Sveitarstjórn

572. fundur 23. september 2021 kl. 08:00 - 08:55 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Jón Stefánsson
  • Halldóra Magnúsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri

Fundurinn var fjarfundur.
Dagskrá:

1. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 352 - 2109003F
Fundargerð 352. fundar skipulagsnefndar Eyjafjarðarsveitar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liður bera með sér.
1.1 2109008 - Hjallatröð 1 - Ósk um leyfi fyrir steyptum vegg og smáhýsi
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn samhljóða að vísa erindinu í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt sé að stytta tímabil grenndarkynningar ef allir hagsmunaaðilar lýsa yfir samþykki sínu skriflega skv. 3. mgr. 44. gr. sömu laga. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningatímabili telst erindið samþykkt.
1.2 2109015 - Jóhann Jóhannesson - Umsókn um framkvæmdaleyfi
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar samhljóða.
1.3 1910034 - Deiliskipulag Hrafnagilshverfis
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2. SSNE - Líforkuver - 2109018
Sveitarstjórn tekjur jákvætt í erndið en afgreiðslu er frestað og sveitarstjóra falið að afla frekari gagna.

3. SSNE - Skýrsla RHA um mögulegar vegaframkvæmdir - 2109019
Sveitarstjórn fagnar þessari skýrslu og telur þau ágæta samantekt um hugsanlegar nýfrmkvæmdir á svæði SSNE. Sveitarstjórn finnst vanta tilfinnalega ítarlega samantekt á mjög aðkallandi verkefnum s.s. endurbyggingu vega og brúa innan svæðisins.

4. Norðurá bs. - Fundargerð aðalfundar 2021 - 2109020
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

5. Fjárhagsáætlun 2022 og 2023 til 2025 - 2109021
Farið yfir vinnuáætlun við fjárhagsáætlun 2022 og 2023-2025

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:55

 

Getum við bætt efni síðunnar?