Sveitarstjórn

543. fundur 13. febrúar 2020 kl. 15:00 - 16:45 Fundarstofu 1, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Halldóra Magnúsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
  • Rósa Margrét Húnadóttir
  • Eiður Jónsson
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason Skrifstofustjóri

Dagskrá:

 

1. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 321 - 2002002F 

Fundargerð 321. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

1.1 2001001 - Vegagerðin - Tilkynning um niðurfellingu hluta Eyrarlandsvegar nr. 8494-01 af vegaskrá

Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.2 2001003 - Vegagerðin - Tilkynning um niðurfellingu Æsustaðavegar nr. 8382-01 af vegaskrá

Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.3 2001002 - Vegagerðin - Tilkynning um niðurfellingu hluta Sölvadalsvegar nr. 871-01 af vegaskrá

Gefur ekki tilefni til ályktana.

1.4 1909004 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar breyting 2019

Sigríður Bjarnadóttir lýsti sig vanhæfa og vék af fundi undir þessum lið. 

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagða tillögu skipulagsnefndar um breytingar á aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 með fyrirvara á breyttu orðalagi í lið fimm varðandi efnistökutímabil. Fimmta lið skal orða svo „Efnistökutímabil í Eyjafjarðará skal vera milli 1.október og 31.mars ár hvert auk veiðihlés að vori“. 

Skipulagsfulltrúa er falið að breyta umræddu orðalagi og að því loknu auglýsa skipulagstillögu samkvæmt bókun nefndarinnar. 

1.5 1911001 - Ósk um breytta landnotkun á Leifstaðabrúnum nr. 8, 9 og 10

Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.

 

2. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 320 - 2001004F 

Fundargerð 320. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

2.1 1905022 - Umferðaröryggisáætlun Eyjafjarðarsveitar

Sveitarstjórn tekur undir með skipulagsnefnd og þakkar íbúum sem sendu inn ábendingar til nefndarinnar. Að öðru leiti gefur fundargerðin ekki tilefni til ályktana.

 

3. Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 33 - 2002001F 

Fundargerð 33. fundar landbúnaðar- og atvinnumálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

3.1 1909016 - Kynning á verkefnum Markaðsstofu Norðurlands

Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í verkefninu "Uppbygging á heilsársferðaþjónustu". Þá samþykkir sveitarstjórn að skipa Sigríði Bjarnadóttur og Lindu Margréti Sigurðardóttur sem fulltrúa sveitarstjórnar í vinnuhóp verkefnisins. 

3.2 1904011 - Kynning á verkefni varðandi merkingu á göngustígum

Gefur ekki tilefni til ályktana.

3.3 2001014 - Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar - Styrkumsókn fyrir fræðslu og markaðssetningu í ferðaþjónustu

Gefur ekki tilefni til ályktana.

 

4. Markaðsstofa Norðurlands - Fundur stjórnar 22.01.2020 - 2002003

Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

 

5. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 878 - 2002001

Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

 

6. Almannavarnarnefnd, fundargerð 6. janúar 2020 - 2002006

Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

 

7. Eyþing - beiðni um viðbótarframlag 2020 - 2002005

Fyrir fundinum lá beiðni frá stjórn Eyþings um viðbótarframlag á árinu 2020 kr. 506.540.-. Sveitarstjórn samþykkir með 4 atkvæðum beiðnina um viðbótarframlag kr. 506.540.- á árinu 2020 og verður útgjöldunum mætt með því að lækka eigið fé. 

Sigríður Bjarnadóttir, Eiður Jónsson og Sigurður Ingi Friðleifsson sátu hjá.

 

8. Samstarfssamningur um almannavarnir - 2002007

Fyrir fundinum lágu drög að samstarfsamningi um almannavarnir í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrir sitt leyti fyrirliggjandi drög.

 

9. Skipan í nefndir, ráð og stjórnir 2018 - 2022, skv. samþykktum um stjórn og fundarsköp Eyjafjarðarsveitar. - 1806007

Samþykkt að skipa Jón Tómas Einarsson í menningarmálanefnd í stað Hans Rúnars Snorrasonar sem óskað hafði lausnar.

 

10. Fráveita Hrafnagilshverfi - 1803008

Fyrir fundinum lá uppfærð kostnaðaráætlun vegna fráveitu í Hrafnagilshverfi. Áætlaður kostnaður í fjárhagsáætlun 2020 var 30 millj. Uppfærð áætlun gerir nú ráð fyrir að kostnaður verði um 40 millj. Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun kr. 10 millj. til að mæta fyrirsjáanlegum kostnaðarauka og verður honum mætt með því að lækka eigið fé. 

 

11. Samþykkt um hunda og kattahald í Eyjafjarðarsveit - 1904003

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

 

12. Heimasíða, markaðs- og kynningarmál - 1810028

Lagt fram til kynningar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45

 

Getum við bætt efni síðunnar?