Sveitarstjórn

560. fundur 04. febrúar 2021 kl. 15:00 - 16:30 fundarstofa 1, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jón Stefánsson
  • Halldóra Magnúsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
  • Eiður Jónsson
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri

Dagskrá:

1. Lýðheilsunefnd - 196 - 2101003F
Fundargerð 196. fundar lýheilsunefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2101007 - Opnunartími sundlaugar
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt með þeirri breytingu að lokað verður kl. 19 á föstudögum eins og gert er laungardaga og sunnudaga.
1.2 2101009 - Lýðheilsustyrkur
Að tillögu lýðheilsunefndar samþykkir sveitarstjórn að veita eldri borgurum lýðheilsustyrk sem þeir geta nýtt sér til heilsueflingar að eigin vali. Upphæð styrksins er allt að kr. 15.000 á ári.
1.3 2012001 - Benjamín Örn Davíðsson - Íþrótta- og tómstundastyrkir
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
1.4 1906003 - Heilsueflandi samfélag
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2. Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 253 - 2101004F
Fundargerð 253. fundar skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2101012 - Skólanefnd - Breytingar á skóladagatali leikskólans
Afgreiðsla skólanefndar er samþykkt samhljóða.
2.2 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
Gefur ekki tilefni til ályktana.

3. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 338 - 2101006F
Fundargerð 338. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 1706026 - Espigerði - Breytingartillaga á deiliskipulagi
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða að vísa skipulagstillögunni í lögformlegt auglýsingarferli skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að vikið sé frá kröfu skipulagsreglugerðar um fjarlægð íbúðarhúsa frá tengivegi, en bendir á að gildistaka skipulagsins sé háð undanþágu ráðherra hvað þetta varðar.
3.2 2008028 - Hálendisþjóðgarður
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.3 2010016 - Theodór og Julia - Ósk um leyfi til að láta vinna deiliskipulag í landi Bjarkar
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða að undanþága sé veitt vegna fjarlægðar íbúðarhúsa frá þjóðvegi og að skipulagsfulltrúa sé falið að afla undanþágu ráðherra.
3.4 1910034 - Deiliskipulag Hrafnagilshverfis
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.5 2101013 - Vegir til almennrar umferðar í aðalskiplagi
Sveitarstjórn tekur undir afgreiðslu skipulagsnefndar.
3.6 2101014 - Leyningur - frístundahús 2021
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt samhljóða.
3.7 1912009 - Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar Eyjafjarðarsveitar um deiliskipulags svínabús að Torfum
Jón Stefánsson lýsti sig vanhæfan undir þessum lið og vék af fundi.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.8 2101015 - Espihóll og Espigrund II - Óskað eftir landsskiptum úr jörðunum
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt samhljóða.

4. SSNE - Fundargerð 20. stjórnarfundar - 2101011
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

5. SSNE - Fundargerð 21. stjórnarfundar - 2101016
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

6. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 893 - 2102002
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

7. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 894 - 2102001
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

8. Samtök grænkera á Íslandi - Áskorun varðandi framboð grænkerafæðis í skólum - 2101004
Sveitarstjórn tekur til umræðu áskorun frá samtökum grænkera á Íslandi.
Sveitarstjórn þakkar innkomið erindi og fagnar því að samtökum grænkera á Íslandi sé umhugað um kolefnisspor landsins. Í útboði mötuneytis Eyjafjarðarsveitar lagði sveitarfélagið mikla áherslu á þetta sjónarmið með íslenskar afurðir og verslun í nærumhverfinu að leiðarljósi.
Mikilvægt er að gott aðgengi sé að grænmeti og að mataræði sé fjölbreytt í skólum landsins og telur sveitarstjórn að í Eyjafjarðarsveit sé rekin metnaðarfull stefna um framboð mataræðis í mötuneyti þess.

9. Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum - 378. mál - 2101017
Sveitarstjórn tekur til umræðu frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitarfélaga (lágmarksíbúafjöldi sveitarfélags), 378. mál.
Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar leggst gegn því að íbúalágmark sé bundið í sveitarstjórnarlög. Þrátt fyrir að sveitarfélagið falli utan skilgreininds lágmarksfjölda þá hefur Eyjafjarðarsveit opinberlega tekið undir þessa afstöðu og kaus með tillögu þess efnis sem lögð var fyrir þing Sambands Íslenskra Sveitarfélaga síðastliðið haus og felld einungis með naumum meirihluta.

10. Húsnæðismál grunn- og leikskóla - 1901017
Sveitarstjóri fer yfir framvindu undirbúningsvinnu við nýbyggingu skólans.
Gefur ekki tilefni tiil ályktana.

11. Alþingi - Frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál - 2012008
Sveitarstjórn tekur til umræðu frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð.
Lagður er fram tölvupóstur dagsettur 11. desember 2020 frá nefndasviði Alþingis þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál.
Eftirfarandi bókun er samþykkt samhljóða:
"Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar horfir jákvæðum augum til markmiða Hálendisþjóðgarðs sem fram koma í 3.grein frumvarpsins. Hinsvegar telur sveitarstjórn að töluvert þurfi að vinna með frumvarpið til að tryggja almenna sátt um það.
Sveitarstjórn vill benda á eftirfarandi atriði sem brýnt sé að útfæra betur en fram að því sé ótímabært að afgreiða frumvarpið til laga:

