Dagskrá:
1. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 302 - 1903005F
Fundargerð 302. fundar skipulagsnefndar tekin aftur til afgreiðslu.
1.1 1809034 - Umsókn um uppbyggingu svínahúss í landi Torfna
302. fundargerð skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar er nú tekin fyrir, þar sem eitt mál var á dagskrá:
Mál 1809034, umsókn um uppbygging Svínabús í landi Torfna:
Í tilefni af úrskurði Úskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála 14. nóvember 2019, í málinu nr. 49/2019, þar sem nefndin taldi bókun sveitarfélagsins sem gerð var á fundi 28. mars 2019 um málið ekki lýsa samþykki sveitarfélagsins á deiliskipulaginu áréttar sveitarstjórn að í afgreiðslu sveitarstjórnar greindan dag, fólst samþykki sveitarstjórnar á deiliskipulagi fyrir svínabú í landi Torfna. Sveitarstjórn er ósammála túlkun nefndarinnar. Að fram komnum þessum úrskurði í málinu er málið nú tekið fyrir að nýju og rætt í sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi bókun:
Varðandi 9. lið þá telur sveitarstjórn að skipulagsnefnd hafi svarað málefnalega öllum liðum erindisins.
Sveitarstjórn samþykkir tillögur skipulagsnefndar um afgreiðslu þeirra erinda sem bárust á auglýsingartímabili deiliskipulagstillögu svínahús á Torfum. Athugasemdafrestur var til 14. febrúar 2019.
Að fenginni tillögu skipulagsnefndar, sem liggur fyrir fundinum um afgreiðslu málsins, samþykkir sveitarstjórn deiliskipulag fyrir svínahús í landi Torfna, sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim breytingum sem tilgreindar eru í afgreiðslu nefndarinnar á athugasemdum 3 c), 3 e), 6 c), 7 f) og 8 a). Sveitarstjórn samþykkir að gildistaka deiliskipulagsins sé auglýst í B-deild Stjórnartíðinda skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2. Handverkshátíð 2019 – 1902001
Fyrir fundinum lá uppgjör vegna Handverkssýningarinnar 2019. Rekstrarniðurstaða fyrir uppgjör til þeirra félaga sem að sýningunni standa er kr. 1.605.316.- á móti 2.167.936.- á árinu 2018. Kostnaður vegna ferðar og námskeiðs til Svíþjóðar er kr. 307.007.- Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja sýninguna 2019, um kr. 307.000.- og verður þeim kostnaði mætt með lækkun á handbæru fé.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:35