Sveitarstjórn

582. fundur 24. febrúar 2022 kl. 08:00 - 08:40 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Jón Stefánsson
  • Halldóra Magnúsdóttir
  • Linda Margrét Sigurðardóttir
  • Hermann Ingi Gunnarsson
  • Ásta Arnbjörg Pétursdóttir
  • Sigurður Ingi Friðleifsson
  • Eiður Jónsson
Starfsmenn
  • Stefán Árnason skrifstofustjóri
  • Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Árnason skrifstofustjóri

Dagskrá:

Fundargerð
1. 2202005F - Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 159
Fundargerð 159. umhverfisnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
1.1 2103018 - Drög að útboði vegna sorphirðu í Eyjafjarðarsveit

Niðurstaða Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 159
Til fundarins mætti Smári Jónas Lúðvíksson verkefnisstjóri umhverfismála hjá SSNE. Fór hann yfir lagabreytingar sem taka munu gildi um næstu áramót er viðkoma fyrirkomulagi sorphirðu, gjaldtöku þess og innheimtu. Var það skoðað í samhengi við fyrirhugað útboð Eyjafjarðarsveitar og það fyrirkomulag sem lagt hefur verið upp með.
Þá kynnti Smári vinnu sem farin er í gang varðandi endurupptöku svæðisáætlunar fyrir Norðurland Eystra sem og mögulegs samstarfs vegna samræmingar á sorphirðu og útboðum því tengdu hjá sveitarfélögum í Eyjafirði.
Umhverfisnefnd hefur haft í undirbúningi útboð vegna sorphirðu í sveitarfélaginu. Umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að útboði sé frestað þar til niðurstaða úr þessari vinnu liggur fyrir.
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu nefndarinnar og frestar útboði á sorphirðu.

1.2 2202013 - Kynningarfundur fyrir landeigendur hverfisverndarsvæðis Óshólma

Niðurstaða Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar - 159
Ákveðið að halda fund með landeigendum hverfisverndarsvæðis Óshólma Eyjafjarðarár í byrjun mars. Tilefnið er að kynna fuglaskýrsluna sem út kom á síðasta ári og tilurð hverfisverndarsvæðisins.
Gefur ekki tilefni til ályktana.


2. 2202004F - Framkvæmdaráð - 116
Fundargerð 116. fundar framkvæmdaráðs tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
2.1 1901017 - Húsnæðismál grunn- og leikskóla

Niðurstaða Framkvæmdaráð - 116
Á fundinum var farið yfir verktíma hönnunar og var óskað eftir skýringu þess efnis af hverju verkinu væri ekki lokið nú þegar. Hafa flutningur og veikindi spilað þar stærstan hluta undanfarin misseri.

Á fundinum var farið yfir öll helstu atriði hönnunar sem þörf var á að klára svo verkefninu ljúki nú hratt og örugglega.

Ákveðið var að þaki leikskólabyggingarinnar verði lokað með ileiningum enda sé horft til þess að í framtíðinni verði hægt að byggja aðra hæð ofan á bygginguna og skuli því gera ráð fyrir sem minnstum tilkostnaði við það. Þá var ákveðið að þakglugginn skuli vera þannig upp byggður að hann sé einfalt að færa upp um hæð þegar að slíkri framkvæmd kemur.

Ákveðið var að loftaplan skuli eftir fremsta megni vera hefðbundið og kerfisloftaeiningar þannig ná á milli veggja í flestum rýmum.

Framkvæmdaráð óskaði þá eftir því að CLT einingar væru sýnilegar á útveggjum sé það heimilt út frá brunatæknilegu sjónarmiði. Farið var yfir mikilvægi þess að fatahengi og læstar hirslur væru til staðar fyrir starfsmenn og að gert væri ráð fyrir ofnum og góðri loftrætsingu í inngöngum leikskóla.

Framkvæmdaráð óskaði eftir því að skoðað yrði hvort mögulegt væri að halda salernum á neðri hæð við kennarastofur þegar breytingar á neðri hæð fara í framkvæmd og að fá núverandi grunnmynd og hönnun senda á sameinaðri grunnmynd.

