Sveitarstjórn

575. fundur 04. nóvember 2021 kl. 08:00 - 10:20 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Halldóra Magnúsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
  • Rósa Margrét Húnadóttir
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri

Varaoddviti Linda Margrét Sigurðardóttir stjórnaði fundi í forföllum oddvita. Varaoddviti leitaði afbrigða til að taka á dagskrá fundargerð 199. fundar lýðheilsunefndar. Var það samþykkt samhljóða og verður 5. liður dagskrár. þá var samþykkt sú breyting á dagskrá fundarins samráðsfundur við aldraða verði 1. liður dagskrár.
Dagskrá:

1. Samráðsfundur - fulltrúar aldraðra - 2111001
Á fundinn mættu frá félagi aldraðra þau Sveinbjörg Helgadóttir, Ólafur Vagnsson, Hulda Jónsdóttir og Valgerður Schiöth. Rætt var um ferliþjónustu aldraða, aðstoð við innkaup, matarsendingar utan Hrafnagilshverfis og gjaldskrá fyrir akstursþjónustu sveitarfélagsins. Rætt um að auglýsa akstursþjónustu í félagsstarf aldraðra.
Félagar í félagi aldraðra í Eyjafjarðarsveit eru nú um 75. Rætt var almennt um starf félagsins.

2. Félagsmálanefnd Eyjafjarðarsveitar - 181 - 2110007F
Fundargerð 181. fundar félagsmálanefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2110021 - Kvennaathvarf - umsókn um rekstrarstyrk 2022
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.2 2110047 - Fjárhagsáætlun 2022 - Félagsmálanefnd
Afgreiðslu nefndarinnar á fjárhagsáætlun 2022 er vísað til síðari umræðu um fjárhagsáætlun 2022.
Annað gefur ekki tilefni til ályktana.

3. Framkvæmdaráð - 112 - 2110008F
Fundargerð 112. fundar framkvæmdaráðs er tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 2110049 - Fjárhagsáætlun 2022 - Framkvæmdaráð
Gefur ekki tilefni til ályktana.

4. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 355 - 2110009F
Fundargerð 355. fundar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
4.1 2110053 - Fjárhagsáætlun 2022 - Skipulagsnefnd
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt og vísað til síðari umræðu um fjárhagsáætlun 2022.
4.2 2110057 - Sólbrekka - Fjarlægð frá lóðarmörkum 2021
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn erindið samhljóða.
4.3 2110059 - Ytri-Varðgjá - Framkvæmdarleyfi v vegagerðar að vatnsbóli 2021
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt samhljóða.
4.4 2010013 - Hvammur efnisnám 2020
Að tillögu skipulagsnefndar samþykkir sveitarstjórn erindið og gerir ekki athugasemd við tillögu GV grafa um útfærslu á vegamótum göngu- og hjólastígs og aðkomuvegar að efnistökusvæði.
4.5 2110014 - Heiðin ehf. og Gunnlaugur Þráinsson - Deiliskipulag á jörðinni Brúarlandi
Afgreiðsla skipulagsnefndar er samþykkt.
4.6 2110064 - Eyrarland - losun efnis f vegagerð og landmótun á íbúðarsvæði ÍB14
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindið og ef efnið hefur ekki verið nýtt í vegagerð/landmótun samkvæmt deiliskipulagi innan þriggja ára skal sléttað úr því á staðnum og sáð í það.
4.7 2110065 - Torfur - stofnun lóðar fyrir svínabú 2021
Ásta Arnbjörg Pétursdóttir lýsti sig vanhæfa og vék af fundi undir þessum lið.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða erindið enda liggi fyrir staðfesting á landamerkjum aðliggjandi jarða áður en skipting landsins fer fram.
4.8 2110066 - Brúnir - kvörtun vegna legu reiðleiðar
Gefur ekki tilefni til ályktana.
4.9 2110042 - Göngu- og hjólastígur - Svalbarðseyri - Framkvæmdarleyfi 2021
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða.

5. Lýðheilsunefnd - 199 - 2110003F
Fundargerð 199. fundar lýðheilsunefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
5.1 2101009 - Lýðheilsustyrkur
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt samhljóða og vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun ársins 2022.
5.2 2103010 - Íþrótta- og tómstundastyrkur
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt samhljóða og vísað til afgreiðslu á fjárhagsáætlun ársins 2022.
5.3 2110060 - Íþróttamiðstöð gjaldskrá 2022
Gefur ekki tilefni til ályktana.
5.4 2110062 - UMF Samherja samstarfssamningur
Rósa Margrét Húnadóttir lýsti sig vanhæfa og vék af fundi undir þessum lið.
Oddvita og formanni lýðheilsunefndar falið að ganga til samninga við UMF Samherja. Samningurinn verður síðan lagður fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
5.5 2110063 - Heilsueflandi samfélag
Gefur ekki tilefni til ályktana.
5.6 2110050 - Fjárhagsáætlun 2022 - Lýðheilsunefnd
Gefur ekki tilefni til ályktana.
5.7 2110061 - Íþróttavika evrópu
Gefur ekki tilefni til ályktana.
5.8 2104032 - Heilsurækt eldri borgara
Gefur ekki tilefni til ályktana.
5.9 2108026 - Foreldrafélag Listhlaupadeildar - Styrkumsókn
Afgreiðsla nefndarinnar er samþykkt. Sveitarstjórn beinir þvi til nefndarinnar að hún vinni tillögu að reglum um úthlutun styrkja.

6. Norðurorka - Fundargerð 266. fundar - 2110034
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

7. HNE - Fundargerð 221. fundar og fjárhagsáætlun 2022 - 2110058
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

8. Snjómokstur á vegum Eyjafjarðarsveitar - 2111007
Samþykkt að fara í verðkönnun hvað varðar snjómokstur sem er á forræði sveitarfélagsins. Verðkönnun verði gerð í mars/apríl fyrir árin 2022-2025.

9. Fjárhagsáætlun 2022 og 2023 til 2025 - 2109021
Farið yfir stöðuna á vinnu við fjárhagsáætlun 2022 og 2023 - 2025. Síðari umræða um áætlunina er áætluð 25. nóvember.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:20

 

Getum við bætt efni síðunnar?