Sveitarstjórn

570. fundur 26. ágúst 2021 kl. 08:00 - 08:55 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jón Stefánsson
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigríður Bjarnadóttir
  • Kristín Kolbeinsdóttir
  • Rósa Margrét Húnadóttir
Starfsmenn
  • Stefán Árnason
  • Finnur Yngvi Kristinsson
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri

Dagskrá:

1. Fjallskilanefnd Eyjafjarðarsveitar - 42 - 2108005F
Fundargerð 42. fundar fjallskilanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

1.1 2108017 - Fjallskil 2021
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.


2. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 350 - 2108004F
Fundargerð 350. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.

2.1 2108012 - Ytri Varðgjá - Umsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða erindi um stofnun lóðar úr landi Ytri-Varðgjár samkvæmt uppdrætti frá Landslagi dags. 2021-08-12.

2.2 2104003 - Kroppur - Íbúðasvæði
Linda Margrét Sigurðardótir lýsti sig vanhæfa og vék af fundi undir þessum lið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar og beinir því til skipulagshönnuðar að hann hafi hliðsjón af innkomnum erindum við vinnslu skipulagstillögu.

2.3 1706002 - Deiliskipulag Stokkahlöðum
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar á innkomnum erindum og að skipulagið sé ekki samþykkt við svo búið.

2.4 1910034 - Deiliskipulag Hrafnagilshverfis
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslur skipulagsnefndar á innkomnum erindum. Þá samþykkir sveitarstjórn samhljóða auglýsta deiliskipulagstillögu óbreytta skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er skipulagsfulltrúa falið að fullnusta gildistöku deiliskipulagsins.

2.5 2108014 - Syðra-Dalsgerði - stofnun lóðar
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar enda liggi fyrir skriflegt samþykki beggja landeigenda og að lýst verði kvöð um umferðarrétt og lagnaleiðir á umlykjandi land.

2.6 2108015 - Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar - aðveituæð vatnsveitu
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar um að færa lögnina inn á aðalskipulags sveitarfélagsins með óverulegri skipualgsbreytingu skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

2.7 2108018 - Ósk um nafnabreytingu í Gröf 4
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða nafngiftinni Gröf IV á lóð norðan Grafar.

2.8 2010016 - Theodór og Julia - Ósk um leyfi til að láta vinna deiliskipulag í landi Bjarkar
Erindinu frestað.


3. SBE - Fundargerð stjórnar 12.08.2021 - 2108011
Fundargerðin gefur ekki tilefni til ályktana. Sveitarstjórn beinir því til stjórnar SBE að hún komi sem fyrst með tillögu um hvernig best sé að bregðast við því mikla álagi sem er á embættinu.

5. Matarstígur Helga magra - 2108023
Ásta Arnbjörg Pétursdóttir og Sigríður Bjarnadóttir lýstu sig vanhæfa og véku af fundi undir þessum lið.

Sveitarstjóra falið að taka upp viðræður við aðstandendur Matarstígs Helga magra.

4. Drög að stefnu um heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða - 2108021
Sveitarstjóra er falið að semja umsögn í samræmi við umræður á fundinum um fyrirliggjandi "Drög að stefnu um heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða"

 


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:55

 

Getum við bætt efni síðunnar?