Sveitarstjórn

574. fundur 21. október 2021 kl. 08:00 - 09:40 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jón Stefánsson
  • Halldóra Magnúsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Rósa Margrét Húnadóttir
  • Eiður Jónsson
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri

Dagskrá:

1. Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 157 - 2109005F
Fundargerð 157. fundar umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2109023 - Íbúafundur um umhverfismál og sorphirðu
Tillaga umhverfisnefndar um fyrirkomulag sorphirðu í fyrirhuguðu útboði er samþykkt. Sveitarstjóra falið að breyta útboðslýsingu í samræmi við samþykkt nefndarinnar.
1.2 2109016 - Umhverfisverðlaun 2021
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.3 2109010 - Umhverfisstofnun - Skil á refa- og minkaveiðiskýrslu vegna tímabilsins 1.09.20 - 31.08.21
Gefur ekki tilefni til ályktana.

2. Skólanefnd Eyjafjarðarsveitar - 257 - 2109006F
Fundargerð 257. fundar skólanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2106005 - Leikskólinn Krummakot - Viðmiðun um inntöku yngstu leikskólabarnanna
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.2 2109029 - Leikskólinn Krummakot - Staðan haustið 2021
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.3 2109025 - Leikskólinn Krummakot - Starfsáætlun 2021-2022
Sveitarstjórn tekur undir með skólanefnd hvað varðar starfsáætlun leikskólans.
2.4 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.5 2109028 - Hrafnagilsskóli - Staða haustið 2021
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.6 2104016 - Hrafnagilsskóli - Mat á skólastarfi
Sveitarstjórn tekur undir bókun skólanefndar.
2.7 2109030 - Hrafnagilsskóli - Áætlun um öryggi og heilbrigði
Gefur ekki tilefni til ályktana.

3. Menningarmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 186 - 2110002F
Fundargerð 186. fundar menningarmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 2110010 - Menningarmálanefnd - Risakýrin Edda
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
3.2 2110011 - Menningarmálanefnd - Styrkveitingar 2021
Gefur ekki tilefni til ályktana.
3.3 2110012 - Menningarmálanefnd - Eyvindur
Gefur ekki tilefni til ályktunar.
3.4 2110013 - Menningarmálanefnd - Hátíðardagskrá 1. des. 2021
Gefur ekki tilefni til ályktana.

4. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 354 - 2110006F
Fundargerð 354. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
4.1 2110014 - Heiðin ehf. og Gunnlaugur Þráinsson - Deiliskipulag á jörðinni Brúarlandi
Sveitarstjórn tekur undir bókun skipulagsnefndar og hafnar erindi málshefjanda.
4.2 2110020 - Kristján V. Vilhelmsson - Umsókn um leyfi fyrir byggingu á Hólshúsum
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn erindið samhljóða og vísar því í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verður að stytta tímabil grenndarkynningar ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skriflega að ekki sé gerð athugasemd við málið og að erindið telst samþykkt ef ekki berist andmæli á grenndarkynningartímabili.
4.3 2110003 - Grísará efnistaka - framlenging á framkvæmdaleyfi frá 2020
Að tillögu skipulagsnefndar er erindið samþykkt samhljóða.

5. Landbúnaðar- og atvinnumálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 38 - 2110005F
Fundargerð 38. fundar landbúnaðar- og atvinnumálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
5.1 2110009 - Matarstígur Helga magra - Styrkbeiðni
Ásta Arnbjörg Pétursdóttir lýsti sig vanhæfa vék af fundi undir þessum lið.
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt.
5.2 2110005 - Drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Landbúnaðar- og atvinnumálanefndar að umsögn og að bæta eftirfarandi texta aftan við umsögnina:

"Sveitarstjórn leggst eindregið gegn því að reglugerðin verði samþykkt í núverandi mynd."

Sveitarstjóra falið að koma umsögninni til skila í samráðsgátt stjórnvalda
5.3 2110036 - Búfjársamþykkt Eyjafjarðarsveitar
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu nefndarinnar og óskar eftir tillögum hennar að nýrri samþykkt. Þá felur sveitarstjórn sveitarstjóra að vekja athygli búfjáreigenda á reglum um hross á útigangi.

