Dagskrá:
Fundargerðir til staðfestingar
1. 2201004F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 359
Fundargerð 359. fundar skipulagsnefndar tekin fyrir og afgreidd eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2201011 - Samkomugerði 1 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 359
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt, enda liggi fyrir jákvæð umsögn Minjastofnunar um fornleifaskráningarskýrslu áður en leyfið er gefið út. Einnig skal tekið tillit til reiðleiðar sem liggur gegnum hluta skógræktarsvæðisins. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkt sé að svæðið sem um ræðir sé skógræktar- og landgræðslusvæði á skipulagsuppdrætti.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða, enda liggi fyrir jákvæð umsögn Minjastofnunar um fornleifaskráningarskýrslu áður en leyfið er gefið út. Við útgáfu leyfisins skal taka tillit til reiðleiðar sem liggur gegnum hluta skógræktarsvæðisins.
1.2 2112006 - Leifsstaðabrúnir 8-10 - Ósk um breytingu á deiliskipulagi
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 359
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hafist verði handa við breytingu á aðalskipulagi á þá leið að frístundabyggð við Leifsstaðaveg verði breytt í íbúðarsvæði og að eigendum frístundalóða á svæðinu verði veitt viðeigandi aðlögunartímabil til að framkvæma á lóðum sínum áður en landnotkun á hlutaðeigandi lóð er breytt. Samhliða þessari breytingu verði metið hvort marka eigi almenna stefnu í aðalskipulagi að heimilt sé að breyta frístundasvæðum í íbúðarsvæði í viðeigandi einingum þar sem aðstæður bjóða upp á slíkt.
Afgreiðlu frestað og ákveðið að fara í vettvangsferð.
1.3 2010016 - Theodór og Julia - Ósk um leyfi til að láta vinna deiliskipulag í landi Bjarkar
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 359
Athugasemdafrestur vegna auglýsingar deiliskipulags fyrir íbúðarsvæði í landi Bjarkar var til 12. ágúst sl. og bárust þrjú erindi á auglýsingartímabili skipulagstillögunnar. Auk þess liggur nú fyrir jákvæð umsögn Vegagerðarinnar um vegtengingu íbúðarsvæðisins við Eyjafjarðarbraut eystri. Skipulagsnefnd fjallar um erindin í þeirri röð sem á eftir fer:
1. erindi, sendandi Vegagerðin: Sendandi gerir athugasemd við staðsetningu vegtengingar skipulagssvæðisins við Eyjafjarðarbraut eystri í auglýstri skipulagstillögu.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Auglýstri skipulagstillögu hefur verið breytt til að koma til móts við athugasemd um vegtengingu og liggur fyrir jákvæð umsögn um hina breyttu tillögu.
2. erindi, sendandi Norðurorka: sendandi gerir athguasemd við að í tillögunni komi fram að Norðurorka reki vatnsveitu á svæðinu.
Afgreiðlsa skipulagsnefndar: Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýstri tillögu sé breytt í samræmi við athugasemd sendanda.
Ekki eru gerðar efnislegar athugasemdir við skipulagstillöguna í erindi Minjastofnunar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýstri skipulagstillögu sé breytt í samræmi við afgreiðslu á erindum 1 og 2 og að svo breytt skipulagstillaga sé samþykkt skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa sé falið að fullnusta gildistöku skipulagsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar um afgreiðslu á eftirfarandi athugasemdum sem bárust vegna auglýsingar deiliskipulags fyrir íbúðarsvæði í landi Bjarkar:
1. erindi, sendandi Vegagerðin: Sendandi gerir athugasemd við staðsetningu vegtengingar skipulagssvæðisins við Eyjafjarðarbraut eystri í auglýstri skipulagstillögu. Afgreiðsla skipulagsnefndar: Auglýstri skipulagstillögu hefur verið breytt til að koma til móts við athugasemd um vegtengingu og liggur fyrir jákvæð umsögn um hina breyttu tillögu.
2. erindi, sendandi Norðurorka: sendandi gerir athguasemd við að í tillögunni komi fram að Norðurorka reki vatnsveitu á svæðinu. Afgreiðlsa skipulagsnefndar:
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að auglýstri skipulagstillögu sé breytt í samræmi við afgreiðslu á erindum 1 og 2. og er svo breytt skipulagstillaga samþykkt skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að fullnusta gildistöku skipulagsins.
