Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá umsókn um breytta vegtengingu að efnisnámu í Hvammi. Var það samþykkt og verður 12. liður dagskrár.
Dagskrá:
1. Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 154 - 2104008F
Fundargerð 154. fundar umhverfisnefndar tekin á dagskrá og afgreidd eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 1911007 - Fyrirkomulag sorphirðu vegna útboðs 2020
Afgreiðsla umhverfisnefndar er samþykkt og sveitarstjóra er falið að vinna málið áfram.
1.2 2104021 - Óshólmanefnd - Fuglalíf í óshólmum Eyjafjarðarár, könnun 2020
Sveitarstjórn tekur undir afgreiðslu nefndarinnar og felur sveitarstjóra að undibúa kynningu á skýrslunni.
1.3 2104027 - Loftlagsmál sveitarfélaga
Sveitarstjórn hvetur starfsmenn sveitarfélagsins til að sækja vinnustofu þar sem kynntar verða aðferðir og verkfæri til að halda utan um losunarbókhald.
Sveitarstjórn mun fjalla áfram um loftlagsmál sveitarfélaga næsta vetur.
1.4 2104026 - Átak í umhverfismálum - Kerfill
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
2. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 344 - 2104011F
Fundargerð 344. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2010045 - Ytri-Varðgjá - baðstaður og skipulag
Sveitarstjórn samþykkir samhlhjóða afgreiðslu skipulagsnefndar á innkomnum erindum, með eftirtöldum leiðréttingu á misritun í fundargerð nefndarinnar. Afgreiðsla á athugasemd frá Umhverfisstofnun nr. 9 a) verði á eftirfarandi leið: "9. erindi, sendandi Umhverfisstofnun
Athugasemd A) Í 61. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2016 er kveðið á um sérstaka vernd þeirra vistkerfa og jarðminja sem taldar eru upp í 1. mgr. og 2. mgr. sama ákvæðis. Sendandi leggur áherslu á að fjallað sé um votlendið í tillögunni og það komi fram hvaða leiðir verði farnar til þess að forðast rask votlendisins sbr. 61. gr. náttúruverndarlaga.
Afgeiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd er ekki kunnugt um lífríki í leirum framan við lækjarósinn þangað sem áformað er að veita affallsvatni úr baðlaugum. Með vísan til óvissu um staðbundin áhrif affallsvatns á vistkerfi leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að gerð sé krafa um að affallsvatni frá baðlaugum verði veitt með röri norður fyrir þjóðveg 1."
Afgreiðsla á athugasemd frá Fiskistofu nr. 8 b) verði á eftirfarandi leið: "Athugasemd b) Sendandi bendir á að frárennslisvatn frá baðstað verði 25°C þegar því er veitt í læk vestan við baðstað. Þar er óljóst hver áhrif af því gætu orðið, en ekki liggur fyrir hvort þar kunni að vera uppeldissvæði fyrir bleikju eða aðra laxfiska. Fiskistofa varar við því að vatni sé veitt í lækinn, nema fyrir liggi nánari upplýsingar um lífríki í læknum. Til að tryggja að heitt vatn spilli ekki lífríki á vatnasvæði Eyjafjarðarár mætti leiða affallið út í sjó, eins og Erlendur Steinar Friðriksson bendir á í sinni umsögn. Afgreiðsla skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd er ekki kunnugt um lífríki læknum sem áformað er að veita affallsvatni úr baðlaugum. Með vísan til óvissu um staðbundin áhrif affallsvatns á vistkerfi leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að gerð sé krafa um að affallsvatni frá baðlaugum verði veitt með röri norður fyrir þjóðveg 1.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að auglýstri skipulagstillögu sé breytt eins og fram kemur í afgreiðslu nefndarinnar á athugasemdum 1 a), 2 b), 2 d), 2 e), 6 a), 6 b), 8 b) og 9a) og ennfremur að göngu- hjólastígar að baðstaðnum séu merktir inn á deiliskipulagsuppdrátt. Sveitarstjórn samþykkir að svo breyttar aðal- og deiliskipulagstillögur séu samþykktar skv. 1. gr. 32. gr. og 3. mgr. 41. gr. skipulagslagslaga nr. 123/2010 og að skipulagsfulltrúa sé falið að fullnusta gildistöku þeirra.
2.2 2010016 - Theodór og Julia - Ósk um leyfi til að láta vinna deiliskipulag í landi Bjarkar
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða að auglýsa skipulagstillögu fyrir íbúðarsvæði ÍB28 skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, en að ákvæði um tímamörk byggingarheimilda verði bætt við að auglýsingu lokinni.
