Dagskrá:
1. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 317 - 1911011F
Fundargerð 541. fundar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 1905022 - Umferðaröryggisáætlun Eyjafjarðarsveitar
Gefur ekki til ályktana.
2. Samþykkt um afskráningu Hitaveitu Hrafnagilshrepps 480190-2709 - 1912003
Þann 1. janúar 1991 varð Eyjafjarðarsveit, kt. 410191-2029, til og tók við réttindum og skyldum fyrri sveitarfélaga, þ.e. Hrafnagilshrepps, Saurbæjarhrepps og Öngulsstaðahrepps. Hrafnagilshreppur hafði áður rekið Hitaveitu Hrafnagilshrepps, kt. 480190-2709, sem stofnuð var 8. janúar 1990 sem stofnun sveitarfélags.
Undanfarin ár hefur engin starfsemi verið hjá þessari stofnun og er ekki fyrirhugað að sveitarfélagið reki sambærilega stofnun. Var m.a. virðisaukaskattsnúmer stofnunarinnar afskráð 18. febrúar 2010.
Í ljósi framangreinds telur Eyjafjarðarsveit rétt að afskrá Hitaveitu Hrafnagilshrepps hjá fyrirtækjaskrá RSK. Jafnframt lýsir Eyjafjarðarsveit því yfir að sveitarfélagið mun bera ábyrgð á hugsanlegum skuldbindingum stofnunarinnar sem fram kunna að koma eftir afskráningu hennar.
3. Fjárhagsáætlun 2020 og 2021-2023, síðari umræða - 1909006
Sigríður Bjarnadóttir vék af fundi meðan fjallað var um styrkveitingu til Funa.
Fyrir fundinum lá tillaga að fjárhagsáætlun ársins 2020 og 2021 til 2023.
Þá lá einnig fyrir minnisblað þar sem fram koma helstu forsendur fjárhagsáætlunar 2020 og sundurliðuð tillaga að viðaukum við áætlun ársins 2019.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi áætlun.
Þá samþykkir sveitarstjórn einnig samhljóða fyrirliggjandi sundurliðaða tillögu um viðauka 2019 og hvernig þeim verði ráðstafað. Samtals eru viðaukar við fjárhagsáætlun 2019 kr. 47,8 millj.
Þá samþykkir sveitarstjórn samhljóða fyrirliggjandi tillögu um gjaldskrá 2020. Sjá nánari sundurliðun á fsk. 2
Útsvarshlutfall fyrir árið 2020 verði óbreytt 14,52%.
Fasteignaskattur, A stofn 0,41 % (óbreytt)
Fasteignaskattur, B stofn 1,32 % samkv. lögum (óbreytt)
Fasteignaskattur, C stofn 1,20 % (óbreytt)
Holræsagjald 0,1 % (óbreytt)
Lóðarleiga 0,75% ( óbreytt )
Vatnsskattur er samkvæmt gjaldskrá Norðurorku.
Sorpgjald verður samkvæmt tillögu umhverfisnefndar og hækkar um 2,5%.
Rotþróargjald hækkar um 2,5%.
Gjalddagar fasteignagjalda verði 5, þ.e. 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí og 1. júní.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur um afslátt af fasteignagjöldum til tekjulítilla elli- og örorkulífeyrisþega. Sjá fsk. 3
Gjaldskrá heimaþjónustu er samkvæmt samþykkt félagsmálanefndar og breytist 1. ágúst 2020.
Gjaldskrá grunn- og leikskóla:
Gjaldskrár grunn- og leikskóla hækka í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs 1. ágúst 2020.
Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar verður samkvæmt fyrirliggjandi gjaldskrártillögu íþrótta- og tómstundanefndar. Sjá fsk, 2
Þá var samþykkt fjárfestingar- og viðhaldsáætlun fyrir árið 2020 í samræmi við fyrirliggjandi áætlun framkvæmdaráðs kr. 85,2 millj.
Niðurstöðutölur úr fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2020 í þús. kr.
Tekjur kr. 1.178.015
Gjöld án fjármagnsliða kr. 1.058.327
Fjármunatekjur og gjöld kr. ( 1.121 )
Rekstrarniðurstaða kr. 118.586
Veltufé frá rekstri kr. 157.867
Fjárfestingahreyfingar kr. 70.460
Afborganir lána kr. 16.879
Hækkun á handbæru fé kr. 72.528
Ekki er gert ráð fyrir nýjum lántökum.
Stærstu einstöku framkvæmdirnar eru:
Færsla á rotþró fyrir Hrafnagilshverfi
Uppbygging gatna og malbikun
Flutningur og uppbygging gámasvæðis
Fundargerðir nefnda og önnur erindi sem borist hafa og vísað hefur verið til afgreiðslu fjárhagsáætlunar eru afgreidd á þann hátt sem áætlunin ber með sér.
Fjárhagsáætlunin 2020 er samþykkt samhljóða.
Fjárhagsáætlun 2021- 2023
Fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árin 2021 - 2023 er samþykkt samhljóða. Ekki er gert ráð fyrir verulegum breytingum á almennum rekstrargjöldum. Gert ráð fyrir fjárfestingum og mörkuðu viðhaldi á tímabilinu fyrir kr. 732,6 millj. Á áætlunartímabilinu er gert ráð fyrir að tekið verði nýtt lán kr. 50 millj. og að seldar verði eignir fyrir 100 millj. Eldri langtímaskuldir verða greiddar niður um kr. 39,6 millj. og eru langtímaskuldir í heild áætlaðar í árslok 2023 kr. 124 millj. og mun skuldahlutfallið (skuldir/rekstrartekjur) lækka á tímabilinu úr 25% í 21%.
Sveitarstjórn þakkar nefndum og starfsmönnum fyrir gott samstarf við gerð fjárhagsáætlunar og sendir þeim öllum og fjölskyldum þeirra og öðrum íbúum sveitarfélagsins bestu óskir um gleðileg jól og farsældar á nýju ári.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:35