Sveitarstjórn

563. fundur 08. apríl 2021 kl. 15:00 - 16:00 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Jón Stefánsson
  • Halldóra Magnúsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri

Dagskrá:

1. Framkvæmdaráð - 103 - 2103005F
Fundargerð 103. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.2 2103011 - Ærslabelgur
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.3 2102006 - Íþróttamiðstöð - Gólf í sal
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.4 2002025 - TGJ ehf. - Kynning á rauntímateljurum
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2. Framkvæmdaráð - 104 - 2103009F
Fundargerð 104. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
Afgreiðsla framkvæmdaráðs er samþykkt.
2.2 2103011 - Ærslabelgur
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.3 2102006 - Íþróttamiðstöð - Gólf í sal
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.4 2002025 - TGJ ehf. - Kynning á rauntímateljurum
Gefur ekki tilefni til ályktana.

3. Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 153 - 2103006F
Fundargerð 153. fundar umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 2103014 - Fræðsluerindi frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.2 2103015 - Umhverfisnefnd - Deiliskipulag fyrir baðstað í landi Ytri-Varðgjár
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.3 2103016 - Stóri plokkdagurinn og Dagur umhverfis
Sveitarstjórn fagnar og styður hugmyndir nefndarinnar um hvatningu til íbúa hvað varðar plokk og almenna tiltekt í tengslum við stóra plokkdaginn og umhverfisdaginn.
3.4 2103018 - Drög að útboði vegna sorphirðu í Eyjafjarðarsveit
Sveitarstjórn beinir því til umhverfisnefndar að skoðað verði hvort ekki sé rétt að hafa meira en 2 grenndarstöðvar.

4. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 341 - 2103010F
Fundargerð 341. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
4.1 2103032 - Steinar Ingi Gunnarsson - Umsókn um framkvæmdaleyfi
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða erindið, en gerð er krafa um að samþykki landeiganda liggi fyrir áður en leyfisbréf er gefið út.
4.2 2103037 - Punktur - Umsókn um breytta landnotkun í aðalskipulagi
Gefur ekki tilefni til ályktana.
4.3 2103036 - Punktur - Umsókn um samþykki við byggingarreit fyrir gestahús
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða að erindið verði sett í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar ef allir hagsmunaaðilar lýsi því yfir að þeir geri ekki athugasemd og að erindið teljist samþykkt ef engin andmæli berast á grenndarkynningartímabili.
4.4 2103039 - Leifsstaðabrúnir 5 - Byggingarreitur og undanþágur frá skilmálum
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða að gera óverulega breytingu á deiliskipulagi Leifsstaðabrúna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem tekur til lóðar nr. 5, og að breytingartillögu verði vísað í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga. Heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir að ekki sé gerð athugasemd við tillöguna og að erindið teljist samþykkt ef ekki berast andmæli á grenndarkynningartímabili.
4.5 1706026 - Espigerði - Breytingartillaga á deiliskipulagi
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að fullnusta gildistöku svo breytts deiliskipulags.
4.6 2003028 - Þórustaðir - Deiliskipulagsbreyting
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða að svo breytt deiliskipulag sé samþykkt og skipulagsfulltrúa er falið að fullnusta gildistöku skipulagsins.
4.7 2010040 - Kotra - beiðni um heimild til deiliskipulagningar 3. áfanga
Gefur ekki tilefni til ályktana.
4.8 2103021 - Flokkun landbúnaðarlands - samræmdar leiðbeiningar ráðuneytis
Gefur ekki tilefni til ályktana.
4.9 2104001 - Fundaáætlun skipulagsnefndar vor 2021
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt og er kostnaðarauki vegna fleiri funda skipulagsnefndar áætlaður kr. 450.000.- Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2021, kr. 450.000.- og verður honum mætt með því að lækka á handbært fé.

5. Flokkun Eyjafjörður ehf. - ársreikningur 2020 - 2103027
Lagt fram til kynningar.

6. Norðurorka - Fundargerð 256. fundar - 2103029
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

7. Norðurorka - Fundargerð 257. fundar - 2103030
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

8. Norðurorka - Fundargerð 258. fundar - 2103031
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

9. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 896 - 2103038
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

10. Bændasamtök Íslands - Áskorun til sveitarfélaga um að nota innlend matvæli í skólamáltíðir - 2103028
Eyjafjarðarsveit hefur alltaf lagt áherslu á að skólamáltíðir séu fjölbreyttar hollar og fylgt sé ráðleggingum Manneldisráðs.
Við útboð á rekstri mötuneytis Eyjafjarðarsveitar 2019, var gerð sú krafa að allt kjöt, allur fiskur og allar mjólkurvörur skyldu vera af íslenskum uppruna að því gefnu að varan sé framleidd og fáanleg á Íslandi. Sem hæst hlutfall af grænmeti skal vera af íslenskum uppruna eftir því sem framboð markaðar og aðgengi að hráefni leyfir.

11. Hættumatsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 2104002
Sveitarstjórn fer yfir fundargerð hættumatsnefndar Eyjafjarðarsveitar og minnisblað sveitarstjóra. Sveitarstjórn samþykkir tilnefningu sveitarstjóra í hættumatsnefnd og sitja þá í henni fyrir hönd sveirarfélagsins Finnur Yngvi Kristinsson og Ásta Arnbjörg Pétursdóttir.

12. Erindi frá eigendum Þormóðsstaða I og II - 2104004
Sveitarstjórn hefur borist erindi frá eigendum Þormóðsstaða í Sölvadal. Erindið er lagt fram og sveitarstjóra falið að svara með tilliti til umræðna á fundinum, áherslna og samþykktra reglna sveitarfélagsins.

13. Sumarleyfi sveitarstjórnar og fundaáætlun til desember 2021 - 2103023
Fyrirliggjandi fundaplan var samþykkt á síðasta fundi sveitarstjórnar. Þá samþykkir sveitarstjórn að gera tilraun, fram að sumarleyfi, með að hafa fundina á morgnana frá kl. 8.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00

Getum við bætt efni síðunnar?