lið. Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.
1.3 1908006 - Árbakki lóð - Ósk um nafnabreytingu í Árbakki
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.
1.4 1906028 - Syðri- Varðgjá ehf. - Umsókn um framkvæmdarleyfi til skógræktar
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um afgreiðslu og samþykkir erindið.
1.5 1908004 - Páll Ingvarsson - Ósk um breytingu á þeim tíma sem sandtaka er leyfð í Eyjafjarðará
Sveitarstjórn tekur vel í afgreiðslu skipulagsnefndar og óskar eftir því að skipulagsnefnd leggi fram breytingartillögur varðandi skilmálana.
1.6 1908003 - Reykhús - Umsókn um framkvæmdaleyfi til sandtöku í Eyjafjarðará í landi Reykhúsa
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um afgreiðslu og samþykkir erindið.
1.7 1906025 - Brúnir lóð - Ósk um nafnabreytingu í Brúnir
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.
1.8 1907001 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna reiðvegagerðar
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.
1.9 1706002 - Deiliskipulag Stokkahlöðum
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um afgreiðslu og leggur áherslu á að skipulagshönnuður taki hliðsjón af afgreiðslu hennar.
1.10 1908008 - Kotra - umsókn um tengingu rafmagns
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um afgreiðslu og samþykkir erindið.
1.11 1908011 - Jódísarstaðir - byggingarreitur 2019
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um afgreiðslu og samþykkir erindið með þeim forsendum.
1.12 1908010 - Kotra - heimild landskipta
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um afgreiðslu og samþykkir erindið.
1.13 1908009 - Kotra - leyfi til að grafa grunn
Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar um afgreiðslu og samþykkir erindið.
2. Fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar - 39 - 1908002F
Fundargerð fjallskilanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 1906004 - Fjallskil 2019
Sveitarstjórn samþykkir gangnaseðla sauðfjár fyrir haustið 2019 og hækkun taxta á dagsverk úr kr 10.000.- í kr. 12.000.-. Sveitarstjórn lýsir áhyggjum af fjölgun á útigöngufé og beinir því til hlutaðeigandi að vanda vel til smölunnar.
3. Framkvæmdaráð - 85 - 1908001F
Fundargerð framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
Sveitarstjórn fagnar þeirri vinnu sem átt hefur sér stað við að meta kosti og galla þeirra möguleika sem til skoðunnar voru en ljóst er að mikill munur er á kostnaði milli þessara möguleika. Sveitarstjórn felur framkvæmdaráði að vinna málið áfram með þeim forsendum að reystur verði nýr leikskóli í nýrri byggingu í tengslum við Hrafnagilsskóla.
3.2 1810038 - Fjárhagsáætlun 2019 - Framkvæmdaráð
Gefur ekki tilefni til bókunnar.
4. Aðalfundur Landskerfis bóksafna hf. 29.05.2019 - 1905031
Samþykktir og ársreikningur lagt fram til kynningar.
5. Óshólmanefnd - fundargerð þann 2. júlí 2019 - 1907002
Erindi Óshómanefndar frestað og sveitarstjóra falið að afla gagna.
6. Safnmál 2019 - Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga - 1901030
Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 872. fundi lögð fram til kynningar.
7. Fundargerðir AFE 2019 - 1908012
Fundargerð 237. fundar stjórnar AFE lögð fram til kynningar. Sveitarstjórn fagnar áherslum AFE í flutningi starfa og ríkisstofnana út á land og er reiðurbúin að leggja sitt af mörkum til að svo geti orðið.
8. Fundargerðir byggingarnefndar Eyjafjarðarsvæðis 2019 - 1905010
Fundargerð 116. fundar Byggingarnefndar Eyjafjarðarsvæðis lögð fram til kynningar.
9. Samráð - Stefna í úrgangsmálum - 1908001
Stefna umhverfis- og auðlindaráðherra í úrgangsmálum lögð fram til kynningar.
10. Meðferð byggingarleyfisumsókna og umræða um byggingarnefnd - 1908014
Endurskoðun á meðferð byggingarumsókna og tilvistar byggingarnefndar.
Sveitarstjórn telur eðlilegt að endurskoða meðhöndlun byggingarleyfisumsókna og tilvist byggingarnefndar. Sveitarsjórar aðildarsveitarfélagana sitja allir í stjórn SBE og er sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar því falið að ræða mögulegar útfærslur betur innan stjórnar.