6. Markaðsstofa Norðurlands - fundargerð 28.09.2021 - 2110017
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.

7. Norðurorka - Fundargerð 264. fundar - 2110018
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.

8. Norðurorka - Fundargerð 265. fundar - 2110019
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.

9. SSNE - Fundargerð 23. stjórnarfundar - 2110023
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.

10. SSNE - Fundargerð 24. stjórnarfundar - 2110024
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.

11. SSNE - Fundargerð 25. stjórnarfundar - 2110025
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.

12. SSNE - Fundargerð 26. stjórnarfundar - 2110026
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.

13. SSNE - Fundargerð 27. stjórnarfundar - 2110027
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.

14. SSNE - Fundargerð 28. stjórnarfundar - 2110028
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.

15. SSNE - Fundargerð 29. stjórnarfundar - 2110029
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.

16. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála - Stjórnsýslukæra vegna deiliskipulags í Kotru - 2110004
Lagt fram til kynningar.

17. Skógræktarfélag Eyfirðinga - Söfnun fyrir nýjum snjótroðara - 2110006
Samþykkt að styrkja snjótroðarakaup Skógréttarfélags Eyfirðinga um kr. 1.000.000.- á árinu 2022.

18. Samþykkt um breytingu á samþykkt nr. 4632002 um umgengni og þrifnað utan húss á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra. - 2110033
Fyrirliggjandi breytingartillögur eru samþykktar.

19. Samstarf í stafrænni umbreytingu sveitarfélaga 2022 - 2110022
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða áframhaldandi þátttöku í samstarfi um stafræna umbreytingu sveitarfélaga og mun gera ráð fyrir því í fjárhagsáæltun ársins 2022.

20. Ábendingar varðandi fjallskil og afréttarmál - 2110037
Lagðar eru fram til kynningar ábendingar íbúa um fjallskil og afréttarmál. Ábendingunum vísað til Landbúnaðar- og atvinnumálanefndar.

21. Staða og horfur varðandi endurbyggingu Þverárræsis og nýbyggingu Eyjafjarðar brautar vestari - 2110040
Sveitarstjórn lýsir undrun sinni á því hve langan tíma hefur tekið að undirbúa lagfæringu á ræsi og vegi við Þverá og að í því verkefni hafi þurft að bíða umsagna frá opinberum stofnunum. Gömul einbreið brú er nú notuð sem varaleið sem stóraukið hefur hættuna á alvarlegum slysum á svæðinu og um hana fer skólarútan meðal annars tvisvar á dag. Mjög mikilvægt er að við þessu verði brugðist hratt og örugglega.
Þá hefur sveitarstjórn áhyggjur af seinagangi í undirbúningi á lagningu nýrrar Eyjafjarðarbrautar vestri við Hrafnagilshverfi. Málið hefur samkvæmt bestu vitund sveitarstjórnar nú síðast tafist í meðferð skipulagsstofnunar og Hafrannsóknarstofnunar. Um verulega mikilvægt verkefni er að ræða þegar kemur að umferðaröryggismálum í Hrafnagilshverfi þar sem börn ganga mörgum sinnum á dag yfir núverandi veg og því brýnt að hægt sé að hefja framkvæmdir hið fyrsta.

Sveitarstjórn óskar eftir að fá formlegt svar frá Vegagerðinni um hvenær upphaf og lok þessara tveggja framkvæmda séu áætluð.

22. Landsátak í sundi - 2110043
Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í átakinu með því að bjóða íbúum Eyjafjarðarsveitar frítt í sund í nóvember 2021.

23. Fjárhagsáætlun 2022 og 2023 til 2025, fyrri umræða - 2109021
Fjárhagsáætlun 2022 og 2023 - 2025 tekin til fyrri umræðu og samþykkt samhljóða.
Eftirtaldir viðaukar við fjárhagsáætlun 2021 voru samþykktir samhljóða:
1. Viðauki vegna afborgunar á innri lánum: Við áætlunargerð fyrir árið 2021 féllu niður í afborganir innri lána frá Eignasjóðs kr. 63.502.050.- og vegna Leiguíbúða kr. 2.421.614.- Samtals 65.923.664.- Þetta hefur ekki áhrif á handbært fé.
2. Viðauki vegna grundunar, færslu lagna og hönnununar leik- og grunnskóla. Áætlun ársins gerði ráð fyrir kr. 30 millj. í undirbúning og hönnun. Viðauki kr. 39.010.000 er nú samþykktur þar sem flýtt er hönnun og undirbúningi. Kostnaðarauka verður mætt með því að lækka handbært fé.
Þá var einnig samþykkt samhljóða útgönguspá ársins 2021. Stefnt er að því að síðari umræða fari fram fimmtudaginn 25. nóvember.

 


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:40

 

Getum við bætt efni síðunnar?