Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá erindi frá Hans Rúnari Snorrasyni, ósk um laust frá nefndarstörfum. Var það samþykkt og verður 10. liður dagskrár.
Dagskrá:
1. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 318 - 1912002F
Fundargerð 318. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 1910034 - Deiliskipulag Hrafnagilshverfis
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 319 - 2001001F
Fundargerð 319. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 1609004 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
2.2 1912009 - Stjórnsýskukæra vegna ákvörðunar Eyjafjarðarsveitar um deiliskipulags svínabús að Torfum
Jón Stefánsson Ásta Arnbjörg Pétursdóttir lýstu sig vanhæfa og vék af fundi undir þessum lið.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
2.3 1901023 - Ósk um leyfi fyrir vinnu við aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi í landi Leifsstaða II
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar um afgreiðslu erindisins.
2.4 1911003 - Eyjafjarðarbraut vestri - ný lega við Hrafnagilshverfi
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.5 2001009 - Kotra - beiðni um heimild til deiliskipulagningar 2. áfanga
Sveitarstjórn samþykkir samþykkir tillögu skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að kynna skipulagslýsingu skv. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3. Framkvæmdaráð - 92 - 2001002F
Fundargerð 92. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstök erindi bera með sér.
3.1 1803008 - Fráveita Hrafnagilshverfi
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.2 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að semja við Arkitektastofuna OG, um vinnu við aðlögun hússins við aukna starfsemi, áframhaldandi stækkun þess og undirbúningi útboðs.
3.3 1801031 - Bakkatröð Grundun
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.4 2001007 - Verkefnaáætlun 2020
Lagt fram til kynningar.
3.5 2001010 - Sala fasteigna
Gefur ekki tilefni til ályktana.
4. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 877 - 1912008
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
5. Safnmál 2019 - Fundargerðir Minjasafnsins á Akureyri - 1901006
Fundargerðirnar eru lagðar fram til kynningar.
6. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 876 - 1912002
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
7. Jóhannes Gíslason - Snjómokstur og umferð - 2001006
Erindið er lagt fram til kynningar. Sveitarfélagið hefur ekki séð um mokstur heimreiða. Mokstur á vegum sveitarfélagsins er annars vegar á þjóðvegum sunnan Miðbrautar og er það í samvinnu við Vegagerðina sem sér um framkvæmdina.
Hins vegar sér sveitarfélagið um mokstur í Hrafnagilshverfi og við stofnanir sveitarfélagsins. Í Hrafnagilshverfi greiða húseigendur til sveitarfélagsins lóðarleigu sem m.a. er ætlað að standa undir kostnaði við mokstur og viðhald gatna.
Ábendingum um hámarkshraða og göngustíg er vísað til skipulagsnefndar og inn í umræðu sem þar er í gangi um umferðaöryggismál.
8. Erindisbréf Lýðheilsunefndar - 1911028
Erindisbréf Lýðheilsunefndar til seinni umræðu.
Endurskoðun á erindisbréf íþrótta- og tómstundanefndar, sem eftir endurskoðun heitir lýðheilsunefnd, tekið til síðari umræðu og samþykkt samhljóða.
9. Handverkshátíð 2020 - 2001011
Skipun stjórnarmanna í stjórn Handverkshátíðar.
Sveitarstjóri leggur til við sveitarstjórn að dregið sé úr vægi sveitarfélagsins í stjórn Handverkshátíðar. Að mati sveitarstjóra eru í stjórn Handverkshátíðar oft teknar ákvarðanir sem snerta fjárhag og afkomu félaganna beint og því eðlilegt að þau hafi sjálf meira vægi í ákvörðunum tengdum fjárútlátum og endanlegri rekstrarniðurstöðu hátíðarinnar. Sveitarstjóri leggur til að sveitarfélagið hafi einn stjórnarmann í hátíðinni og það verði sveitarstóri.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu sveitarstjóra.
Sveitarstjórn fagnar jafnframt því hvernig gekk til með hátíðina á síðastliðnu ári og þeim farvegi sem hún virðist vera í. Þá leggur sveitarstjórn jafnframt áherslu á að sveitarfélagið muni áfram hafa sömu aðkomu að framkvæmd hátíðarinnar og að fulltrúar hennar muni sitja í stjórn þar til félögin hafa skipað menn úr sínum röðum í þeirra stað.
10. Hans Rúnar Snorrason - Ósk um lausn frá nefndarstörfum - 2001013
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita Hans Rúnar lausn frá nefndarstörfun. Skipun á nýjum nefndarmanni er frestað til næsta fundar.
11. Heimasíða, markaðs- og kynningarmál - 1810028
Sveitarstjóri fer yfir nýtt kynningarefni sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:35