Sveitarstjórn

558. fundur 26. nóvember 2020 kl. 15:00 - 18:30 fundarstofa 1, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jón Stefánsson
  • Halldóra Magnúsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri

Dagskrá:

1. Framkvæmdaráð - 98 - 2011005F
Fundargerð 98. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2006015 - Staða framkvæmda 2020
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.2 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.3 2010020 - Fjárhagsáætlun 2021 - Framkvæmdaráð
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2. Framkvæmdaráð - 99 - 2011008F
Fundargerð 99. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2011018 - Hjallatröð 3
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.2 2006015 - Staða framkvæmda 2020
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.3 2010020 - Fjárhagsáætlun 2021 - Framkvæmdaráð
Afgreiðslu á fjárhagsáætlun framkvæmdaráðs er vísað er vísað til afgreiðslu á 25. lið dagskrár 2009001, Fjárhagsáætlun 2021 og 2022 - 2024, síðari umræða.

3. Lýðheilsunefnd - 195 - 2011006F
Fundargerð 195. fundar lýðheilsunefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 2011010 - Íþróttamiðstöð aðsókn í sundlaug
Lagt fram til kynningar. Sveitarstjórn felur nefndinni að skoða áfram hagræðngarmögileika í starfsemi íþróttamiðstöðvar.
3.2 2011009 - Íþróttamiðstöð gjaldskrá 2021
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá íþróttamiðstöðvar. Þá beinir sveitarstjórn því til Lýðheilsunefndar að veittur verði hreyfistyrkur til eldri íbúa Eyjafjarðarsveitar sem kaupa árskort í íþróttamiðstöðina.
3.3 1906003 - Heilsueflandi samfélag
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.4 2010021 - Fjárhagsáætlun 2021 - Lýðheilsunefnd
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar og vísar henni til afgreiðslu á viðaukum ársins 2020 og fjárhagsáætlun 2021.

4. Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 152 - 2011004F
Fundargerð 152. fundar umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
4.1 2010026 - Fjárhagsáætlun 2021 - Umhverfisnefnd
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar og vísar henni til afgreiðslu á viðaukum ársins 2020 og fjárhagsáætlun ársins 2021.
4.2 1911007 - Fyrirkomulag sorphirðu vegna útboðs 2020
Gefur ekki tilefni til ályktana.

5. Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 252 - 2011002F
Fundargerð 252. fundar skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
5.1 2010036 - Leikskólinn Krummakot - Starfsáætlun 2020-2021
Gefur ekki tilefni til ályktana.
5.2 2011011 - Hrafnagilsskóli - Staðan haustið 2020
Gefur ekki tilefni til ályktana.
5.3 2010037 - Hrafnagilsskóli - Starfsáætlun 2020-2021
Gefur ekki tilefni til ályktana.
5.4 2010038 - Hrafnagilsskóli - Skólanámskrá 2020-2021
Gefur ekki tilefni til ályktana.
5.5 2010039 - Hrafnagilsskóli - Umbótaáætlun 2020-2021
Gefur ekki tilefni til ályktana.
5.6 2006002 - Skólanefnd - Reglur um myndatökur í skólum
Gefur ekki tilefni til ályktana.
5.7 2010025 - Fjárhagsáætlun 2021 - Skólanefnd
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar og vísar henni til afgreiðslu á viðaukum ársins 2020 og fjárhagsáætlun ársins 2021.
5.8 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
Gefur ekki tilefni til ályktana.

6. Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 178 - 2010007F
Fundargerð 178. fundar félagsmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
6.1 2010018 - Fjárhagsáætlun 2021 - Félagsmálanefnd
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar og vísar henni til afgreiðslu á viðaukum ársins 2020 og fjárhagsáætlun ársins 2021.
6.2 2009036 - Akstursþjónusta
Gefur ekki tilefni til ályktana.
6.3 2009037 - Heimaþjónusta
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi gjaldskrá.
6.4 2010031 - Reglur um sérsakan húsnæðisstuðning
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu nefndarinnar um húsnæðisstuðning 15 - 17 ára barna.

7. Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 181 - 2011003F
Fundargerð 181. fundar menningarmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
7.1 2010023 - Fjárhagsáætlun 2021 - Menningarmálanefnd
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar og vísar henni til afgreiðslu á viðaukum ársins 2020 og fjárhagsáætlun ársins 2021.
7.2 2011006 - 1. des. hátíð 2020
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
7.3 2009007 - Lamb Inn og Fimbul cafe - Aðventutónleikar
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
7.4 2008018 - Fyrrum starfsmenn Dags á Akureyri - Ósk um styrk til útgáfu bókar um sögu dagblaðsins Dags á Akureyri
Gefur ekki tilefni til ályktana.

8. Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 36 - 2011007F
Fundargerð 36. fundar landbúnaðar- og atvinnumálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
8.1 2010022 - Fjárhagsáætlun 2021 - Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar og vísar henni til afgreiðslu á viðaukum ársins 2020 og fjárhagsáætlun ársins 2021.

9. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 336 - 2011009F
Fundargerð 336. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
9.1 2011005 - Helgi Þórsson - Um mörk Akureyrar og sameiginlegs lands Kristness og Reykhúsa
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar og felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.
9.2 2011012 - Kotra 14 - Umsókn um framkvæmdarleyfi
Sveitarstjórn samþykkir erindið.
9.3 2011013 - Heiðartún - Ósk um frávik frá byggingarreit
Að tillögu skipulagsnefndar vísar sveitarstjórn erindinu í grenndarkynningu á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt sé að stytta tímabil grenndarkynningar ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir að ekki sé gerð athugasemd við málið. Erindið teljist samþykkt ef ekki berast athugasemdir.
9.4 2010013 - Hvammur efnisnám 2020
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn erindið.
9.5 2011019 - Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna skógræktar á Þormóðsstöðum
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.
9.6 2011015 - Stokkahlaðir - Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.
9.7 2010041 - Rein 4 - Umsókn um leyfi fyrir íbúðarhúsi
Að tillögu skipulagsnefndar heimilar sveitarstjórn umsækjanda að vinna deiliskipulag vegna ofangreindra áforma og þeim tilmælum til umsækjenda að fjarlægð milli íbúðarhúss og frístundahúsa í landi Þverár verði höfð eins mikil og unnt er.
9.8 2010016 - Theodór og Julia - Ósk um leyfi til að láta vinna deiliskipulag í landi Bjarkar
Að tillögu skipulagsnefndar heimilar sveitarstjórn að unnið sé deiliskipulag fyrir tvö hús á landareigninni, enda eigi krafa um 150 m aðskilnað milli frístunda- og íbúðarsvæða sem bætt var við aðalskipulag sveitarfélagsins árið 2014, ekki við um íbúðar- og frístundasvæði sem þá þegar voru á skipulagi. Ekki er fallist á beiðni umsækjenda um að fallið verði frá gerð skipulagslýsingar. Samþykki annarra eigenda íbúðarsvæðis ÍB28 þarf að liggja fyrir áður en skipulagslýsing fer í kynningu.
9.9 2010011 - Vökuland II - Umsókn um byggingareit
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn að umsækjanda sé gert að hliðra byggingarreit þannig að 25 metrar séu frá mörkum hans að landamerkjum að Syðra-Laugalandi og að umsóknin sé samþykkt á þeim forsendum, enda liggi fyrir samþykki eiganda Syðra Laugalands.
Hermann Gunnarsson sat hjá við afgreiðslu þessa liðar.
9.10 2011030 - Vegagerðin - Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Sölvadalsvegar nr. 827-01 af vegaskrá
Gefur ekki tilefni til ályktana.
9.11 2011022 - Ósk um nafnabreytingu í Espigrund og Espigrund II
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn erindið.
9.12 2011027 - Torfur - Umsókn um leyfi fyrir skógrækt
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn erindið enda verði gildri skráningu fornminja á samningssvæðinu framvísað áður en framkvæmdaleyfi er gefið út.
9.13 2011023 - Fyrirspurn um leyfi fyrir lögheimilisskráningu
Gefur ekki tilefni til ályktana.
9.14 2011026 - Miðgerði - Umsókn um leyfi fyrir skógrækt
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn erindið, enda verði gildri skráningu fornminja á samningssvæðinu framvísað áður en framkvæmdaleyfi er gefið út.
9.15 2010045 - Ytri-Varðgjá - baðstaður og skipulag
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn erindið og tekur undir með nefndinni að mikilvægt sé að taka tillit til fuglalífs og náttúrufars við undirbúning framkvæmda á svæðinu.
9.16 2010024 - Fjárhagsáætlun 2021 - Skipulagsnefnd
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar og vísar henni til afgreiðslu viðaukum ársins 2020 og fjárhagsáætlun ársins 2021.

