Dagskrá:
1. Fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar - 41 - 2008003F
Fundargerð 41. fundar fjallskilanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2008019 - Fjallskil 2020
Afgreiðsla fjallskilanefndar er samþykkt samhljóða.
2. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 331 - 2008004F
Fundargerð 331. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2008002 - Umhverfisstofnun - Samningsdrög - Hólasandslína 3
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt samhljóða.
2.2 2008028 - Hálendisþjóðgarður
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt samhljóða.
2.3 2008011 - Bakkatröð 52 - Smáhýsi, leyfi fyrir fjarlægðarmörkum
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.4 2008003 - Þröstur H. Jóhannesson - Ósk um byggingarreit á jörðinni Hraungerði
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.5 2008021 - Heimavöllur ehf. óskar eftir byggingarreit í landi Hvamms
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða erindið með fyrirvara um að kvöð um aðkomu og langnaleiðir sé þinglýst samhliða skráningu íbúðarhúss.
2.6 2001009 - Kotra - beiðni um heimild til deiliskipulagningar 2. áfanga
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða uppfærðan deiliskipulagsuppdrátt skv. 41. og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2.7 2006033 - Tómas Ingi Olrich - Óskað er eftir landskiptum í Staðarey landnr. L152768, F2159542
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða landskipti á Staðarey (L152768) í tvo jafn stóra parta skv. uppdrætti frá Ríkiseignum dags. 2020-05-25 sem erindinu fylgir.
2.8 2007002 - Minjastofnun Íslands - Fyrirspurn varðandi skógræktarmál
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.9 1801031 - Bakkatröð Grundun
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.10 1910034 - Deiliskipulag Hrafnagilshverfis
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar um afgreiðslu, þannig að myndin "dæmi C" í kafla 4 sé felld úr skipulagslýsingu og að myndinni "dæmi B" sé breytt þannig að þar séu vegtengingar 1 og 5. Einnig er samþykkt samhljóða að mynd 11 sé breytt með tilliti til starfsemi í leikskólahúsnæði. Lögð er áhersla á að skilum milli íbúðarsvæðis ÍB4 og ÍÞ1 sé hliðrað til að bæta upp það svæði sem tapast af íþróttasvæði vegna lagningu nýrrar Eyjafjararbrautar. Skipulagslýsingunni er vísað í lögbundið kynningarferli skv. 40. gr. skipulaglagslaga.
2.11 1909004 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar breyting 2019
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar á innsendum erindum. Þá samþykkir sveitarstjórn samhljóða auglýsta skipulagstillögu skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga og að skipulagsfulltrúa sé falið að fullnusta gildistöku skipulagsins skv. 2. mgr. sömu lagagreinar.
2.12 1909004 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar breyting 2019
Sigríður Bjarnadóttir lýsti sig vanhæfa og vék af fundi undir þessum lið.
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða að breytingartillögur 1 og 2 verði uppfærðar á viðeigandi hátt í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fyrirhuguð skógræktarsvæði í landi Teigs, Syðri-Varðgjá, Kotru og Árbakka verði leyst úr landbúnaðarnotum skv. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004 og fært yfir í skógræktar og landgræðslu svæði (SL) í gildandi aðalskipulagi sveitarfélagsins. Skipulagsfulltrúa er falið að klára málið.
2.13 2008029 - Samkomugerði - byggingarreitur gróðurhús 2020
Að tillögu skipulagsnefndar er erindið samþykkt.
3. Framkvæmdaráð - 97 - 2008002F
Fundargerð 97. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 2008008 - Ólafur Geir Vagnsson - Óskað eftur enduruppsetningu á girðingu á landamerkjum
Afgreiðsla framkvæmdaráðs er samþykkt.
3.2 2007001 - Kantsteinn í Sunnutröð
Afgreiðsla framkvæmdaráðs er samþykkt.
3.3 1801031 - Bakkatröð Grundun
Hvað varðar grundun lóðar er kostnaði við það vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021. Sveitarstjórn tekur undir bókun framkvæmdaráðs hvað varðar gámasvæði.
3.4 2006015 - Staða framkvæmda 2020
Gefur ekki tilefni til ályktana.
4. Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar - Fundargerð 8. afgreiðslufundar - 2008024
Fundargerðin er samþykkt.
5. Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar - Fundargerð 9. afgreiðslufundar - 2008025
Fundargerðin er samþykkt.
6. Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar - Fundargerð 10. afgreiðslufundar - 2008030
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
7. SSNE - Fundargerð 11. stjórnarfundar - 2008017
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
8. Flokkun Eyjafjörður ehf. - Fundargerðir í ágúst 2020, aðalfundur og stjórnarfundur - 2008031
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
9. Skjólbeltasjóður Kristjáns Jónssonar - Skipun stjórnarmanns - 2008026
Ólafur Thoroddsen hefur látið af störfum sem stjórnarmaður í Skólbeltasjóði Kristjáns Jónssonar. Ólafur var skipaður af Skógræktarfélagi Eyjafjarðar og hefur stjórn félagsins skipað Ingólf Jóhannsson sem fulltrúa sinn í stjórn sjóðsins.
10. Fjárhagsáætlun 2021 og 2022 til 2024 - 2009001
Rætt um tímaskipulag og vinnu við fjárhagsáætlun 2021 og 2022 til 2024. Samþykkt að stefna að fundi með öllum nefndum og forstöðumönnum í byrjun október.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:40