Sveitarstjórn

545. fundur 17. mars 2020 kl. 15:00 - 16:25
Nefndarmenn
  • Jón Stefánsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
  • Rósa Margrét Húnadóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson Sveitarstjóri

 

Oddviti hefur leitað afbrigði að taka á dagskrá málið "Viðbrbrögð við heimsfaraldri". Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

1. Deiliskipulag Hrafnagilshverfis - 1910034
Erindi frestað

 

2. Viðbrögð við heimsfaraldri - 2003013
Sveitarstjórn ræðir þær aðstæður sem komnar eru upp í samfélaginu og möguleg viðbrögð við þeim.

Sveitarstjóri upplýsir sveitarstjórn um hvernig gengið hefur að aðlaga starfsemi sveitarfélagsins undanfarna daga.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða heimild til þess að næstu þremur gjaldögum fasteignagjalda hjá ferðaþjónustufyrirtækjum verði færðir aftur fyrir síðustu gjalddaga til að létta undir rekstri þeirra fram á haust að því gefnu að aðilar sækist eftir slíku. Þá er til skoðunar hvort sveitarfélagið komi með auknum hætti að eflingu ferðaþjónustu í Eyjafjarðarsveit með tilliti til þeirra aðstæðna sem skapast hafa.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að bjóða uppá að sækja vörur í matvöruverslanir fyrir einstaklinga sem tilheyra viðkvæmum hópum og ekki geta nálgast þær sjálfir sökum faraldursins.

Sveitarstjóra falið að útfæra þetta nánar. Sveitarstjórn leggur til við allar nefndir að fresta þeim fundum sem hægt er meðan á samkomubanni stendur. Ílengist samkomubann er lagt til að skipuleggja fjarfundi til að afgreiða mikilvæg málefni og beiðnir.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að skoða hvaða verkefni væri hægt að skipuleggja ef mikil aukning verður á starfsumsóknum námsmanna fyrir sumarið.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:25

 

 

Getum við bætt efni síðunnar?