10. Minjasafnið á Akureyri - 17. fundur stjórnar - 2011021
Fundargerð 17. fundar stjórnar Minjasafnsins á Akureyri lögð fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

11. SSNE - Fundargerð 17. stjórnarfundar - 2011014
Fundargerð 17. fundar stjórnar SSNE lögð fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

12. Minjasafnið á Akureyri - 16. fundur stjórnar - 2011020
Fundargerð 16. fundar stjórnar Minjasafnsins á Akureyri lögð fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

13. Norðurorka - Fundargerð 249. fundar - 2011038
Gefur ekki tilefni til ályktana.

14. Norðurorka - Fundargerð 250. fundar - 2011039
Gefur ekki tilefni til ályktana.

15. Norðurorka - Fundargerð 251. fundar - 2011040
Gefur ekki tilefni til ályktana.

16. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 885 - 2006028
Gefur ekki tilefni til ályktana.

17. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 890 - 2011001
Gefur ekki tilefni til ályktana.

18. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 891 - 2011037
Gefur ekki tilefni til ályktana.

19. Tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar - 2011036
Gott og öruggt aðgengi að höfuðborginni og þeirri þjónustu sem þar er, skiptir alla landsmenn máli. Því er eðlilegt að landsmenn fái allir að hafa skoðun á framtíð Reykjavíkurflugvallar.
Ekki gengur að þrengja frekar að starfsemi flugvallarins fyrr en annar jafngóður eða betri kostur getur tekið við af honum.

20. Lögboðin verkefni sveitarfélaga - 2011035
Sveitarstjórn fer yfir lögboðin verkefni sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.

21. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - Ársskýrsla 2019 - 2011025
Ársskýrsla Jöfnunarsjóðs Sveitarfélaga 2019 lögð fram til kynningar.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

22. Stjórn Kirkjugarða Laugalandsprestakalls - Beiðni um fjárframlag vegna girðinga um Munkaþverár- og Grundarkirkjugarða - 2011028
Stjórn Kirkjugarða Laugalandsprestakalls óskar eftir fjárframlagi vegna girðinga um Munkaþverár- og Grundarkirkjugarða.
Erindinu er vísað til afgreiðslu á 25. lið fjárhagsáætlun síðari umræða.

23. Útkomuspá ársins 2020 - 2011033
Fyrirliggjandi útkomuspá ársins 2020 er samþykkt samhljóða.

24. Viðaukar ársins 2020 - 2011032
Viðaukar ársins 2020 teknir til umræðu.
Fyrirliggjandi tillaga að viðaukum ársins er samþykkt samhljóða.

25. Fjárhagsáætlun 2021 og 2022 til 2024, síðari umræða - 2009001
Sveitarstjórn tekur fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2021 og 2022-2024 til síðari umræðu.
Fyrir fundinum lá tillaga að fjárhagsáætlun ársins 2021 og 2022 til 2024.
Þá lá einnig fyrir minnisblað þar sem fram koma helstu forsendur fjárhagsáætlunar 2021, yfirlit yfir framkvæmdir og upplýsingar um gjaldskrár.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu um gjaldskrá 2021. Sjá nánari einnig minnisblað með áætlun.

