Dagskrá:
1. Ársreikningur 2019 - 2005022
Á fundinn mætti Þorsteinn Þorsteinsson endurskoðandi og fór yfirr ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2019. Reikningurinn er samþykktur samhljóða og vísað til síðari umræðu.
2. Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 175 - 2002004F
Fundargerð 175. fundar félagsmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 1909015 - Félagsmálanefnd - Rekstrarstaða
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.2 1912004 - Aflið-Systursamtök Stígamóta - Styrkumsókn fyrir 2020
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
2.3 1910032 - Kvennaathvarf - umsókn um rekstrarstyrk 2020
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
2.4 1910033 - Stígamót - fjárbeiðni fyrir árið 2020
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
2.5 1903019 - Jafnréttisáætlun og framkvæmdaáætlun 2019
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.6 2002010 - Ársskýrsla félagsmálanefndar 2019
Sveitarstjórn þakkar nefndinni fyrir góða ársskýrslu.
2.7 2003003 - Barnvæn sveitarfélög
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3. Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 179 - 2003004F
Fundargerð 179. fundar menningarmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 2003010 - Menningarmálanefnd - Málefni bókasafns Eyjafjarðarsveitar
Sveitarstjórn samþykkir að opna bókasafnið til reynslu einn dag í viku, tvær klukkustundir í senn, sumarið 2020 í tengsum við átaksverkefni sumarstarfa. Sveitarstjóra falið að útfæra opnunina.
3.2 1909010 - Samráðsfundir sveitarstjórnar og nefnda
Gefur ekki til ályktana.
3.3 2003011 - Menningarmálanefnd - Skýrsla formanns fyrir árið 2019
Sveitarstjórn þakkar nefndinni fyrir góða skýrslu.
3.4 2003012 - Menningarmálanefnd - Lýsandi undirheiti fyrir Laugarborg
Sveitarstjórn Samþykkir tillögu nefndarinnar um nafnið Laugarborg viðburðarhús
3.5 2004016 - Listaskálinn á Brúnum - Styrkbeiðni
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
4. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 328 - 2005003F
Fundargerð 328. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
4.1 1910034 - Deiliskipulag Hrafnagilshverfis
Gefur ekki tilefni til ályktana.
5. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 329 - 2005005F
Fundargerð 329. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
5.1 2005003 - Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar vegna Oddeyrar
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt samhljóða.
5.2 2005012 - Steinn Jónsson - Umsókn um stöðuleyfi
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða að vísa tillögu að breytingu á deiliskipulagi í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5.3 2005014 - Jón Elvar Hjörleifsson - Umsókn um að taka spildu í landi Hrafnagils úr landbúnaðarnotkun
Afgreiðslu er frestað.
5.4 1909004 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar breyting 2019
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn að kallað verði eftir kostnaðarmati frá fornleifafræðingi vegna skráningar fornminja á skipulagssvæðum sem koma við sögu í skipulagsbreytingu. Einnig samþykkir sveitarstjórn samhljóða tillögu skipulagsnefndar að efnistökusvæði í landi Kaupangs í Bíldsárskarði verði bætt inn á aðalskipulag vegna Hólasandslínu 3.
5.5 2001009 - Kotra - beiðni um heimild til deiliskipulagningar 2. áfanga
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar á innkomnum erindum og samþykkir deiliskipulag fyrir annan áfanga íbúðarsvæðis ÍB13 í landi Kotru skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild stjórnartíðinda skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga.
5.6 2005024 - Möðrufell - landsskipti
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða erindið, enda sé kvöð um lagnaleiðir og aðgengi þinglýst á umlykjandi land samhliða landskiptum.
6. Framkvæmdaráð - 95 - 2005006F
Fundargerð 95. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
6.1 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
Gefur ekki tilefni til ályktana.
7. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 883 - 2005006
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
8. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 884 - 2005018
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
9. SSNE - Fundargerð 8. stjórnarfundar - 2005007
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
10. SSNE - Fundargerð 9. stjórnarfundar - 2005008
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
11. SBE - Aðalfundur 21.04.2020 - 2005005
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
12. Laxeldi í Eyjafirði - 2005013
Sveitastjórn Eyjafjarðarsveitar telur mikla möguleika til atvinnu og verðmætasköpunnar felast í fiskeldi. Hugmyndir um sjókvíaeldi í utanverðum Eyjafirði ber að skoða frá öllum hliðum áður en frekari ákvarðanir eru teknar. Mikilvægt er ef af verður að byggja eldið hægt upp og það sé í eigu Íslendinga þar sem um takmarkaða auðlind er að ræða.
13. UMFS - Nóri, vefskráningar- og greiðslukerfi - 2005015
Sveitarstjóra er falið að afla upplýsinga um kostnað við kerfið fyrir næsta fund.
14. Samþykkt um stjórn Eyjafjarðarsveitar - breyting 2020 - 2005023
Breyting á 38. gr. varðandi varamenn í framkvæmdaráð
Fyrir fundinum lá tillaga um breytingu á 3. lið, 38. greinar samþykkta um stjórn Eyjafjarðarsveitar þannig að við bætist: "og jafnmarga til vara" Samþykkt og vísað til síðari umræðu.
15. Viðbrögð við heimsfaraldri - 2003013
Gefur ekki tilefni til ályktana. Sveitarstjórn samþykkir að ráða í átaksverkefni í 64 vinnuvikur.
16. Ungmennafélagið Samherjar - staða og verkefni - 2005021
Til fundar mætti Berglind Kristinsdóttir, Rósa Margrét Húnadóttir og Óttar Ingi Oddsson frá UMF Samherjum. Þau gerðu grein fyrir starfsemi félagsins og stöðu þess. Þá var rætt um þá samninga sem eru á milli sveitarfélagsins og UMF Samherja um eingnakaup og rekstur. Einnig var rætt um hvernig starfið gæti þróast og hvernig sveitarfélagið gæti komið að starfinu og létt undir.
17. Jafnalaunavottun Eyjafjarðarsveitar - 2005028
Sveitarstjóri kynnir sveitarstjórn fyrir vinnu við innleiðingu jafnlaunakerfis, drög af jafnlaunastefnu, drög af jafnlaunahandbók og drög af skipuriti fyrir sveitarfélagið. Sveitarstjórn þarf að samþykkja jafnlaunastefnu og skipurit fyrir sveitarfélagið áður en til vottunar kemur.
Drög af jafnlaunastefnu og skipuriti sveitarfélagsins lögð fram til kynningar og innleiðing jafnlaunakerfis kynnt fyrir sveitarstjórn. Afgreiðslu frestað.
18. Skipan í nefndir, ráð og stjórnir 2018 - 2022, skv. samþykktum um stjórn og fundarsköp Eyjafjarðarsveitar. - 1806007
Þar sem Adda Bára Hreiðarsdóttir er flutt úr sveitarfélaginu þarf að skipa nýjan aðalmann í félagsmálanefnd. Samþykkt samhljóða að skipa Sigríði Rósu Sigurðardóttur sem aðalmann í félagsmálanefnd og Susanne Lintermann sem varamann í nefndina.
19. AFE - Ársreikningur 2019 - 2005017
Reikningurinn er lagður fram til kynningar.
20. EFS - Fjármál sveitarfélaga í kjölfar COVID-19 - 2005016
Lagt fram til kynningar
21. Samráðsfundir sveitarstjórnar og nefnda - 1909010
Kl. 16:30 mætir félagsmálanefnd til fundar við sveitarstjórn
Til fundar mætti Sigríður Rósa Sigurðardóttir fulltrúi í félagsmálanefnd og hún ásamt formanni nefdarinnar Linda Margrét Sigurðardóttir fóru yfir starf nefndarinnar og helstu verkefni.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:35