Dagskrá:
1. Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 37 - 2108003F
Fundargerð 37. fundar landbúnaðar- og atvinnumálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2103025 - Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar - Styrkumsókn, markaðsefni fyrir Eddu risakú
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
1.2 2108013 - Atvinnuuppbygging í Eyjafjarðarsveit
Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar.
2. Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 156 - 2108008F
Fundargerð 156. fundar umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2103018 - Drög að útboði vegna sorphirðu í Eyjafjarðarsveit
Sveitarstjórn leggur til við nefnda að haldinn verði kynningarfundur, þar sem kynntar verða þær breytingar sem kunna að verða gerða á fyrirkomulagi sorphirðu í væntanlegu útboði.
3. Framkvæmdaráð - 111 - 2108007F
Fundargerð 111. framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 2108005 - Freyvangsleikhúsið - Viðræður um framtíð Freyvangs
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.2 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.3 2108022 - Staða framkvæmda 2021
Gefur ekki tilefni til ályktana.
4. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 351 - 2109001F
Fundargerð 351. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstaka liðir bera með sér.
4.1 2108019 - Umsagnarbeiðni vegna endurskoðunar aðalskipulags Ásahrepps 2020-2032
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi skipulagstillögu.
4.2 2108025 - Þverá-Golf ehf. - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna eftistöku úr landi Hólakots
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn að gefið sé út framkvæmdarleyfi vegna efnistöku úr landi Hólakots.
4.3 2109002 - Mjölnir tréverk ehf. - Bakkatröð 48
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa erindinu í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar ef allir hagsmunaaðilar lýsa því skriflega yfir að ekki sé gerð athugasemd við skipulagsbreytinguna og telst erindið samþykkt ef ekki koma fram andmæli á grenndarkynningatímabili.
4.4 2109004 - Vegagerðin - Framkvæmdir vegna viðgera á ræsi yfir Þverá
Gefur ekki tilefni til ályktana.
5. Norðurorka - Fundargerð 263. fundar - 2108006
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
6. Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 900 - 2109001
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.
7. Kjörskrá vegna Alþingiskosninga 25. september 2021 - 2109006
Sveitarstjóra er veitt umboð til að undirrita kjörskrána og leggja hana fram.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:05