Fundurinn er haldinn í fjarfundabúnaði vegna Covid-19.
Dagskrá:
1. Heimild til fjarfunda - 2003020
Alþingi hefur samþykkt breytingar á sveitarstjórnarlögum sem ætlað er að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar. Breytingarnar kveða á um að ráðherra geti veitt sveitarstjórnum tímabundna heimild til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að sveitarstjórn sé starfhæf við neyðarástand og til að auðvelda ákvarðanatöku. Þetta er gert til að bregðast við aðstæðum sem hafa skapast vegna COVID-19.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur gefið út heimild til að nota fjarfundabúnað. Heimildin gildir til 18. júlí 2020.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að nýta sér þessa heimild og fara eftir leiðbeiningum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga varðandi fjarfundi og kaupa til þess þann búnað sem til þarf.
2. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 325 - 2003006F
Fundargerð 325. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2001009 - Kotra - beiðni um heimild til deiliskipulagningar 2. áfanga
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar um afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa deiliskipulagið, með þeim viðbótum sem nefndin leggur til, skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn setur það skilyrði fyrir samþykkt deiliskipulagsins að stofnað verði íbúafélag um rekstur fráveitu og gatnakerfis.
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn einnig samhljóða að gera óverulega breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins þannig að mörk landnotkunarreits séu samræmd við skipulagssvæði deiliskipulags.
2.2 2003017 - Byttunes (Kroppur) - beiðni um aðalskipulagsbreytingu
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3. Markaðsstofa Norðurlands - Fundur stjórnar 16.03.2020 - 2003014
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
4. Markaðsstofa Norðurlands - Fundur stjórnar 18.03.20 - 2003015
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
5. SSNE - Fundargerð 7. stjórnarfundar - 2003016
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
6. Viðbrögð við heimsfaraldri - 2003013
Þar sem COVID-19 hefur valdið röskun á þjónustu stofnana sveitarfélagsins, t.d. leikskóla, grunnskóla, frístund, mötuneyti og fleira þess háttar þá samþykkir sveitarstjórn samhljóða að fela sveitarstjóra að endurskoða innheimtu með tilliti til notkunar og/eða skerðingar þjónustunnar að lágmarki 5 virka daga samfellt eða eftir atvikum miðað við opnun skólanna. Þetta gildir einnig ef foreldrar ákveða að nýta ekki þessa þjónustu meðan þetta ástand varir.
Þar sem Íþróttamiðstöð verður lokuð í óákveðinn tíma er eðlilegt að tímalengd áskrifta að aðgagskortum sem nú er í gildi framlengist sem lokun nemur.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra heimild til að afgreiða ofangreind mál.
7. Matjurtargarðar fyrir íbúa Eyjafjarðarsveitar - 2003019
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að láta kanna kostnað við að bjóða íbúum garða til ræktunar matjurta n.k. sumar. Garðarnir yrðu í landi Grísarár norðan Bakkatraðar. Hver reitur yrði ca. 15m2. Forstöðumanni eignasjóðs falið að gera áætlun um kostnað og leggja fyrir næsta fund framkvæmdaráðs eða sveitarstjórnar. Lögð verður áhersla á að svæðið verði snyrtilegt.
8. Heilsársferðaþjónusta í Eyjafjarðarsveit - 2003021
Lagt fram til kynningar. Þá samþykkir sveitarstjórn samhljóða að láta gera tvö til þrjú kynningarmyndbönd úr Eyjafjarðarsveit. Stefnt að því að þau verði tilbúin snemma í sumar.
9. Bréf til sveitarstjórnar varða dómsátt - 2003018
Í tilefni af bréfi fyrrum framkvæmdastjóra Eyþings dagsett 9. mars sl. samþykkja Sigríður Bjarnadóttir, Ásta Arnbjörg Pétursdóttir og Sigurður Ingi Friðleifsson fulltrúar K-listans í sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar eftirfarandi bókun:
Dómsátt sem gerð var í máli fyrrum framkvæmdastjóra gegn Eyþingi felur það í sér að stjórn Eyþings hafi orðið á stjórnsýsluleg mistök og valdið kostnaði sem nemur á fjórða tug milljóna. Þessum kostnaði er mætt af almannafé og hefur Eyjafjarðarsveit þurft að greiða sinn hlut af þessum kostnaði. Stjórn Eyþings (nú SSNE) sækir umboð sitt til sveitarstjórna á starfssvæði samtakanna og ber ábyrgð gagnvart þeim. Stjórninni ber að halda sveitarstjórnum vel upplýstum en upplýsingagjöf af hálfu Eyþings hefur verið áfátt. Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar skorar á formann og stjórn Eyþings að axla ábyrgð á mistökum sínum með viðeigandi hætti.
Fulltrúar F listans í sveitarstjórn þau Jón Stefánsson, Linda Margrét Sigurðardóttir, Hermann Gunnarsson og Halldóra Magnúsdóttir bókuðu:
Sveitarstjóra hefur verið falið að senda stjórn SSNE bréf og F-listinn telur ekki ástæðu til að bóka frekar um málið á þessu stigi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:10