Sveitarstjórn

557. fundur 05. nóvember 2020 kl. 15:00 - 17:15 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Halldóra Magnúsdóttir
  • Jón Stefánsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
Starfsmenn
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri

Dagskrá:

1. Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 151 - 2009004F
Fundargerð 151. fundar umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 1911007 - Fyrirkomulag sorphirðu vegna útboðs 2020
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.2 2009012 - Umhverfisstofnun - Skil á refa- og minkaveiðiskýrslu
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.3 1903018 - Kerfill - aðgerðaráætlun
Gefur ekki tilefni til ályktana
1.4 2008006 - Umhverfisstefna Eyjafjarðarsveitar
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2. Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 35 - 2009005F
Fundargerð 35. fundar landbúnaðar- og atvinnumálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2003021 - Heilsársferðaþjónusta í Eyjafjarðarsveit
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.2 2009026 - Nýsköpunarstefna í Eyjafjarðarsveit
Sveitarstjórn óskar eftir upplýsingum frá nefndinni um umfang og áætlaðan kostnað.

3. Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 177 - 2010005F
Fundargerð 177. fundar félagsmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 2009025 - Neyðarkall frá Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis
Afgreiðsla félagsmálanefndar er samþykkt samhljóða.
3.2 2010017 - Félagsmálanefnd - Rekstrarstaða
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.3 2010018 - Fjárhagsáætlun 2021 - Félagsmálanefnd
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.4 2009037 - Heimaþjónusta
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.5 2009036 - Akstursþjónusta
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.6 2010031 - Reglur um sérsakan húsnæðisstuðning
Gefur ekki tilefni til ályktana.

4. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 334 - 2010006F
Fundargerð 334. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
4.1 2010041 - Rein 4 - Umsókn um leyfi fyrir íbúðarhúsi
Gefur ekki tilefni til ályktana.
4.2 2010016 - Theodór og Julia - Ósk um leyfi til að láta vinna deiliskipulag í landi Bjarkar
Gefur ekki tilefni til ályktana.
4.3 2010040 - Kotra - beiðni um heimild til deiliskipulagningar 3. áfanga
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða heimild til að málshefjanda að vinna deiliskipulag á grundvelli 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4.4 2010011 - Vökuland II - Umsókn um byggingareit
Gefur ekki tilefni til ályktana.
4.5 1909004 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar breyting 2019
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar um að svæði VÞ21 verði fellt út af breytingaruppdrætti og að breytt skipulagstillaga verði svo auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn óskar eftir því að útbúnar verði stuttar leiðbeiningar um hvaða reglur gildi um byggingar og skiptingu jarða. Reglurnar þurfa að ná til bygginga bæði þar sem til er deiliskipulag og einnig þar sem deiliskipulag er ekki fyrir hendi.
4.6 2010033 - Skipulags- og matslýsing endurskoðunar aðalskipulags Þingeyjarsveitar
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar.
4.7 2009032 - Ingólfur Sigurðsson og Bryndís Lúðvíksdóttir - Nafn á sumarhús
Að tillögu skipulagsnefndar er erindið samþykkt samhljóða.
4.8 2010003 - Heimavöllur ehf. - sækir um framkvæmdaleyfi fyrir vegtenginu
Sveitarstjórn fer að tillögu skipulagsnefndar og samþykkir samhljóða erindið ásamt ábendingu nefndarinnar um að æskilegt sé að fella tré sem skyggja á vegamót hjóla- og göngustígar við heimreið að Litla-Hvammi með tillti til umferðaröryggis.

5. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 335 - 2010008F
Fundargerð 335. fundar skipulagsnefndar er tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
5.1 2010045 - Ytri-Varðgjá - baðstaður og skipulag
Afgreiðsla skipilagsnefndar er samþykkt samhljóða.
5.2 1910034 - Deiliskipulag Hrafnagilshverfis
Gefur ekki tilefni til ályktana.

6. Framkvæmdaráð - 97 - 2010004F
Fundargerð 97. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
6.1 2006015 - Staða framkvæmda 2020
Gefur ekki tilefni til ályktana.
6.2 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
Gefur ekki tilefni til ályktana.