Að auki var rætt um snjóbræðslu og mikilvægi þess í kringum neyðarútganga og vagngeymslu. Þá var rætt um lóðina og hvernig skildi vinna út þann hæðarmun sem er á svæðinu. Einnig var farið var yfir ýmis önnur smærri atriði á fundinum.

Arkitekt og hönnuður munu samræma sig um dagsetningu lokaskila og leggja það fyrir á næsta verkfundi, þriðjudaginn 15.febrúar.
Gefur ekki tilefni til ályktunar.

2.2 2108005 - Freyvangsleikhúsið - Viðræður um framtíð Freyvangs

Niðurstaða Framkvæmdaráð - 116
Sveitarstjóri kynnti drög af samkomulagi við Freyvangsleikhúsið um rekstur Freyvangs. Sveitarstjóri og oddviti sveitarstjórnar munu boða forsvarsmenn Freyvangsleikhússins til fundar þar sem farið verður yfir drög samkomulagsins og næstu skref rædd.
Gefur ekki tilefni til ályktana.


3. 2202007F - Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 361
Fundargerð 361. fundar skipulagsnefndar tekin til afgreiðslu eins og einstakir liðir bera með sér.
3.1 2202007 - Eyjafjarðarsveit - Umsókn um framkvæmdaleyfi

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 361
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar.

3.2 1910034 - Deiliskipulag Hrafnagilshverfis

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 361
Skipulagsnefnd fjallar um aðalskipulagstillögu sem auglýst hefur verið og athugasemdir sem borist hafa vegna hennar. Nefndin samþykkir að gera nokkrar leiðréttingar á fyrirliggjandi tillögu og leggur til við sveitarstjórn að samþykkt sé að auglýsa svo breytta aðalskipulagstillögu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir að auglýsa aðalskipulagstillöguna skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


3.3 2202011 - Höskuldsstaðir - landskipti 2022

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 361
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið sé samþykkt, enda liggi þá fyrir uppfærður lóðaruppdráttur þar sem greinilega kemur fram aðkomuleið að öllum lóðunum sem í hlut eiga.
Að tillögu skipulagsnefndar er samþykkir sveitarstjórn samhljóða erindið, enda liggi þá fyrir uppfærður lóðaruppdráttur þar sem greinilega kemur fram aðkomuleið að öllum lóðunum sem í hlut eiga.

3.4 2112005 - Samkomugerði 1 - Umsókn um leyfi fyrir gestahúsi

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 361
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindinu sé vísað í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skirflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningatímabili telst erindið samþykkt.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa erindinu í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Heimilt verði að stytta tímabil grenndarkynningar ef allir hagsmunaaðilar lýsa því yfir skirflega að ekki sé gerð athugasemd við áformin. Ef ekki berast andmæli á grenndarkynningatímabili telst erindið samþykkt.

3.5 2109022 - Samkomugerði - Frístundabyggð - 2021

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 361
Skipulagsnefnd bendir á að áformin kalli á breytingu á aðalskipulagi þar sem skilgreina þyrfti nýtt frístundasvæði á umræddu svæði. Með hliðsjón af því að hér er um lítinn fjölda húsa að ræða og að landið sem um ræðir er ekki vel fallið til ræktunar leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að málshefjendum sé heimilað að vinna deiliskipulag í samræmi við erindi sitt. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að kallað verði eftir skipulagslýsingu vegna verkefnisins frá málshefjendum í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Samkomugerði ehf, sé heimilað að vinna deiliskipulag í samræmi við erindi sitt. Þá samþykkir sveitarstjórn að kalla eftir skipulagslýsingu vegna verkefnisins frá málshefjendum í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.6 2201015 - Brúarland - deiliskipulag íbúðarsvæðis ÍB15

