Sveitarstjórn

567. fundur 03. júní 2021 kl. 08:00 - 09:30 fundarstofa 1, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jón Stefánsson
  • Halldóra Magnúsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Eiður Jónsson
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri

Oddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá 108. fund framkvæmdaráðs. Var það samþykkt og verður 5. liður dagskrár.
Dagskrá:

1. Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 155 - 2105007F
Fundargerð 155. fundar umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liður bera með sér.
1.1 2105014 - Skógræktin - Kynning á drögum að landsáætlun í skógrækt og umhverfismati hennar
Sveitarstjórn tekur undir bókun umhverfisnefndar hvað varðar drög að landsáætlun í skógrækt og umhverfismati hennar.
1.2 2105015 - Landgræðslan - Landgræðsluáætlun 2021-2031 og umhverfismat áætlunarinnar
Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar varðandi landgræðsluáætlun 2021-2031 og umhverfismat áætlunarinnar.
1.3 2105026 - Bonn áskorun um útbrieðslu skóga
Afgreiðsla umhverfisnefndar er samþykkt.
1.4 2104026 - Átak í umhverfismálum - Kerfill
Gefur ekki tilefni til ályktunar

2. Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 180 - 2104010F
Fundargerð 180. fundar félagsmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2104038 - Félagsmálanefnd - Rekstrastaða 2021
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.2 2104039 - Félagsmálanefnd - Ársskýrsla 2020
Sveitarstjórn þakkar nefndinni fyrir ágæta skýrslu og gott starf.
2.3 2104037 - Jafnréttisáætlun 2021
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.4 2102019 - Kvennaathvarf - umsókn um rekstrarstyrk 2021
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.

3. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 347 - 2105008F
Fundargerð 347. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 1910034 - Deiliskipulag Hrafnagilshverfis
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða að bílastæðum norðan leikskóla sé fjölgað um 15 og ákvæði um fjölda stæða fyrir hreyfihamlaða sé samræmt við byggingarreglugerð og að svo breyttri skipulagstillögu sé vísað í kynningar- og auglýsingarferli skv. 4. mgr. 40. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3.2 2010040 - Kotra - beiðni um heimild til deiliskipulagningar 3. áfanga
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar á innkomnum erindum. Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn að veita undanþágu frá 35m fjarlægðarreglu í kafla 4.4 í greinargerð aðalskipulags. Ekki koma fram efnislegar athugasemdir við auglýsta skipulagstillögu í erindum Umhverfisstofnunar og Minjastofnunar. Að því gefnu að umferðaröryggi vegtengingar lóðar nr. 25 teljist fullnægjandi samþykkir sveitarstjórn samhljóða að auglýst deiliskipulagstillaga sé samþykkt óbreytt skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er skipulagsfulltrúa falið að fullnusta gildistöku skipulagsins.
3.3 1901023 - Ósk um leyfi fyrir vinnu við aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi í landi Leifsstaða II
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar. Skipulagstillögunni er vísað í kynningar- og auglýsingarferli skv. 4. mgr. 40. gr. og 1. mgr. 41 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Áður en skipulagstillgan fer í auglýsingaferli skal gera ítarlegri grein fyrir fráveitulausnum á svæðinu í skipulagsgögnum.
3.4 1706002 - Deiliskipulag Stokkahlöðum
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða að skipulagstillögunni sé vísað í auglýsingu skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, enda liggi fyrir umsögn fagkunnugs aðila um umferðaröryggi vegtengingarinnar.
3.5 2010016 - Theodór og Julia - Ósk um leyfi til að láta vinna deiliskipulag í landi Bjarkar
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða að "sólarlagsákvæði" sem fyrirskrifað var á 564. fundi nefndarinnar verði mildað á þann hátt að ef byggingarheimildir verða ónýttar eftir 10 ár þá geti sveitarfélagið veitt landeigendum 2 ára frest til að nýta heimildina ella megi gera ráð fyrir að byggingarheimildin verði felld úr gildi. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að svo breyttri skipulagstillögu sé vísað í auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3.6 2105033 - Hranastaðir - umsókn um byggingarreit fyrir varphús
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.7 2103021 - Flokkun landbúnaðarlands - samræmdar leiðbeiningar ráðuneytis
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.8 2105027 - Sólbrekka - nafn á lóð í landi Vökulands 2
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða nafnið Sólbrekka á lóð fyrir nýtt einbýlishús í landi Vökulands 2.
3.9 2105034 - Leifsstaðir land (Systralundur) - landskipti
Gefur ekki tilefni til ályktana.

4. Lýðheilsunefnd - 198 - 2105006F
Fundargerð 198. fundar lýðheilsunefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
4.1 2103007 - UMF Samherjar samráðsfundur
Gefur ekki tilefni til ályktana.
4.2 2104032 - Heilsurækt eldri borgara
Gefur ekki tilefni til ályktana.
4.3 2105021 - Íþrótta- og tómstundamál - fjárhagsstaða 30.04.21
Gefur ekki tilefni til ályktana.

5. Framkvæmdaráð - 108 - 2106001F
5.1 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
Gefur ekki tilefni til ályktana.

6. Norðurorka - Fundargerð 261. fundar - 2105031
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

7. Norðurorka - Fundargerð 260. fundar - 2105030
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

8. Karl Jónsson - beiðni um lausn frá störfum í nefndum - 2105025
Erindi frá Karli Jónssyni þar sem hann óskar lausnar frá störfum sem fulltrúi F-lista í landbúnaðar- og atvinnumálanefnd og varamaður í sveitarstjórn. Sveitarstjórn samþykkir erindið og þakkar Karli fyrir góð störf og óskar honum velfarnaðar.
Samþykkt að Hákon Harðarson 1. varamaður F-lista í landbúnaðar- og atvinnumálanefnd taki við sem formaður og að Steinar Haukur Kristmundsson, Sigtúnum verði 3. varamaður F-lista í nefndinni.

9. Ölduhverfi - samkomulag um uppbyggingu - 2106001
Linda Margrét Sigruðardóttir vék af fundi undir þessum lið.
Fyrir sveitarstjórn liggur minnisblað frá Ölduhverfi ehf. varðandi samkomulag við sveitarfélagið um uppbyggingu í landi Kropps. Sveitarstjórn ræðir fyrstu drög að samkomulagi um uppbygginguna og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.

10. Ársreikningur 2020, síðari umræða - 2105020
Ársreikningur Eyjafjarðarsveitar fyrir árið 2020 er tekin til síðari umræðu og samþykktur samhljóða.

11. KPMG - Stjórnsýsluskoðun 2020 - 2104008
Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30

Getum við bætt efni síðunnar?