Sveitarstjórn

556. fundur 15. október 2020 kl. 15:00 - 15:45 fundarstofa 1, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jón Stefánsson
  • Halldóra Magnúsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri

Vegna Covid19 var fundurinn haldinn í fjarfundarbúnaði.
Dagskrá:

1. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 333 - 2010002F
Fundargerð 333. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2009032 - Ingólfur Sigurðsson og Bryndís Lúðvíksdóttir - Nafn á sumarhús
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.2 2009031 - Stígakerfi Akureyrar - beiðni um umsögn
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar og gerir ekki athugasemd við aðalskipulagstillögu fyrir stígakerfi Akureyrarbæjar.
1.3 2010013 - Hvammur efnisnám 2020
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.4 2010012 - Stokkahlaðir landskipti
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.5 2010014 - Bakkatröð - deiliskipulag 2020
Sveitarstjórn samþykkir bókun skipulagsnefndar samhljóða.
1.6 1910034 - Deiliskipulag Hrafnagilshverfis
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.7 1909004 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar breyting 2019
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar um að skipulagstillögu verði skipt upp þannig að dráttur sem fyrirsjáanlegur er vegna fornleifaskráningar tefji ekki brýna þætti sem skipulagsbreyting tekur til. Þá samþykkir sveitarstjórn einnig að brugðist verði við athugasemdum Skipulagsstofnunar um forsendur, markmið og annað slíkt á viðeigandi hátt.

2. Lýðheilsunefnd - 194 - 2010001F
Fundargerð 194. fundar Lýðheilsunefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2007014 - Tillaga um skapandi tómstundastarf fyrir börn
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.2 2008022 - Listhlaupadeild LSA - Skautamaraþon til fjáröflunar, beiðni um styrk
Afreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
2.3 2010005 - Lýðheilsa í Eyjafjarðarsveit
Verkefnið hefur í nokkurn tíma verið í undirbúningi og fagnar sveitarstjórn því að nú sé kominn vísir að samstarfi sem kortleggur líðan íbúa í sveitarfélaginu og getur stuðlað að aukinni heilsu þeirra.

3. Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 176 - 2009006F
Fundargerð 176. fundar Félagsmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 2009002 - Aflið-Systursamtök Stígamóta - Styrkumsókn fyrir 2021
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
3.2 2008014 - Gjaldskrá félagslegrar heimaþjónustu
Sveitarstjórn samþykkir bókun félagsmálanefndar um að orlofsprósentan í gjaldskrá heimaþjónustu, sem verði notuð við útreikninga á grunngjaldinu verði 13,04% í stað 11,59%, til að halda samræmi við gildandi kjarasamninga.
3.3 2009037 - Heimaþjónusta
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu félagsmálanefndar og felur sveitarstjóra að taka saman upplýsingar um það hvernig heimsendingu á mat sé háttað í öðrum sambærilegum sveitarfélögum.
3.4 2009036 - Akstursþjónusta
Gefur ekki tilefni til ályktana.

4. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 887 - 2010001
Fundargerð lögð fram til kynningar.

5. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 888 - 2010002
Fundargerð lögð fram til kynningar.

6. Hrafnagilsskóli - Skóladagatal 2020-2021 - 2003005
Ósk grunnskólans um breytingu á skóladagatali er tengist starfsdögum í nóvember og mars tekin fyrir.
Sveitarstjórn samþykkir innkomið erindi frá skólastjóra Hrafnagilsskóla um breytingu á skóladagatali enda hafa fulltrúar skólaráðs fengið að bregðast við og aðalmenn í skólanefnd samþykkt breytinguna.

7. Viðbrögð við heimsfaraldri - 2003013
Sveitarstjórn ræðir stöðu heimsfaraldurs Covid 19 nú þegar fyrstu tilfelli hafa greinst í sveitarfélaginu.
Sveitarstjóri fer yfir atburðarrás undanfarinnar viku með sveitarstjórn, þau úrræði sem gripið var til innan stofnana sveitarfélagsins og samvinnu við aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi eystra. Sveitarstjórn sendir þeim sem eru að fást við afleiðingar Covid-19 faraldursins baráttukveðjur og óskir um góðan bata.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:45

Getum við bætt efni síðunnar?