11. Fundardagar sveitarstjórnar 2019-2020 - 1908007
Sveitarstjóri leggur fram fundarplan sveitarstjórnar fyrir veturinn 2019-2020. Fundir verða sem áður á fimmtudögum nema í stöku tilfellum vegna undantekninga. Sveitarstjórn samþykkir fundardaga sem hér segir:
22.ágúst
12.september
7.október (mánudagur vegna fjármálaráðstefnu seitarfélaga þann 3.október)
24.október
14.nóvember
5.desember
13.desember (föstudagur jólafundur)
23.janúar
13.febrúar
5.mars
26.mars
16.apríl
7.maí
28.maí
18.júní
12. Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál - 1905015
Sveitarstjórn fagnar því frumkvæði sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið með stofnun samráðsvettvangs, sem ætlaður er sveitarfélögum landsins til samstarfs og samráðs um loftslagsmál og heimskautsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og sjálfbæra þróun.
Sveitarstjórn telur brýnt að ríki og sveitarfélög grípi nú þegar til markvissra og samstilltra aðgerða til að mæta áskorun samtímans á sviði loftslagsmála og aðlaga íslenskt samfélag að þeim breytingum sem þegar hafa átt sér stað og fyrirséðar eru vegna loftslagsbreytinga. Einn mikilvægasti liðurinn í því aðkallandi starfi er að íslenskt samfélag verði lagað að kröfum sjálfbærrar þróunar. Sameinuðu þjóðirnar hafa lagt gagnlegan grunn að slíku starfi með heimsmarkmiðum um sjálfbæra þróun.
Sveitarstjórn lýsir sig tilbúna til þátttöku í samráðsvettvanginum með þátttöku í fundum og viðburðum um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Á sínum vettvangi mun sveitarstjórn beita sér fyrir markvissum aðgerðum og stefnumótun í átt til aukinnar sjálfbærni og kolefnishlutleysis. Fulltrúar sveitarfélagsins munu einnig, eftir því sem tilefni er til og aðstæður leyfa, taka þátt í miðlun þekkingar, þróun mælinga á árangri og öðru samstarfi sem tengist samráðsvettvangnum.
13. Grænbók um stefnu stjórnvalda í málefnum flugrekstrar og flugtengdrar starfsemi á Íslandi - 1908016
Umræða um stefnu stjórnvalda í flugrekstri og þeim áhrifum sem þeim fylgja fyrir landsbyggðina.
Sveitarstjórn tekur undir þær fjölmörgu óánægjuraddir sem upp hafa komið um þann knappa tíma sem gefinn var til umsagnar við grænbókina á tíma sumarfría. Sveitarstjórn hefur fengið frest til að skila inn athugasemdum varðandi grænbókina fram að mánaðarmótum og er sveitarstjóra í samvinnu við Karl Jónsson, formann landbúnaðar- og atvinnumálanefndar, falið að setja saman drög af umsögn og senda á sveitarstjórn.
14. Kynning - heimasíða Eyjafjarðarsveitar - 1811003
Ný heimasíða Eyjafjarðarsveitar kynnt sveitarstjórn áður en hún fer í loftið.
Sveitarstjórn fagnar því að ný heimasíða sé að fara í loftið eftir langan undirbúning.
15. Norðurorka - Fjármögnun félagsins í hitaveitu og fráveitu - 1908017
Sveitarstjórn samþykkir erindi stjórnar Norðurorku.
16. Grænbók - Stefna um málefni sveitarfélaga - 1905016
Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga rædd og Lindu Margéti Sigurðardóttur falið að vinna drög af umsögn um tillöguna út frá umræðum fundarins og senda á sveitarstjórn.
17. Handverkshátíð 2019 - 1902001
Farið yfir fyrstu upplýsingar í kjölfar Handverkshátíðar.
Gefur ekki tilefni til bókunar.
18. Leikskólinn Krummakot - Staðan haustið 2019 - 1906019
Staða leikskólans skoðuð í upphafi starfsárs 2019-2020.
Sveitarstjóri fer yfir skipulag leikskólans Krummakots veturinn 2019-2020, fjölda stöðugilda og áætlaðan fjölda barna á tímabilinu.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45