Oddviti leitaði afbrigða rtil að taka dagskrá málið "Halldórsstaðir og Leyningur - breyting á framkvæmdaleyfi vegna efnistöku" og var það samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
1. Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 185 - 2105009F
Fundargerð 185. fundar menningarmálanefndar tekin til afgreiðslur eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2105019 - Sumaropnun Bókasafns Eyjafjarðarsveitar 2021
Sveitarstjóra er falið að klára málið.
1.2 2102015 - Verklagsregur fyrir úthlutun styrkja
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu nefndarinnar að reglum um úthlutun menningarstyrkja.
1.3 2106003 - Menningarmálanefnd - Hælið setur um sögu berklanna
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2. Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 256 - 2106002F
Fundargerð 256. fundar skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2106005 - Leikskólinn Krummakot - Viðmiðun um inntöku yngstu leikskólabarnanna
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
2.2 2104016 - Hrafnagilsskóli - Mat á skólastarfi
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
2.3 2105032 - Mennta- og menningarmálaráðuneytið - Óskað upplýsinga um framkvæmd umbóta við Hrafnagilsskóla
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.4 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
Framkvæmdaráð hefur haft að leiðarljósi að viðhafa gott samráð við hagaðila í undirbúningsferli fyrirhugaðrar byggingar. Fundað hefur verið með ráðgjöfum og fulltrúum starfsmanna leikskóla eftir fund skólanefndar þar sem útistandandi mál voru kláruð. Sjá fundargerð 110. fundar framkvæmdaráðs.
3. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 348 - 2106004F
Fundargerð 348. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 2012011 - Öngulsstaðir 4
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn erindið samhljóða.
3.2 2106007 - G.V. Gröfur - Umsókn um framkvæmdaleyfi
Að tillög skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn erindið samhljóða enda verði framkvæmdaleyfi bundið þeim skilmálum sem fram koma í deiliskipulagi og efni rykbundið meðan á vinnslu stendur.
3.3 2106009 - Borgarhóll 1 - Umsókn um leyfi fyrir viðbyggingu við sumarhús
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn erindið samhljóða.
3.4 1909004 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar breyting 2019
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar á innkomnum erindum. Þá samþykkir sveitarstjórn samhljóða að auglýstri skipulagstillögu sem svo breytt í samræmi við afgreiðslu á athugasemdum 2a, 2b, 2c og 2e og að svo breytt skipulagstillaga sé samþykkt skv. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3.5 2105033 - Hranastaðir - umsókn um byggingarreit fyrir varphús
Ásta Arnbjörg Pétursdóttir lýsti sig vanhæfa og vék af fundi undir þessum lið.
Að tillögu skipulagsnefndar er erindið samþykkt samhljóða.
3.6 2105034 - Leifsstaðir land (Systralundur) - landskipti
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn erindið samhljóða, enda verði kvöð um gagnkvæma aðkomu fyrir eigendur þinglýst á lóðirnar samhliða stofnun.
3.7 2106015 - Klauf og Litli-Hamar 2 - breytt staðföng
Hermann Ingi Gunnarsson lýsti sig vanhæfan og vék af fundi undir þessum lið.
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn erindið samhljóða.
3.8 2104003 - Kroppur - Íbúðasvæði
Linda Margrét Sigurðardóttir lýsti sig vanhæfa undir þessum lið og vék af fundi.
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða að Ölduhverfi ehf. sé heimilað að vinna deiliskipulag fyrir fyrsta áfanga íbúðarbyggðar í landi Kropps sem telur u.þ.b. 50 íbúðir sbr. mynd 2 í drögum að skipulagslýsingu. Skipulagsnefnd leggur einnig til við sveitarstjórn að samþykkt verði að ráðast í breytingu á Aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 þannig að byggingarheimildir á svæði ÍB8 verði auknar í 212. Loks leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að samþykkt verði að vísa skipulagslýsingu fyrir ofangreind skipulagsverkefni í kynningarferli skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, enda verði kafli 4 í drögum að skipulagslýsingunni aðlagaður að forskrift sveitarfélagsins, auk þess sem tekið skal tillit til skilmála sem fram komu í bókun nefndarinnar um málið á 346. fundi.
Sveitarstjóri kynnir drög að viljayfirlýsingu um samstarf sveitarfélagsins og framkvæmdaraðila um uppbyggingu íbúðasvæðis í landi Kropps, um vilja til að gera samning milli aðila um gerð skipulagsáætlana, fyrirkomulag áfangaskiptingar uppbyggingar, ráðstöfun lands fyrir gatnagerð og lóðir og fleiri atriði. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og oddvita umboð til að undirrita viljayfirlýsingu í samræmi við fyrirliggjandi drög og umræður á fundinum.
3.9 2010016 - Theodór og Julia - Ósk um leyfi til að láta vinna deiliskipulag í landi Bjarkar
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að fallið verði frá kröfu um sólarlagsákvæði í umræddu deiliskipulagi og að stefna sveitarfélagsins varðandi tímamörk skipulagsheimilda verði útfærð í aðalskipulagi. Afgreiðsla sveitarstjórnar á 567. fundi um kynningu og auglýsingu skipulagstillögunnar stendur óbreytt.
4. Framkvæmdaráð - 109 - 2106003F
Fundargerð 109. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
4.1 2104017 - UMF Samherjar - Styrkumsókn
Fulltrúar Samherja forfölluðust og verður málið tekið upp aftur í haust.
4.2 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu framkvæmdaráðs og felur sveitarstjóra að semja við Brynjólf Árnason um byggingarstjórn og ráðgjöf varðandi byggingarnar samkvæmt fyrirliggjandi samningsdrögum.
4.3 2106008 - UMF Samherjar - Útikörfuboltavöllur
Fulltrúar Samherja forfölluðust og verður málið tekið upp aftur í haust.
5. Framkvæmdaráð - 110 - 2106005F
Fundargerð 110. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
5.1 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
Afgreiðsla framkvæmdaráðs er samþykkt.
6. Tónlistarskóli Eyjafjarðar - Fundargerðir 8. og 9. júní 2021 - 2106016
Sveitarstjórn samþykkir fundargerð 137. fundar skólanefndar svo og fyrirliggjandi áætlun skólans fyrir haustönn 2021, sem er í samræmi við áætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2021.
7. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 898 - 2106002
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
8. Minjasafnið á Akureyri - Ársreikningur 2020 - 2106012
Sveitarstjórn staðfestir fyrirliggjandi ársreikning.
9. Gásanefndin - Fundargerð lokaslitafundar Gásakaupstaðar - 2106013
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
10. SSNE - Tilnefning fulltrúa í samráðsvettvang Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2020-2024 - 2106004
Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi tilnefningar: Sigríður Bjarnadóttir, Susanne Lintermann og Finnur Yngvi Kristinsson. Sveitarstjóra er falið að tilnefna einn fulltrúa.
11. Samband íslenskra sveitarfélaga - Aðgerðaráætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni - 2106006
Lagt fram til kynningar.
12. Halldórsstaðir og Leyningur - breyting á framkvæmdaleyfi vegna efnistöku - 2106022
Jón Bergur Arason sækir fyrir hönd Þverá-golf ehf. um 2000 rúmmetra aukningu við framkvæmdaleyfi til efnistöku í landi Halldórsstaða og Leynings sem samþykkt var árið 2019. Að meðtalinni aukningunni yrði heildar magn efnis sem tekið yrði í námunum tveimur 7000 rúmmetrar. Ráðgert er að nota viðbótarefnið til viðgerða á Hólavegi.
Sveitarstjórn samþykkir erindið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:25