Vegna Covid19 var 548. fundur sveitarstjórnar fjarfundur.
Dagskrá:
1. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 326 - 2004002F
Fundargerð 326. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 1904010 - Jódísarstaðir - Deiliskipulag íbúðarbyggðar 2019
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða að auglýsa skipulagstillöguna, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, um leið og unnt er að auglýsa fyrrgreinda aðalskipulagsbreytingu.
1.2 2003024 - Staðarhóll - Umsókn um stöðuleyfi
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða erindið, með fyrirvara um að landeigandi samþykki leyfisveitinguna.
1.3 2004003 - Sýslumaðurinn á Norðurl.eystra óskar eftir umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi gistingar fyrir Lamb Inn ehf.
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða fyrirliggjandi umsókn um rekstrarleyfi gistingar.
1.4 2003028 - Þórustaðir - Deiliskipulagsbreyting
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða að auglýsa breytingartillögu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga, enda liggi fyrir uppfærð skipulagstillaga þar sem lóðarmörkum hefur verið breytt til að koma til móts við fjarlægðarkröfu aðalskipulags milli landbúnaðarlands og byggingarreita (25 m).
1.5 2003022 - Hólasandslína 3 - drög að framkvæmdaleyfisumsókn
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.
1.6 2004005 - Ásahreppur - Ósk um umsagnir - Endurskoðun aðalskipulags Ásahrepps 2020-2032
.Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd við fyrirliggjandi skipulags- og matslýsingu.
2. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 879 - 2003007
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.
3. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 880 - 2003026
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.
4. Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar - Fundargerð 3. afgreiðslufundar - 2004001
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.
5. Fundargerð Almannavarnanefndar í umdæmi lögrelgustj. NL.EY mars 2020 - 2003023
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.
6. Erindi frá stjórn Gásakaupstaðar ses. - 2003025
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við tillögu stjórnar Gásakaupsstaðar ses um að leggja félagið niður.
Samþykkt samhljóða að sveitarstjóri fari með umboð Eyjafjarðarsveitar á auka aðalfundi Gásakaupsstaðar ses.
7. Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar - fundargerð 5. fundar og tillaga til samþykktar - 2004002
Tekin fyrir afgreiðsla svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar frá 31. mars 2020 á tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 vegna flutningslína raforku. Tillagan var auglýst 21. janúar 2020 með athugasemdafresti til 6. mars 2020.
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkir fyrir sitt leyti afgreiðslu svæðisskipulagsnefndar og felur henni, að fengnu samþykki annarra sveitarstjórna á skipulagssvæðinu, að senda Skipulagsstofnun breytingartillöguna til staðfestingar sbr. ákvæði 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
8. Matjurtargarðar fyrir íbúa Eyjafjarðarsveitar - 2003019
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að láta útbúa matjurtagarða fyrir íbúa sveitarfélagsins. Garðarnir verða í landi sveitarfélagsins að Grísará. Hver reitur verður 15 m2. Innheimt verður leiga kr. 4.000.- fyrir hvern reit á árinu 2020. Kostnaður er áætlaður um kr. 100.000.-
9. Viðbrögð við heimsfaraldri - 2003013
Sigríður Bjarnadóttir lagði fram hugmyndir að verkefnum. Sveitarstjórn tekur vel í þessar hugmyndir og felur sveitarstjóra að gera áætlun um þau verkefni sem kæmu til greina og verður það tekið fyrir á næsta fundi sveitarstjórnar. Þá var einnig rætt um innheimtu fasteignagjalda og þá sérstaklega hjá ferðaþjónustunni. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að auglýst verði að þeir einstaklingar og fyrirtæki, sem þess óska, geta haft samband við skrifstofuna og fengið þeim gjalddögum sem eftir eru frestað eða skipt. Sveitarstjórn tekur jákvætt í hugmyndir Markaðsstofunnar hvað varðar merkingar á gönguleiðum.
10. Bréf til sveitarstjórnar varða dómsátt - 2003018
Lagt fram til kynningar.
11. Hestamannafélagið Funi - Ósk um áframhaldandi samstarf við uppbyggingu reiðvegakerfis - 1910029
Tillögur hestamannafélagsins að reiðvegaframkvæmdum ársins 2020.
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjóra og oddvita falið að ræða framlagða áætlun um framkvæmdir og framtíðarsýn hvað varðar uppbyggingu reiðvega.
12. Markaðsstofa Norðurlands - Staða Flugklasans Air 66N, mars 2020 - 2003027
Lagt fram til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:05