2.3 1901023 - Ósk um leyfi fyrir vinnu við aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi í landi Leifsstaða II
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða að auglýsa svo breytta skipulagstillögu skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga, en að lausn fráveitumála skuli skilgreina ítarlega í deiliskipulagi og skuli sá búnaður tryggja að fráveita frá starfseminni muni ekki íþyngja notendum lands og umhverfi neðan skipulagssvæðisins.
2.4 2104035 - Hestamannafélagið Funi - Merking reiðvega
Áð tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn að banna umferð vélknúinna ökutækja á þeim reiðvegum sem lagðir hafa verið sérstaklega fyrir fjárframlög frá Vegagerðinni og Eyjafjarðarsveit.
2.5 1706002 - Deiliskipulag Stokkahlöðum
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.6 2105001 - Syðri-Tjarnir - byggingarreitur fyrir viðbyggingu
Að tillögu skipulagsnefndar er erindinu vísað í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar ef allir hagsmunaaðilar lýsa yfir að ekki sé gerð athugasemd við áformin og að ef ekki berast andmæli á grenndarkynningatímabili teljist erindið vera samþykkt.
3. Framkvæmdaráð - 106 - 2104007F
Fundargerð 106. fundar frmkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 2104025 - Hjóla- og göngustígur við þjóðveg 1
Fjallað var um lagningu hjólastígs sem á að liggja frá Vaðlaheiðagöngum til Akureyrar og liggur hann á um 900 metra kafla í landi Eyjafjarðarsveitar meðfram hringveginum. Kostnaðaráætlun mun liggja fyrir í haust og mun sveitarstjóri fylgjast með framvindu verkefnisins fyrir hönd sveitarfélagsins
3.2 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
Afgreiðsla framkvæmdaráðs samþykkt.
4. Norðurorka - Fundargerð 259. fundar - 2104028
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
5. Flokkun Eyjafjörður ehf. - Stjórnarfundur 16. mars 2021 - 2104031
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
6. Svæðisskipulagsnefnd, fundargerð 15. apríl 21 - 2105006
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
7. Fundargerð skólanefndar TE 28. apríl 2021 - 2105004
Fundargerðin er lögð fram til kynningar. Þá samþykkir sveitarstjórn og fagnar aðild Svalbarðsstrandarhrepps að Tónlistarskóla Eyjafjarðar og felur sveitarstjóra að vinna að þeim samþykktarbreytingum sem til þarf f.h. sveitarstjórnar.
8. Ársreikningur TE 2020 - 2105003
Sveitarstjórn staðfestir ársreikning fyrir sitt leyti.
9. UMF Samherjar - Styrkumsókn - 2104017
Sveitarstjóra og framkvæmdaráði er falið að fara yfir stöðu félagsins og funda með fullrúum Samherja.
Á grundvelli fyrirliggjandi rekstraráætlunar samþykkir sveitarstórn heimild til að veita félaginu lán allt að kr. 2.000.000.- til að tryggja reksturinn næstu mánuði.
10. Sigurgeir B. Hreinsson - Ósk um lausn frá nefndarstörfum - 2105002
Sigurgeir B. Hreinsson fulltrúi K lista í skipulagsnefnd óskar eftir lausn frá störfum í nefndinni. Sveitarstjórn samþykkir að veita Sigurgeiri lausn frá störfum í nefndinni og þakkar honum góð störf.
Samþykkt að skipa Benjamín Davíðsson sem aðalmann fyrir K lista í nefndina í stað Sigurgeirs.
11. Hvammur efnisnám 2020 - 2010013
Sveitarstjórn samþykkir að aðkomuvegi að efnistökusvæði sé breytt í samræmi við tillögu málshefjanda og göngu- og hjólastíg skuli hliðrað til austurs þannig að stígurinn hækki ekki við þverun hins nýja vegar, enda beri sveitarfélagið engan kostnað af breytingunum. Stígurinn skal upp byggður og yfirborð hans frágengið í samræmi við núverandi frágang. Sveitarstjórn kallar eftir að nánari tillaga verði lögð fyrir skipulagsnefnd til samþykktar.
12. SSNE Heimsókn - Kynning - 2105007
Fulltrúar SSNE mættu til fundar við sveitarstjórn í gegnum fjarfundarbúnað. Farið var yfir og kynnt endurskoðuð markmið og helstu áherslur í Sóknaráætlun Norðurlands eystra.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:55