Dagskrá:
1. Framkvæmdaráð - 100 - 2102001F
Fundargerð 100. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
Að tillögu framkvæmdaráðs samþykkir sveitarstjórn samhljóða að leið B verði fyrir valinu við áframhaldandi hönnun viðbyggingar við Hrafnagilsskóla. Sveitarstjórn felur framkvæmdaráði að vinna málið áfram.
1.2 2102006 - Íþróttamiðstöð - Gólf í sal
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.3 2102013 - Hjallatröð 3
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2. Framkvæmdaráð - 101 - 2102004F
Fundargerð 101. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
Afgreiðsla framkvæmdaráðs er samþykkt. Lögð var fram tillaga frá sveitarstjóra að greinagerð sem sett verður á samráðsgátt. Gerðar voru smávægilegar breytingar á tillögunni og hún þannig samþykkt samhljóða.
3. Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 179 - 2102002F
Fundargerð 179. fundar félagsmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 2009036 - Akstursþjónusta
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu nefndarinnar um reglur fyrir akstursþjónustu í sveitarfélaginu með þeim viðbótum sem kynntir voru á fundinum. Þá samþykkir sveitarsjórn samhljóða tillögu nefndarinnar að gjaldskrá fyrir akstursþjónustu.
3.2 2011029 - Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
3.3 2009002 - Aflið-Systursamtök Stígamóta - Styrkumsókn fyrir 2021
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu félagsmálanefndar um styrk kr. 100.000.- til Aflsins.
3.4 2012013 - Samband íslenskra sveitarfélaga - Lokaskýrsla um tilraunaverkefni um sérstakan húsnæðisstuðning
Gefur ekki tilefni til ályktana.
4. Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 182 - 2102003F
Fundargerð 182. fundar menningarmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
4.1 2102015 - Verklagsregur fyrir úthlutun styrkja
Gefur ekki tilefni til ályktana.
5. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 339 - 2102005F
Fundargerð 339. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
5.1 2102010 - Kaupangur - Umsókn um stofnun lóðar undir íbúðarhús
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða erindið, enda verði gagnkvæmri kvöð um aðgengi til handa lóðarhafa og eiganda bújarðar þinglýst á báðar landeignir.
5.2 2102012 - Reykhús - Varðandi framkvæmdaleyfi frá 2019
Gefur ekki tilefni til ályktana.
5.3 2102014 - Heiðartún - Umsókn um stöðuleyfi
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða að stöðuleyfi sé veitt til 12 mánaða, enda er um tímabundna lausn að ræða meðan bílskúr er í smíðum.
5.4 2102017 - N10b ehf. - Umsókn um stofnun lóðar úr landi Ytri-Varðgjár
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða erindið.
5.5 2102018 - N10b ehf. - Umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir að setja farg á bílastæði
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða erindið með þeim skilmála að fergingin kaffæri ekki bakkagróður þar sem bílastæði nær fram á fjörubakka.
5.6 2010045 - Ytri-Varðgjá - baðstaður og skipulag
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða og að skipulagsfulltrúa verði falið að afla undanþágu frá ráðherra.
5.7 2010016 - Theodór og Julia - Ósk um leyfi til að láta vinna deiliskipulag í landi Bjarkar
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða erindið og að skipulagsfulltrúa verði falið að afla undanþágu ráðherra.
6. Norðurorka - Fundargerð 255. fundar - 2102004
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
7. Eigendafundur Norðurorku 5.febrúar 2021 - 2102007
Sveitarstjóri fer yfir málefni Fallorku og Umhverfismiðstöðvar Akureyrarbæjar sem rædd voru á auka eigendafundi Norðurorku þann 5.febrúar 2021.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
8. Karl Jónsson - Ósk um lausn frá störfum í lýðheilsunefnd - 2102011
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindi Karls Jónssonar þar sem hann óskar eftir lausn frá störfum í Lýðheilsunefnd. Ástæðan er að Karl hefur tekið sæti í stjórn UMF Samherja.
9. Skipan í nefndir, ráð og stjórnir 2018 - 2022, skv. samþykktum um stjórn og fundarsköp Eyjafjarðarsveitar. - 1806007
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða eftirfarandi breytingar á skipan fulltrúa F-lista í Lýðheilsunefnd.
Karl Jónsson aðalmaður F-lista hefur fengið lausn frá störfum í nefndinni og Líf Katla Angelica Ármannsdóttir aðalmaður F-lista hefur flutt úr sveitarfélaginu.
Guðrún Helga Kristjánsdóttir og Ármann Ketilsson taka sæti aðalmanna í nefndinni fyrir F-lista.
Nýjir varamenn F-lista í nefndinni eru Helga Sigurveig Kristjánsdóttir, Meltröð 4 og
Reynir Schiöth, Hólshúsum 2.
Eftir þessar breytingar er nefndin þannig skipuð:
Aðalmenn:
Halldóra Magnúsdóttir, Skjólgarði, F-lista
Guðrún Helga Kristjánsdóttir, Fosslandi 1, F-lista
Ármann Ketilsson, Árbæ, F-lista
Sigurður Eiríksson, Vallartröð 3, K-lista
Jófríður Traustadóttir, Tjarnarlandi, K-lista
Varamenn:
Helga Sigurveig Kristjánsdóttir, Meltröð 4, F-lista
Reynir Schiöth, Hólshúsum 2, F-lista
Óðinn Ásgeirsson, Aski, F-lista
Dagný Linda Kristjánsdóttir, Hólshúsum, K-lista
Jónas Vigfússon, Litla-Dal, K-lista
10. Erindisbréf ungmennaráðs - 2102022
Erindisbréf ungmennaráðs tekið til fyrri umræðu. Samþykkt og vísað til síðari umræðu.
11. Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum - 378. mál - 2101017
Tillaga minni sveitarfélaga - Frumvarp um íbúalágmark
Lagt fram til kynningar.
12. Hitaveita í Eyjafjarðarsveit - 1901013
Lögð fram til kynningar skýrsla um hagkvæisathugun hitaveitu í Eyjafjarðarsveit. Afgreiðslu frestað. Sveitarstjóra er falið að vinna málið áfram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:25