Dagskrá:
1. Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 176 - 1909009F
Fundargerð 176. fundar menningarmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 1909038 - Þjóðháttafélagið Handraðinn - Kynning á félaginu og sýning á flestum búningum
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.2 1909039 - Handraðinn - Ósk um styrk
Erindið er samþykkt.
1.3 1910021 - Eyvindur 2019
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.4 1910020 - 1. des. hátíð 2019
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 311 - 1910004F
Fundargerð 311. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 1807002 - Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - Fundur með þverpólitískri nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.2 1910006 - B. Hreiðarsson ehf. - Umsókn um framkvæmdaleyfi
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.3 1910007 - Sýslum. á Norðurl.eystra óskar eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi til sölu gistingar á Vökulandi III
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn erindið.
2.4 1908013 - Beiðni um umsögn varðandi breytinga á skipulagi við Glerárskóla
Afgreiðsla skipulagsnefndar samþykkt.
2.5 1906020 - Háaborg - Umsókn um byggingarreit
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.
2.6 1910028 - Teigur ehf. - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir sandtöku
Afgreiðsla skipulagsnefdar er samþykkt.
2.7 1910005 - Ósk um nafnabreytingu á Fífilgerði land nr. 152597 í Sólveigarstaðir
Afgreiðsla skipulagsnefdar er samþykkt.
2.8 1910027 - Ósk um gerð reiðleiðar um leið og farið verður í vegaframkvæmdir meðfram Eyjafjarðará
Sveitarstjóra er falið að ræða við forsvarsmenn undirskriftalistans og fulltrúa Vegagerðarinnar.
2.9 1910022 - Vökuland III - Umsókn um stöðuleyfi
Afgreiðsla skipulagsnefdar er samþykkt.
2.10 1905023 - Stefna um stöðuleyfi
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.11 1910024 - Sýslum. á Norðurl.eystra óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi fyrir veitingu veitinga - Freyvangsleikhúsið
Afgreiðsla skipulagsnefdar er samþykkt.
3. Framkvæmdaráð - 88 - 1910005F
Fundarferð 88. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 1906027 - Staða framkvæmda 2019
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.2 1910026 - Fjárhagsáætlun 2020-2023 - Ábendingar frá íbúum, félagasamtökum og fyrirtækjum
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.3 1910013 - Fjárhagsáætlun 2020 - Framkvæmdaráð
Gefur ekki tilefni til ályktana.
4. Óshólmanefnd - fundargerð 8. fundar þann 1. október 2019 - 1910003
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
5. Almannavarnanefnd Eyjafjarðar - Fundargerð 8.10.2019 - 1910009
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti tillögu Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar um að Almannavarnanefndir í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum verði sameinaðar í eina eins og fram kemur í fyrstu grein fundargerðar Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar frá 8.október síðastliðnum. Sveitarstjórn samþykkir einnig fyrir sitt leiti tillögu sem kemur fram í annarri grein sömu fundargerðar um að árgjald sameinaðar Almannavarnarnefndar verði 190 kr. á íbúa fyrir árið 2020.
6. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 874 - 1910004
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
7. Fundargerðir 239. fundar stjórnar AFE - 1908012
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
8. Hestamannafélagið Funi - Ósk um áframhaldandi samstarf við uppbyggingu reiðvegakerfis - 1910029
Sigríður Bjarnadóttir lýsti sig vanhæfa og vék af fundi undir þessum lið.
Samþykkt að funda með bréfriturum og munu sveitarstjóri og oddviti funda með bréfriturum.
9. Fuglalíf í óshólmum Eyjafjarðarár - 1910010
Erindið er samþykkt og er áætluðum kostnaði kr. 2.000.000.- vísað til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020.
10. Sóknarnefnd Saurbæjarkirkju - Skráning á lóð Saurbæjarkirkju - 1905005
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti nafnið Saurbær 2 á umrædda lóð.
11. Héraðsskjalasafnið á Akureyri - Eftirlitsskýrsla um starfsemina - 1910030
Langt fram til kynningar.
12. Fjárhagsáætlun 2020 og 2021-2023 - 1909006
Farið yfir stöðu áætlunar og tekjuáætlun.
13. Samráðsfundir sveitarstjórnar og nefnda - 1909010
Á fundinn mættu frá umhverfisnefnd Brynjar Skúlason formaður og Hulda Jónsdóttir. Brynjar, Sigurður Ingi Friðleifsson og Hulda kynntu starf nefndarinnar. Nefdin hefur staðið fyrir fundi varðandi kolefnisjöfnun og er verið að skoða frekari fræðslufundi tengda búrekstri. Nokkur umræða var um kolefnisjöfnun í landbúnaði og kolefnisreiknivél á heimasíðu sveitarfélagsins. Þá var rætt um fyrirkomulag sorphirðu og væntanlegt útboð. Umhverfisnefnd mun gera tillögur um mögulegt fyrirkomulag sorphirðu í sveitarfélaginu. Kerfill kom einnig til umræðu og hvernig hægt sé að vinna gegn honum. Fyrirkomulag minka og refaveiði var einnig rætt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30