Sveitarstjórn

581. fundur 10. febrúar 2022 kl. 08:00 - 09:55 fundarstofa 2, Skólatröð 9
Nefndarmenn
  • Jón Stefánsson
  • Halldóra Magnúsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Sigríður Bjarnadóttir
  • Rósa Margrét Húnadóttir
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri

Dagskrá:

1. Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 360 - 2202001F
Fundargerð 360. fundar skipulagsnefndar tekin fyrir eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2103021 - Flokkun landbúnaðarlands - samræmdar leiðbeiningar ráðuneytis
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.2 2201022 - Stóri-Hamar 1 - Umsókn um leyfi til að starfrækja dýrahótel, dýraathvarf
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulagsnefndar og vísar erindinu í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt er að stytta tímabil grenndarkynningar ef allir hagsmunaaðilar lýsa yfir samþykki sínu skriflega skv. 3. mgr. 44. gr. sömu laga.
1.3 2202004 - Þjóðkirkjan-Biskupsstofa - Umsókn um stofnun lóðar - Syðra-Laugaland lóð
Gefur ekki tilefni til ályktana.
1.4 2201016 - Arnarhóll lóð - umsókn um byggingarreit
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa erindinu í grenndarkynningu skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
1.5 1901023 - Ósk um leyfi fyrir vinnu við aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi í landi Leifsstaða II
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að aðal- og deiliskipulagstillögurnar verði auglýstar skv. 31. gr. og 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að samtal við þá sem athugasemd gerðu við kynningu skipulagstillaga á vinnslustigi verði leitt til lykta meðan á auglýsingu stendur.

2. Framkvæmdaráð - 115 - 2201006F
Fundargerð 115. framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 2111027 - Hrafnagilsskóli viðbygging - útboð í jarðvinnu sökkla og lagnir
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.2 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla
Gefur ekki tilefni til ályktana.
2.3 2201005 - Framkvæmdaáætlun 2022
Gefur ekki tilefni til ályktana.

3. SSNE - Fundargerð 34. stjórnarfundar - 2202005
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

4. Norðurorka - Fundargerð 270. fundar - 2202006
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

5. Molta ehf. brottfall kaupsréttar - 2201020
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að falla frá forkaupsrétti að hlutum í Moltu ehf, sem Urður ehf 540301-2040 kaupir af Tækirfæri ehf 631266-2299. Nafnverð hlutanna er kr. 3.300.000.- og kaupverð 2.537.000.-

6. Lög um farsæld barna, samþætting þjónustu, innleiðingarferli - 2201017
Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi sveitarstjóra og oddvita Eyjafjarðarsveitar, Grýtubakkahrepps, Hörgarsveitar og Svalbarðsstrandarhrepp 8. febrúar s.l. Þá lágu fyrir fundinum drög að verkefnistillögu frá RR ráðgjöf, hvað varðar ráðgjöf við útfærslu samstarfs um velferðar- og skólaþjónustu, með hliðsjón af þeim breytingum sem gerðar hafa verið á lagaumhverfi varðandi þessa þjónustuþætti. Afgreiðslu er frestað.

7. Sameiginlegt þjónustusvæði í Eyjafirði um þjónustu við fatlaða - Samstarfssamningur - 2202008
Sveitarstjóri gerði grein fyrir málinu og umræðum sem urðu á sameiginlegum fundi oddvita og sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar, Grýtubakkahrepps, Hörgarsveitar og Svalbarðsstrandarhrepps 8. febrúar s.l.

8. Hitaveita í Eyjafjarðarsveit - 1901013
Fyrir fundinum lágu minnisblöð, annarsvegar frá Eflu verkfræðistöfu dags. 17.01.22 um hitaveitu í Eyjafjarðarsveit og hinsvegar minnisblað frá sveitarstjóra dags. 25.01.22 um hitaveitu frá Rútsstöðum að Stekkjarflötum. Afgreiðslu frestað. Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

9. SSNE - Kjördæmadagur 15. febrúar 2022 - 2202009
Farið yfir helstu áherslur sveitarstjórnar á fundi með þingmönnum kjördæmisins 15. febrúar n.k.

10. Skógræktarfélag Eyfirðinga - Viðræður um þjónustusamning - 2202010
Oddvita og sveitarstjóra er falið að ræða við Skógræktarfélagið um samstarf.

11. Ölduhverfi - samkomulag um uppbyggingu - 2106001
Sveitarstjóri gerði grein fyrir samningsdrögum við Heimavöll ehf um uppbyggingu Ölduhverfis.
Linda Margrét Sigurðardóttir lýsti sig vanhæfa og vék af fundi undir þessum lið.

12. Samband íslenskra sveitarfélaga - Stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar sem þjóni sveitarfélögum á landsbyggð - 2202002
Sveitarstjórn samþykkir að vera stofnandi að fyrirhugaðrar húsnæðissjálfseignarstofnunar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:55

Getum við bætt efni síðunnar?