1.4 2201014 - Syðra-Dalsgerði - stækkun lóðar L172834
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 359
Skiplagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt, enda liggi fyrir skriflegt samþykki beggja landeigenda áður en skráning lóðarinnar fer fram.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi erindi, enda liggi fyrir skriflegt samþykki beggja landeigenda áður en skráning lóðarinnar fer fram.
1.5 2112004 - Brúarland - beiðni um breytta landnotkun 2021
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 359
Skipulagsnefnd kallar eftir frekari upplýsingum um heildarmynd landeignarinnar sem um ræðir, byggingarmagn, aðgengi, fráveitu og annað slíkt. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.6 2201006 - Höskuldsstaðir - stofnun lóðar v stækkunar Sökku
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 359
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins enda liggur ekki fyrir skriflegt samþykki allra eigenda landsins sem um ræðir.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.7 2201015 - Brúarland - deiliskipulag íbúðarsvæðis ÍB15
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 359
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingunni sé vísað í kynningarferli skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fyrirliggjandi skipulagslýsingunni í kynningarferli skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
1.8 2201016 - Arnarhóll lóð - umsókn um byggingarreit
Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 359
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið en felur skipulagsfulltrúa að ræða við eiganda Arnarhóls L152559 um ráðstöfun byggingarheimilda sem fylgja jörðinni skv. gildandi aðalskipulagi. Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins.
Gefur ekki tilefni til ályktana.
Fundargerðir til kynningar
2. 2201010 - Norðurorka - Fundargerð 269. fundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.
3. 2201012 - SSNE - Fundargerð 33. stjórnarfundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.
4. 2201013 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 905
Fundargerðin er lögð fram til kynningar og gefur ekki tilefni til ályktana.
Almenn erindi
5. 2109024 - Breyting á Samþykkt um stjórn Eyjafjarðarsveitar
Samþykktin er tekin til síðari umræðu og samþykkt samhljóða.
6. 2201017 - Lög um farsæld barna, samþætting þjónustu, innleiðingarferli
Sveitarstjóri og skrifstofustjóri fóru yfir stöðu málsins. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu í samstarfi við nágrannasveitarfélögin, í takt við umræður á fundinum. Þá óskar sveitarstjórn eftir kostnaðaráætlun frá ráðgjöfum áður en næstu skref eru tekin.
7. 2201018 - Athafnasvæði í Eyjafjarðarsveit
Sveitarfélagið hefur að undanförnu leitast eftir kaupum á jörð eða landsvæði norðan miðbrautar í þeim tilgangi að byggja upp svæði fyrir athafnastarfsemi. Og mun sveitarstjórn nú auglýsa formlega eftir landsvæði til kaupa vegna þessa.
8. 2001010 - Sala fasteigna
Sveitarstjóri fer yfir stöðu á undirbúningi sölu á eignunum sveitarfélagsins að Laugalandi, Freyvangi og Sólgarði.
Fundað hefur verið með forsvarsmönnum Freyvangsleikhússins og barst í kjölfarið erindi frá stjórn leikhússins. Í erindinu kemur fram að leikfélagið sjái sér ekki fært að kaupa Freyvang af sveitarfélaginu en ýtrekar vilja sinn til að taka við rekstri hússins.
Skoðaður hefur verið sá möguleiki að starfsemi leikfélagsins flytjist í Laugarborg en leikfélagið telur það ekki vera heppilegan kost miðað við umfang starfsemi Freyvangsleikhússins.
Í erindinu kemur fram að á fundum með fulltrúm sveitarfélagsins hafi komið fram skýr vilji um áframhaldandi starfsemi leikfélagsins en að starfseminni sé sjálfhætt missi leikfélagið aðstöðuna í Freyvangi. Óskar leikfélagið eftir tillögum sveitarstjórnar um það hvaða leiðir eru færar til að halda starfsemi leikfélagsins gangandi eftir sölu á Freyvangi.
Samþykkt samhljóða að fela sveitarstjóra að gera uppkast að samstarfssamningi við Freyvangsleikhúsið um leigu og rekstur Freyvangs. Samningurinn skal vera til tveggja ára.
Fyrirhugaður er fundur í næstu viku varðandi sölu á Sólgarði.
Beðið er niðurstöðu Barnaverndarstofu varðandi starfsemi meðferðarheimilisins að Laugalandi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30