Dagskrá:
1. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 349 - 2108001F
Fundargerð 349. fundar skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2108002 - Hrafnagilsskóli viðbygging - jarðvegsframkvæmd
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar samhljóða. Þá samþykkir sveitarstjórn að veita sveitarstjóra umboð til að vinna málið áfram og gera þær ráðstafannir sem þarf.
1.2 2106026 - Hjallatröð 7 - bílskúr grenndarkynning
Ásta Arnbjörg Pétursdóttir og Sigurður Ingi Friðleifsson lýstu sig vanhæfa og véku af fundi undir þessum lið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar um að fram fari óveruleg breyting á gildandi deiliskipulagi Hjallatraðar á þá leið að heimilt verði að byggja bílskúr norðan við Hjallatröð 7 skv. erindi málshefjanda, enda verði sérfróðum aðila falið að úrfæra styrkingu á þeim trjám sem verða fyrir áhrifum af framkvæmdinni þannig að ekki verði tjón á þeim. Skal fullnægjandi styrking trjáanna vera forsenda þess að byggingarleyfi vegna bílskúrsins sé gefið út og skal skilmáli þessa efnis koma fram á breytingarblaði deiliskipulags.
1.3 1901023 - Ósk um leyfi fyrir vinnu við aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi í landi Leifsstaða II
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar að skipulagsfulltrúa verði falið að uppfæra aðalskipulagstillögu með hliðsjón af athugasemdum Skipulagsstofnunar. Þá samþykkir sveitarstjórn byggingarreit fyrir eitt frístundahús á landeigninni Leifsstöðum 2.
1.4 1706002 - Deiliskipulag Stokkahlöðum
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 899 - 2106021
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
3. Norðurorka - Fundargerð 262. fundar - 2106027
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
4. Norðurorka - Fundargerð 263. fundar - 2108006
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
5. Aðalfundur skipulags- og byggingarfulltrúa Eyjafjarðar 29.06.21 - 2107003
Fundargerðin er samþykkt samhljóða.
6. Markaðsstofa Norðurlands - fundargerð 6. júlí 2021 - 2108003
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
7. Freyvangsleikhúsið - Viðræður um framtíð Freyvangs - 2108005
Samþykkt að vísa bréfinu til framkvæmdaráðs sem boðar forsvarsmenn Freyvangsleikhússins til fundar um erindið.
8. Eyjafjarðarbraut vestri eignaskerðin vegna framkvæmda - 2108007
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að veita sveitarstjóra umboð til að gefa út afsal vegna lands sveitarfélagsins sem fer undir nýja Eyjafjarðarbraut vestri.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:55