Sveitarstjórn

549. fundur 07. maí 2020 kl. 15:00 - 17:20 fundarstofa 1, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jón Stefánsson
  • Halldóra Magnúsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
  • Karl Jónsson
  • Hermann Ingi Gunnarsson
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri

Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá beiðni Tjarnarvirkjunnar um framlengingu leyfis til framkvæmda í Eyjafjarðará. Var það samþykkt samhljóða og verður 15. liður dagskrár.
Dagskrá:

1. Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 150 - 2004005F
Fundargerð 150. fundar umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 1905034 - Sorphirðumál - endurskoðun og ábendingar
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.2 1911024 - Helgi Baldursson - Óskað eftir svörum varðandi sorphirðu
Afgreiðsla umhverfisnefndar er samþykkt samhljóða.
1.3 1911007 - Fyrirkomulag sorphirðu vegna útboðs 2020
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.4 2004012 - Gámasvæði
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.5 1903018 - Kerfill - aðgerðaráætlun
Afgreiðsla umhverfisnefndar er samþykkt samhljóða.
1.6 2003009 - Umhverfisstofnun - Uppgjör áætlunar um refaveiðar 2017-2018 og áætlun um refaveiðar 2020-2022
Afgreiðsla umhverfisnefndar er samþykkt samhljóða.
1.7 2004013 - Skýrsla um störf umhverfisnefndar
Sveitarstjórn þakkar nefndinni fyrir skýrslu ársins 2019
1.8 2001008 - Umhverfisstofnun - Endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs í sveitarfélaginu
Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar og beinir ábendingunni inn í vinnu við gerð útboðsgagna fyrir sorphirðu.

2. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 327 - 2004006F
Fundargerð 327. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2004020 - Hólasandslína 3 - efnistökusvæði í landi Kaupangs
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða erindið enda liggi fyrir samþykki landeigenda við því að efnistökusvæðinu sé bætt við skipulag.
2.2 2004021 - Brúnir - nafnabreyting
Afgreiðslu frestað.

3. Framkvæmdaráð - 94 - 2004004F
Fundargerð 94. fundar framkvæmdaráð tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
Gefur ekki tilefni til ályktana.

4. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 882 - 2004018
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

5. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 881 - 2004015
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

6. Norðurorka - Fundargerð 19. aðalfundar 17.04.20 - 2004011
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

7. 243. og 244. fundargerðir stjórnar AFE - 2004009
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

8. Markaðsstofa Norðurlands - fundargerðir stjórnar 6. og 21. apríl 2020 - 2004010
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

9. Norðurorka - Fundargerð 244. fundar - 2004006
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

10. Viðbrögð við heimsfaraldri - 2003013
Skrifstofustjóri lagði fram til kynningar minnisblað um hugsanleg áhrif Covid19 veirunnar á fjárhag og starfsemi sveitarfélagsins. Skrifstofustjóra er falið að uppfæra minnisblaðið eftir því sem frekari upplýsingar berast og að undirbúa endurskoðun fjárhagsáætlunar þegar myndin fer að skýrast betur.

Fyrir fundinum lá einnig minnisblað frá sveitarstjóra varðandi sumarstörf í Eyjafjarðarsveit. Sveitarstjórn tekur undir tillögu sveitarstjóra um sumarstörf og felur honum að auglýsa eftir umsóknum sem taka mið af nýútgefnum forsemdum vinnumálastofnunar.

Sveitarstjórn vill koma sérstökum þökkum á framfæri til starfsmanna og stjórnenda skólanna í Eyjafjarðarsveit fyrir vel unnin störf á krefjandi tímum. Ljóst er að bregðast þurfti við flóknu ástandi með skömmum fyrirvara og telur sveitarstjórn að viðbrögð starfsmanna og stjórnenda hafi verið til fyrirmyndar.

Jafnframt vill sveitarstjórn koma þökkum á framfæri til annarra starfsmanna sveitarfélagsins sem sýndu sveigjanleika við krefjandi aðstæður.

11. Matarsendingar til eldri borgara - 2005001
Sveitarstjórn samþykkir að bjóða uppá heimsendingar úr matvöruverslun fyrir alla eldri borgara 67 ára og eldri sem þess óska. Sveitarstjóra falið að útfæra þetta nánar og auglýsa þjónustuna.

12. Samþykkt um hunda og kattahald í Eyjafjarðarsveit - 1904003
Fyrirliggjandi samþykkt um hunda og kattahald sem var tekin til fyrri umræðu 2. desember 2019, er nú tekin til síðari umræðu og samþykkt samhljóða.
Sveitarstjóra falið að auglýsa og kynna vel nýjar samþykktir.

13. Hitaveita í Eyjafjarðarsveit - 1901013
Fyrir fundinum lágu erindi frá ábúendum á Torfum og eiganda Samkomugerðis 1, um lagningu hitaveitu frá Grund og að Samkomugerði. Sveitarstjóra falið að halda áfram viðræðum við stjórnendur Norðurorku um lagningu hitaveitu í sveitarfélaginu og kynna fyrir þeim erindin.

14. SÍMEY - Ársskýrsla - 2005002
Lagt fram til kynningar.

15. Framlenging leyfis til framkvæmda við ár og vötn - 2005004
Sveitarstjórn samþykkir að veita undanþágu frá ákvæði aðalskipulags um efnistökutíma vegna framkvæmdar við Tjarnarvirkjun í samræmi við erindi Tjarnarvirkjunnar ehf. með fyrirvara um jákvæða umsögn Fiskistofu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20

Getum við bætt efni síðunnar?