Útsvarshlutfall fyrir árið 2021 verði óbreytt 14,52%.
Fasteignaskattur, A stofn 0,41 % (óbreytt)
Fasteignaskattur, B stofn 1,32 % samkv. lögum (óbreytt)
Fasteignaskattur, C stofn 1,20 % (óbreytt)
Holræsagjald 0,1 % (óbreytt)
Lóðarleiga 0,75% ( óbreytt )
Vatnsskattur er samkvæmt gjaldskrá Norðurorku.
Sorpgjald verður samkvæmt tillögu umhverfisnefndar og hækkar um 2,7%.
Álagt gjald á búfé vegna dýraleyfa er hækkað um 10%

Rotþróargjald er óbreytt.
Gjalddagar fasteignagjalda verði 7, þ.e. 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí og 1. júní, 1. júlí og 1. ágúst

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur um afslátt af fasteignagjöldum til tekjulítilla elli- og örorkulífeyrisþega. Sjá greinargerð með áætlun.

Gjaldskrá heimaþjónustu er samkvæmt samþykkt félagsmálanefndar og breytist 1. ágúst 2020.
Gjaldskrár grunn- og leikskóla hækka í samræmi við breytingar á vísitölu neysluverðs 1. ágúst 2020.
Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar verður samkvæmt fyrirliggjandi gjaldskrártillögu íþrótta- og tómstundanefndar.

Þá var samþykkt fjárfestingar- og viðhaldsáætlun fyrir árið 2021 í samræmi við fyrirliggjandi áætlun framkvæmdaráðs kr. 71,3 millj.

 

Niðurstöðutölur úr fjárhagsáætlun Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2021 í þús. kr.
Tekjur kr. 1.182.623
Gjöld án fjármagnsliða kr. 1.093.111
Fjármunatekjur og gjöld kr. ( 5.108 )
Rekstrarniðurstaða kr. 48.658
Veltufé frá rekstri kr. 87.001
Afborganir lána kr. 11.652
Hækkun á handbæru fé kr. 12.529

Ekki er gert ráð fyrir nýjum lántökumá árinu 2021.


Stærstu einstöku framkvæmdirnar á árinu 2021 eru:
Hönnun og undirbúningur nýbyggingar leik- og grunnskóla
Endurbætur á gólfi íþróttahúss
Uppbygging gatna og malbikun
Flutningur og uppbygging gámasvæðis


Fundargerðir nefnda og önnur erindi sem borist hafa og vísað hefur verið til afgreiðslu fjárhagsáætlunar eru afgreidd á þann hátt sem áætlunin ber með sér.

Fjárhagsáætlunin 2021 er samþykkt samhljóða.

Fjárhagsáætlun 2022 - 2024
Fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árin 2022 - 2024 er samþykkt samhljóða. Ekki er gert ráð fyrir verulegum breytingum á almennum rekstrargjöldum en áfram verður haldið áfram að leita leiða til hagræðingar í rekstri. Gert ráð fyrir fjárfestingum á tímabilinu fyrir kr. 1.014.220 millj. Á áætlunartímabilinu er gert ráð fyrir að tekið verði ný lán kr. 530 millj. og að seldar verði eignir fyrir 140 millj. Þrátt fyrir þessar miklu framkvæmdir þá er áætlað að skuldaviðmið Eyjafjarðarsveitar skv. reglugerð 502/2012 verði ekki nema 32,9% í lok ársins 2024. Heimilt er að hafa það 150%. Mögulegt er að breytingar verði á tímasetningu framkvæmda við skólabyggingu eftir þvi sem hönnun leiðir áfram.

Sveitarstjórn þakkar nefndum og starfsmönnum fyrir gott samstarf við gerð fjárhagsáætlunar og sendir þeim öllum og fjölskyldum þeirra og öðrum íbúum sveitarfélagsins bestu óskir um gleðileg jól og farsældar á nýju ári.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30

Getum við bætt efni síðunnar?