552. fundur sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar
haldinn í fundarstofu 1, Skólatröð 9, 19. júní 2020 og hófst hann kl. 15:00.
Fundinn sátu:
Jón Stefánsson, Halldóra Magnúsdóttir, Linda Margrét Sigurðardóttir, Hermann Ingi Gunnarsson, Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, Sigurður Ingi Friðleifsson, Sigríður Bjarnadóttir, Stefán Árnason og Finnur Yngvi Kristinsson.
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri.
Dagskrá:
1. Lýðheilsunefnd - 193 - 2006002F
Fundargerð 193. fundar Lýðheilsunefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðið bera með sér.
1.1 2006006 - UMSE og Eyjafjarðarsveit
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samningsdrög
1.2 2006007 - Bókasending til eldri borgara
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.3 2006008 - Kvennahlaup 2020
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.4 1906003 - Heilsueflandi samfélag
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2. Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 251 - 2006001F
Fundargerð 251. fundar skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2005020 - Mennta- og menningarmálaráðuneyti - Óskað upplýsinga um framkvæmd umbóta við Hrafnagilsskóla
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.2 2005019 - Mennta- og menningarráðuneytið - Óskað upplýsinga um framkvæmd umbóta á leikskólanum Krummakoti
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.3 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.4 2006002 - Skólanefnd - Reglur um myndatökur í skólum
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3. Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 34 - 2005002F
Fundargerð 34. fundar landbúnaðar- og atvinnumálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 2001014 - Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar - Styrkumsókn fyrir fræðslu og markaðssetningu í ferðaþjónustu
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt samhljóða.
3.2 2005025 - Staða ferðaþjónustnnar í Eyjafjarðarsveit
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.3 2005026 - Staða landbúnaðar í Eyjafjarðarsveit
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.4 2005027 - Risakusa í Eyjafjarðarsveit
Sveitarstjóra er falið að vinna með nefndinni hvað varðar staðsetningu kennileitisins.
3.5 2003021 - Heilsársferðaþjónusta í Eyjafjarðarsveit
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.6 2005029 - Ársskýrsla landbúnaðar- og atvinnumálanefndar 2019
Sveitarstjórn þakkar nefndinni fyrir skýrsluna.
4. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 330 - 2006004F
Fundargerð 330. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
4.1 2003017 - Byttunes (Kroppur) - beiðni um aðalskipulagsbreytingu
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða erindið og að verslunar- og þjónustusvæði í Byttunesi sé bætt við skipulagsbreytingu sem nú er í vinnslu. Skipulagsfulltrúa er falið að auglýsa breytingartillöguna skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4.2 1910034 - Deiliskipulag Hrafnagilshverfis
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða að skipulagsverkefnið verði kynnt fyrir almenningi á kynningarfundi þann 24. júní nk.
4.3 2006009 - Byttunes - bílastæði
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar og felur skipulagshönnuðum að útfæra bílastæði í samræmi við erindi sendanda í deiliskipulagi fyrir Hrafnagilshverfi sem nú er í vinnslu.
4.4 2006012 - Hólasandslína 3 - framkvæmdaleyfisumsókn
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar og er skipulagsfulltrúa er falið að gefa út framkvæmdaleyfi.
4.5 2004020 - Hólasandslína 3 - efnistökusvæði í landi Kaupangs
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða erindið að tillaga að breytingu sé auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða öðrum breytingum á aðalskipulagi sem nú eru í vinnslu.
4.6 2006016 - Hvammur - framkvæmdaleyfi vegna bílastæðis við hjólastíg
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða, með fyrirvara um að samþykki Vegagerðarinnar liggi fyrir áður en framkvæmdaleyfi er gefið út. Sveitarstjórn þakkar eigendum Hvamms fyrir framlag þeirra til umhverfis og aðstöðu við útivistarstíginn.
4.7 2006013 - Kotra - framkvædaleyfi gata og fráveita 2020
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða erindið og er skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi vegna vegagerðar og einnig vegna fráveitu samanber innsent erindi.
4.8 2006017 - Bakkatröð fráveita - framkvæmdaleyfisumsókn
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.
4.9 2006019 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna reiðvegakerfis
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar og heimilar skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við aðalskipulag og þegar samþykki landeigenda ligur fyrir.
4.10 2006020 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku úr Gilsáreyrum
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindið enda liggi fyrir samþykki landeiganda áður en framkvæmdaleyfi er gefið út.
5. Framkvæmdaráð - 96 - 2006005F
Fundargerð 96. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
5.1 2006015 - Staða framkvæmda 2020
Gefur ekki tilefni til ályktana.
5.2 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
Gefur ekki tilefni til ályktana.
5.3 2006018 - Lán og lánakjör sveitarfélagsins 2020
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðauka við fjárhagsáætlun til að greiða upp lán hjá íbúðalánasjóði nr. 301946 og 312478 samtals kr. 29,5 millj. og verður því mætt með að lækka handbært fé.
Þá var sveitarstjóra falið að kanna hvaða lánakjör eru í boði bæði með það í huga að greiða upp fleiri lán og einnig til að fjármagna fyrirhugaða nýbyggingu við Hrafnagilsskóla.
5.4 1801031 - Bakkatröð Grundun
Gefur ekki tilefni til ályktana.
6. Markaðsstofa Norðurlands - fundargerðir stjórnar 5., 8. og 13. maí 2020 - 2005030
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
7. Norðurorka - Fundargerð 245. fundar - 2005031
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
8. AFE - Aðalfundur 20. maí 2020 - 2006003
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
9. Ársreikningur 2019 og fundargerð skólanefndar og sveitarstjóra aðildarsveitarfélaga - 2006011
Fundargerðirnar gefa ekki tilefni til ályktana.
10. SSNE - Fundargerð 10. stjórnarfundar - 2006001
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.
11. Samþykkt um stjórn Eyjafjarðarsveitar - breyting 2020 - 2005023
Fyrirliggjandi tillaga að breytingum á 3. og 4. lið 38. gr. eru teknar til síðari umræðu og samþykktar samhljóða.
12. Ársreikningur 2019 - 2005022
Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2019 er tekin til síðari umræðu og samþykktur samhljóða.
13. Samstarfssamningur við Funa um uppbyggingu reiðavega í Eyjafjarðarsveit - 2006023
Fyrirliggjandi drög að samningi eru samþykk samhljóða. Sveitarstjóra falið að undirrita samninginn.
14. Sumarlokun skrifstofu Eyjafjarðarsveitar 2020 - 2006022
Tillaga er um að skrifstofan verði lokuð í tvær vikur frá 20. - 31. júli.
Samþykkt samhljóða að skrifstofa Eyjafjarðarsveitar verði lokuð frá 20. - 31. júlí.
15. Sumarleyfi sveitarstjórnar og fundaáætlun til júní 2021 - 2006021
Samþykkt samhljóða að sumarleyfi sveitarstjórnar verði frá 20. júní og til 13. ágúst. Ef þörf krefur verður sveitarstjórn kölluð til aukafundar.
Þá var einnig samþykkt fundarplan samkvæmt fyrirliggjandi minnisblaði frá sveitarstjóra.
16. Jafnlaunavottun - 1912005
Sveitarstjóri lagði fram og kynnti jafnlaunastefnu og skipurit sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir það samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:50