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 361
Skipulagsnefnd leggur til við sveitastjórn að eiganda lóðarinnar L208303 sé veitt færi til að leggja fram skriflega tillögu að því hvernig skipuleggja megi lóðina í samræmi við erindi hans þannig að ákvæði aðalskipulags, laga og reglugerða auk sjálfsagðra gæðaviðmiða séu uppfyllt, og skuli tillöguteikningu þar að lútandi skilað til sveitarfélagsins innan þriggja vikna frá fundi sveitarstjórnar, þ.e. í síðasta lagi 17. mars 2022.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagshönnuði verði falið að hafa hliðsjón af innkomnum erindum við mótun skipulagstillögu. Skipulagsnefnd áréttar að nýbyggingar sem standa nær landamerkjum en 35 m eru háðar samþykki eiganda aðliggjandi lands.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að eiganda lóðarinnar L208303 sé veitt færi til að leggja fram skriflega tillögu að því hvernig skipuleggja megi lóðina í samræmi við erindi hans þannig að ákvæði aðalskipulags, laga og reglugerða auk sjálfsagðra gæðaviðmiða séu uppfyllt. Skal tillöguteikningu þar að lútandi skilað til sveitarfélagsins innan þriggja vikna frá fundi sveitarstjórnar, þ.e. í síðasta lagi 17. mars 2022. Þá samþykkir sveitarstjórn samhljóða að skipulagshönnuði verði falið að hafa hliðsjón af innkomnum erindum við mótun skipulagstillögu.
Áréttað er að nýbyggingar sem standa nær landamerkjum en 35 m eru háðar samþykki eiganda aðliggjandi lands.

3.7 1901023 - Ósk um leyfi fyrir vinnu við aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagi í landi Leifsstaða II

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 361
Afgreiðslu erindisins er frestað.
Gefur ekki tilefni til ályktana.

3.8 2109031 - Eyrarland - Deiliskipulag

Niðurstaða Skipulagsnefnd Eyjafjarðarsveitar - 361
Afgreiðslu erindisins er frestað.
Gefur ekki tilefni til ályktana.


Fundargerðir til kynningar
4. 2202012 - Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð 906
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

5. 2202014 - SSNE - Fundargerð 35. stjórnarfundar
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

Almenn erindi
6. 2202015 - SSNE - Ósk um fulltrúa í starfshóp um samgöngu- og innviðastefnu
Óskað er eftir því að Eyjafjarðarsveit skipi einn fulltrúa í í starfshóp um samgöngu- og innviðastefnu SSNE. Í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna segir „Þegar tilnefnt er í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skal tilnefna bæði karl og konu.“ Og er því óskað eftir því að sveitarfélagið tilnefni 2 aðila, karl og konu. Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna Hermann Ingi Gunnarsson eða Lindu Margréti Sigurðardóttur.

7. 1901013 - Hitaveita í Eyjafjarðarsveit
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að styrkja lagningu hitaveitu frá Rútsstöðum að Stekkjarflötum um kr. 10 millj. ef af framkvæmdinni verður.

8. 2201017 - Lög um farsæld barna, samþætting þjónustu, innleiðingarferli
Fyrir fundinum lágu drög að verkefnistillögu frá RR ráðgjöf, hvað varðar ráðgjöf við útfærslu samstarfs um velferðar- og skólaþjónustu, með hliðsjón af þeim breytingum sem gerðar hafa verið á lagaumhverfi varðandi þessa þjónustuþætti. Sveitarstjóra er veitt heimild til að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum. Sveitarstjórn leggur áherslu á að verkefninu verði lokið fyrir 15. ágúst.

9. 2106001 - Ölduhverfi - samkomulag um uppbyggingu
Linda Margrét Sigurðardóttir lýsti sig vanhæfa og vék af fundi undir þessum lið.
Samningurinn er lagður fram til kynningar.



10. 2202017 - Öldungaráð
Stjórn félags eldriborgara mætir á fund sveitarstjórnar þar sem rætt verður um Öldungaráð.

Frestað.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 08:40

Getum við bætt efni síðunnar?