7. Skipulags- og byggingarfulltúi Eyjafjarðar - Fundargerð 11. afgreiðslufundar - 2010043
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

8. Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar - Fundargerð 12. afgreiðslufundar - 2010044
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

9. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 889 - 2010034
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

10. SSNE - Fundargerð 14. stjórnarfundar - 2010027
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

11. SSNE - Fundargerð 15. stjórnarfundar - 2010028
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

12. AFE - 245. fundargerð - 2010042
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

13. SSNE - Fundargerð ársþings 9.-10. okt. 2020 - 2011002
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

14. AFE - 246. fundargerð - 2010035
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana.

15. Héraðsskjalasafnið á Akueyri - Ársskýrsla 2019 - 2011003
Gefur ekki tilefni til ályktana.

16. Erindi frá Samtökum ferðaþjónustunnar, kom frá SSNE, dags. 13.10.2020 - 2010046
Erindið var sent SSNE og þaðan sent áfram til sveitarfélaga á starfssvæði SSNE.

Eftirfarandi bókun var samþykkt samhljóða:
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar bendir á að Eyjafjarðarsveit sem og öðrum sveitarfélögum er þröngur stakkur sniðinn. Fasteignagjöld eru hluti af lögbundnum tekjum sveitarfélaga sbr. lög nr. 4/1995 og samgöngu- og sveitarstjórnarráðneytið fer með málefni sveitarfélaga, þar með talin tekjustofna og fjármál sveitarfélaga.
Sveitarfélög hafa því lítið svigrúm til að bregðast við og heimild til frestunar greiðslu fasteignagjalda eða önnur breyting á greiðslu fasteignagjalda, fer í gegnum Alþingi, líkt og heimild til frestunar greiðslu fasteignargjalda sem samþykkt var á Alþingi 30. mars síðastliðinn.

17. Skriðuföll í Eyjafjarðarsveit - Hleiðargarðsfjall - 2010032
Þann 6.október 2020 féll aurskriða úr Heiðargarðsfjalli ofan við bæina Gilsá 1 og 2 í Eyjafjarðarsveit.

Skriðan var umtalsverð að vöxtum og staðnæmdist um 100 metrum ofan við bæina. Aur, leðja og grjót fór einnig milli bæjanna og yfir Eyjafjarðarbraut vestri, niður á tún austan vegar, og loka þurfti veginum um tíma. Bæirnir voru rýmdir um tíma samkvæmt ákvörðun lögreglustjóra.

Með vísan til 2.mgr. 4. gr laga nr. 49/1997 samþykkir sveitarstjórn að fara þess á leit við umhverfisráðherra að hann veiti álit sitt á því hvort gildar ástæður séu til þess að fram fari hættumat vegna hættu á skriðuföllum úr Heiðargarðsfjalli í Eyjafjarðarsveit. Verði álit ráðherra að svo sé, ákveður sveitarstjórn að fela sveitarstjóra að fara þess á leit ráðherra að hann skipi hættumatsnefnd í samræmi við ákvæði laganna.

18. Erindisbréf skipulagsnefndar - Síðari umræða - 2009033
Erindisbréfið var tekið til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar þann 24. september og er nú tekið til síðari umræðu.
Erindisbréfið er samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum.

19. Fjárhagsáætlun 2021 og 2022 til 2024, fyrri umræða - 2009001
Lögð fram til fyrri umræðu Fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2021 og 2022 til 2024, auk tillögu um viðauka vegna ársins 2020.
Mikil óvissa er hvað varðar efnahagsmál næstu ára. Stöðugt berast nýjar upplýsingar sem geta haft nokkur áhrif á framlagða áætlun.
Þá á eftir að útfæra frekar áætlun um fyrirhugaðar framkvæmdir næstu ára.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa áætluninni til síðari umræðu sem er áætluð 4. desember.
Tíminn á milli umræðna verður nýttur til að fara yfir fyrirliggjandi áætlun bæði hvað varðar rekstur og framkvæmdir.

20. Viðbrögð við heimsfaraldri - 2003013
Sveitarstjóri fór yfir viðbrögð sveitarfélagsins við nýjustu samkomutakmörkunum og hvernig það kemur við stofnanir sveitarfélagsins. Sveitarstjórn sendir þakkir á starfsmenn sveitarfélagsins fyrir dugnað og sveigjanleika í því ástandi sem nú varir.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15

Getum við bætt efni síðunnar?