Sveitarstjórn telur að skipulagsvald sveitarfélaga skerðist í raun verulega með lagasetningunni. Þó jákvætt sé að nærliggjandi sveitarfélög samræmist um skipulagsmál innan hálendis í gegnum umdæmisráð sem bætir yfirsýn á svæðinu þá kemur mjög skýrt fram að umdæmisráðin hafi einungis tillögu- og umsagnarrétt er kemur að stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins. Stjórn þjóðgarðsins tekur síðan við tillögunum og hefur heimild til að breyta tillögunum, að undangenginni umsögn viðkomandi umdæmisráðs, áður en stjórn sendir tillögur sínar til ráðherra. Þá hefur ráðherra einnig rétt á að breyta stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins áður en hún er samþykkt. Í þessu samhengi ber að horfa til þess að áætlunin er megin stjórntæki þjóðgarðsins og umráð yfir henni fela sér veruleg völd sem snúa að mörgu öðru en skipulagsmálum eingöngu.

Orkunýting og orkudreifing eru verulega mikilvægir þættir fyrir landið allt og er umræðu um rammaáætlun ekki lokið. Ljóst er að verði frumvarp um Hálendisþjóðgarð að lögum mun það hafa í för með sér að frekari umræða um virkjanakosti rammaáætlunar verður allt að því óþörf og að þeir virkjanakostir sem nú eru í biðflokk og standa utan jaðarsvæða þjóðgarðsins fá ekki möguleika á að komast í orkunýtingarflokk. Þá er einnig vert að benda á að þó virkjanakostir sem ekki eru þegar í orkunýtingaflokki séu innan jaðarsvæða er ekki víst að þeir komi til greina enda fer ráðherra með lokaákvörðun á stjórnunar- og verndaráætlun sem einnig tekur til jaðarsvæða þjóðgarðsins. Sé horft til þess að aðferðarfræði verkefnisstjórnar rammaáætlunar byggist að nánast öllu leiti á náttúruverndarsjónarmiðum og ekki hafi verið tekið tillit til hagkvæmni eða samfélagslegra sjónarmiða í þeirra vinnu er vert að hafa miklar áhyggjur af þessu. Þá er mikilvægt að benda á að innan þjóðgarðsins mega ekki rísa háspennulínur utan jaðarsvæða og hefur það veruleg áhrif á framtíðarmöguleika til að efla dreifingu raforku um hálendið og þannig raforkuöryggi landsins alls.

Í frumvarpinu kemur fram að óheimilt sé að reka atvinnustarfsemi innan hans án þess að gerður sé um það tímabundinn samningur við þjóðgarðinn og í samráði við viðkomandi umdæmisráð. Ráðherra á að setja reglugerð um nánari skilyrði fyrir þessu. Hér er stórum spurningum ósvarað og hætt við að slíkar reglur muni draga úr getu lítilla staðbundinna þjónustuaðila, sem oft skila miklu til nær samfélaganna, til að keppa við stóra þjónustuaðila sem flestir hafa höfuðstöðvar sínar á höfuðborgarsvæðinu ef til dæmis til útboðs á þjónustu eða einkarétt til nýtingar á landsvæði er að ræða. Standa þarf vörð um að slíkar reglur séu útfærðar fyrst og fremst með byggðarsjónarmið nær samfélaganna að leiðarljósi auk umhverfissjónarmiða.

Aðkoma félagasamtaka í stjórn og umdæmisráðum má teljast óæskileg með öllu en brýnt er að þegar um svo stór hagsmunamál er að ræða bæði fyrir þjóðina í heild sem og fyrir nær samfélögin sjálf þá komi eingöngu kjörnir fulltrúar að ákvarðanatökum. Eðlilegt er, og krafa ætti að vera á, að samráð sé haft við félagasamtök á viðkomandi svæði en að kjörnir fulltrúar séu engu að síður einir með atkvæðarétt um þær afgreiðslur sem fyrir liggja hverju sinni.

Vald ráðherra er verulegt í framsetningu frumvarpsins en þó svo að ekki þurfi að draga í efa heilindi núverandi ráðherra til málsins þá má leiða líkur að því að í framtíðinni þurfi aðrir og óreyndari ráðherrar að reiða sig með auknu mæli á embættismannakerfið í kringum. Því er erfitt að horfa til þess að við lagasetninguna séu viðamiklar útfærslur enn eftir sem útfærða á með reglugerðum á síðari stigum. Á þessum tímapunkti er því ekki með nokkru móti hægt að átta sig á heildaráhrifum frumvarpsins hvorki fyrir þjóðina í heild né fyrir þau sveitarfélög sem aðild munu eiga að þjóðgarðinum.

Þrátt fyrir að sveitarstjórn telji frumvarpið ekki tilbúið til afgreiðslu á þessu stigi þá má engu að síður horfa til þess að hugtakinu þjóðgarður fylgja engu að síður ýmis tækifæri. Má þar til að mynda nefna ferðaþjónustu, stýringu á umferð og uppbyggingu þjónustumiðstöðva í sátt við náttúru.

Með þjóðgarðinum er hægt að samræmast um sýn á stórum svæðum umdæmisráða og þá uppbyggingu sem þar mun fara fram en fyrst þarf að tryggja að frumvarpið sé afgreitt með almennri sátt um hugmyndafræði og heildaráhrif þess og ganga úr skugga um að engar efasemdir séu um heildaráhrif þess.

Að þessu sögðu leggst sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar gegn því að frumvarpið sé afgreitt í núverandi mynd.

12. SSNE - skipað í undirnefnd umhverfismála - 2101010
Lagt fram til kynningar

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30

Getum við bætt efni síðunnar?