Sveitarstjórn

559. fundur 14. janúar 2021 kl. 15:00 - 17:10 fundarstofa 1, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jón Stefánsson
  • Halldóra Magnúsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Eiður Jónsson
  • Karl Jónsson
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri

Dagskrá:

1. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 337 - 2101001F

Fundargerð 337. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 1911003 - Eyjafjarðarbraut vestri - ný lega við Hrafnagilshverfi
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.2 2010045 - Ytri-Varðgjá - baðstaður og skipulag
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar. Að tillög skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn að setja svo breytta skipulagstillögum í auglýsingu skv. 31. og 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á auglýsingartímabilinu verður sérstaklega kallað eftir umsögn Náttúrufræðistofnunar Íslands um möguleg áhrif framkvæmda á verndarhagsmuni viðvíkjandi svæði 510 á náttúruminjaskrá.
1.3 2010040 - Kotra - beiðni um heimild til deiliskipulagningar 3. áfanga
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar. Að tillög skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða að vísa skipulagstillögu auglýsingu skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
1.4 2012011 - Öngulsstaðir 4
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.5 2011041 - Árbær - Finnastaðir - Umsókn um leyfi til gerðar deiliskipulags á hluta jarðar
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt samhljóða og að tillögu skipulagsnefndar hafnar sveitarstjórn samhljóða erindinu.
1.6 2012012 - Akureyrarkaupstaður - Breytingar á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag fyrir Holtahverfi og 2 minni breytingar
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt samhljóða.
1.7 2010014 - Bakkatröð - deiliskipulag 2020
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða að vísa skiplagsbreytingunni í grenndarkynningu á grundvelli 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt sé að stytta tímabil grenndarkynningar á grundvelli 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og að skipulagsbreytingin teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili.
1.8 2101003 - Akureyrarkaupstaður - Breyting á aðalskipulagi vegna Oddeyrar
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt samhljóða.
1.9 2011042 - Öngulsstaðir - Deiliskipulag
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt samhljóða.
1.10 2011015 - Stokkahlaðir - Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá
Að tillögu skipulagsnefdar er erindið samþykkt samhljóða, enda verði skriflegu samþykki eigenda aðliggjandi lands aflað og skilað inn til sveitastjórnar áður en landeignirnar eru stofnaðar.
1.11 2101002 - Samband íslenskra sveitarfélaga - Viðbætur við landsskipulagsstefnu 2015-2026
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.12 2010016 - Theodór og Julia - Ósk um leyfi til að láta vinna deiliskipulag í landi Bjarkar
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt samhljóða og er skipulagstillögunni vísað í lögformlegt kynningarferli.
1.13 1909004 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar breyting 2019
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar um að skipulagstillögur vegna verslunar- og þjónustusvæða í Hólsgerði-Úlfá, stækkunar íbúðarsvæðis ÍB25 í landi Jódísarstaða, stækkun verslunar- og þjónustusvæðis í landi Leifsstaða 2, og skilgreiningar á skógræktarsvæði í landi Teigs, Árbakka, Syðri-Varðgjár og Kotru verði settar í lögformlegt auglýsingarsferli skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Þá samþykkir sveitarstjórn samhljóða að tillaga um verslunar- og þjónustusvæði í Byttunesi bíði um sinn og hafi frekar samflot með öðrum breytingum sem til koma vegna deiliskipulagningar Hrafnagilshverfis sem nú stendur yfir.

2. Almannavarnir Eyjafjarðar - Fundargerð 12.11.2020 - 2011034
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.

3. Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar - Fundargerð 14. afgreiðslufundar - 2012016
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.

4. SSNE - Fundargerð 18. stjórnarfundar - 2011043
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.

5. Skipulags- og byggingarfulltrúi Eyjafjarðar - Fundargerð 13. afgreiðslufundar - 2012015
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.

6. Norðurorka - Fundargerð 254. fundar - 2012018
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.

7. Minjasafnið á Akureyri - 18. fundur stjórnar ásamt fjárhagsáætlun - 2012007
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.

8. Norðurorka - Fundargerð 252. fundar - 2012003
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.

9. Norðurorka - Fundargerð 253. fundar - 2012017
Fundargerðin er lögð fram til kynningar. Varðandi 2. lið fundargerðar 253. fundar, þá ítrekar sveitarstjórn nauðsyn þess að rætt sé við alla eigendur Norðurorku og leggur áherslu á að eigendafundur fari fram sem fyrst þar sem þetta mál sé rætt.

10. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 892 - 2012009
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.

11. SSNE - Fundargerð 19. stjórnarfundar - 2012004
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.

12. Hulda M. Jónsdóttir - Brunahanar í Staðarbyggð - 2011024
Sveitarstjórn vísar erindinu til stjórnar Vatnsveitu Staðarbyggðar.

13. Alþingi - Frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál - 2012008
Lagt fram til kynningar.

14. Stafræn þróun - fjármögnun sameiginlegra stafrænna verkefna - 2101006
Samband Íslenskra Sveitarfélaga hefur hafið undirbúning á stafrænni þróun sveitarfélaganna og óskar eftir fjármagni til verkefnisins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að taka þátt í verkefninu og er hlutur sveitarfélagsins á árinu 2021 kr. 350.000.-. Kostnaði verður mætt með lækkun á handbæru fé.

15. Stytting vinnuvikunnar - Leikskólinn Krummakot - 2101005
Starfsmenn leikskólans Krummakots hafa kosið um útfærslu á styttingu vinnuvikunnar sem nú er lögð fyrir fund sveitarstjórnar til afgreiðslu.
Sveitarstjóri gerði grein vinnu sem er í gangi varðandi styttingu vinnuvikunnar í leikskólanum Krummakoti. Leitað er leiða til að stytting vinnu vikunnar hafi ekki í för með sér verulegan aukakostnað fyrir sveitarfélagið og að þjónusta við notendur skerðist sem minnst.
Sveitarstjórn tekur vel í tillöguna og felur sveitarstjóra að vinna hana áfram í samstarfi við starfsmenn. Sveitarstjóri kynni niðurstöðuna á næsta fundi sveitarstjórnar og gildi hún fram að sumarleyfi.

16. Sumarlokun leikskólans Krummakots - 2101008
Í ljósi aukinna réttinda í nýjum kjarasamningum tekur sveitarstjórn til umræðu sumarlokun leikskólans.
Afgreiðslu frestað og sveitarstjóra falið að halda áfram með málið.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10

Getum við bætt efni síðunnar?